Morgunblaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020 Páll Vilhjálmsson vekur athygliá því að „stórfyrirtæki eins og Facebook veðji á Bretland eft- ir úrsögn lands- ins úr Evrópu- sambandinu. Á evrusvæðinu rík- ir samdráttur og ráðleysi. Eftir brexit eru Bret- ar í stakk búnir að skapa efna- hagsumhverfi sem þjónar breskum hags- munum. Heimsendaspámenn úr röðum ESB-sinna spáðu eymd og volæði á Bretlandseyjum eftir úr- sögn úr ESB. En allar líkur eru á að reyndin verði þveröfug, að Bretland taki hagvaxtarkipp með brexit.“    Þetta er rétt hjá Páli og ótalönnur dæmi mætti nefna. Þetta fagnaðarefni Breta eykur líkindi þess að fleiri ríki ESB muni síðar fylgja breska fordæm- inu og minnir á atriði sem halda verður til haga. Framgöngu sér- fræðinga, „óháðra stofnana“, og margra háskóladeilda sem töldu sig standa á efsta tindi þekkingar og bæri því að láta ljós sitt skína svo lýðurinn færi sér ekki að voða. En það reyndist villuljós.    Seðlabankar, fjármálafyrirtækiog „heildarsamtök“ fylgdu með fram af brúninni því hjarð- eðlið hefur yfirtekið of marga sem skreyta sig með fjöðrum fræða og vísinda þótt þeir veifi aðallega pólitískri fylgispekt sinni.    Enginn þessara hefur leiðréttvillandi og spillandi fram- göngu sína eða beðist velvirð- ingar á misbeitingu titla og trún- aðar. Enginn harmar opinberlega að hafa afhjúpað sig svo meinlega en þó hlýtur margur að gráta ör- lög sín á bak við luktar dyr. Páll Vilhjálmsson Blettur á brjóstinu STAKSTEINAR Samiðn, samband iðnfélaga, skrifaði í fyrradag undir samkomulag við rík- ið um breytingar og framlengingu á gildandi kjarasamningi. Samningur- inn gildir frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023. Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, sagði að samningurinn væri í samræmi við lífskjarasamn- ingana og í öllum meginatriðum samhljóða samningi Rafiðnaðarsam- bands Íslands við ríkið vegna raf- virkja. Samningurinn er afturvirkur og verður eingreiðsla gerð upp að frádreginni 105 þúsund króna fyrir- framgreiðslu sem félagsmenn fengu. Nýjar greinar bætast við samn- inginn um „önnur laun“ og „viðbót- arlaun“. Hilmar sagði að „önnur laun“ opnuðu fyrir möguleika á yfir- borgun vegna sérstakra viðvika. Hann nefndi t.d. sérstakt eftirlit með tækjum og búnaði. Einnig er hægt að setja yfirvinnukaup inn í þennan lið. Samningurinn nær til um 30-35 fé- lagsmanna Samiðnar. Hann verður kynntur á þriðjudag í næstu viku og að henni lokinni fer fram rafræn at- kvæðagreiðsla um samninginn. Samiðn á nú í kjaraviðræðum við Ísal, og Reykjavíkurborg auk þess sem viðræður við Norðurál eru ný- lega hafnar. gudni@mbl.is Samiðn gerði samning við ríkið  Er í meginatriðum samhljóða samningi Rafiðnaðarsambandsins Morgunblaðið/Brynjar Gauti Iðnaðarmenn Félagsmenn í Samiðn vinna m.a. við álver og hjá ríkinu. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Tilnefningarnefnd auglýsir eftir tilnefningum eða framboðum til stjórnar Tilnefningarnefnd Eikar fasteignafélags hf. auglýsir hér með eftir tillögum hluthafa að frambjóðendum til stjórnarkjörs sem og framboðum annarra til stjórnar Eikar vegna aðalfundar félagsins sem haldinn verður 2. apríl 2020. Eik fasteignafélag hf. Álfheimum 74, 104 Reykjavík www.eik.is Meginhlutverk tilnefningarnefndar er að vera ráðgefandi við kosningu stjórnarmanna. Nefndin skal fyrir hluthafafundi þar sem stjórnarkjör er á dagskrá leggja fram rökstudda tillögu um kosningu stjórnarmanna Eikar, þar sem m.a. er horft til hæfni, reynslu og þekkingar. Nefndin var stofnuð í samræmi við leiðbeiningar Viðskiptaráðs Íslands, Nasdaq Iceland og Samtaka atvinnulífsins um stjórnarhætti fyrirtækja og hefur þær til hliðsjónar í störfum sínum. Tveir nefndarmanna eru kjörnir á hluthafafundi og einn tilnefndur af stjórn félagsins. Tilkynning um framboð skal vera á sérstöku eyðublaði sem tilnefningarnefnd félagsins lætur í té og unnt er að nálgast á heimasíðu félagsins https://www.eik.is/fjarfestar/hluthafar/. Tillögur hluthafa og framboð skulu send á netfangið tilnefningarnefnd@eik.is eða í lokuðu umslagi á skrifstofu Eikar, eigi síðar en 20. febrúar 2020. Nefndin mun ekki leggja mat á tillögur eða framboð sem berast eftir framangreint tímamark. Í samræmi við grein 3.3 í starfsreglum nefndarinnar skulu tillögur hennar kynntar í fundarboði aðalfundar og vera aðgengilegar hluthöfum á heimasíðu félagsins eins fljótt og kostur er, en a.m.k. þremur vikum fyrir aðalfund. Starfsemi tilnefningarnefndar takmarkar ekki heimild frambjóðanda til þess að skila inn framboðum til stjórnar allt fram að 7 sólarhringum fyrir aðalfund í samræmi við 3. mgr. 20. gr. samþykkta félagsins. Reykjavík, 23. janúar 2020 Eik fasteignafélag hf. Halldór Hermannsson, fyrrverandi skipstjóri og útgerðarmaður á Ísafirði, lést á dvalar- heimilinu Hlíf í gær, 22. janúar. Halldór var fæddur á Svalbarði í Ögurvík í Ísafjarðar- djúpi 2. janúar 1934, sá 9. í röðinni í hópi ellefu barna þeirra Salóme Rannveigar Gunnarsdóttur og Hermanns Her- manssonar, útvegs- bónda og seinna verka- manns á Ísafirði. Halldór fluttist með foreldrum sínum ellefu ára gamall til Ísafjarð- ar og bjó þar æ síðan. Hann lauk landsprófi frá Gagnfræðaskóla Ísa- fjarðar og síðar hinu meira fiski- mannaprófi frá Stýrimannaskól- anum í Reykjavík. Ungur fór Halldór til sjós með föður sínum og var síðar stýrimað- ur og skipstjóri á ýmsum bátum og skipum frá Ísafirði. Hann festi kaup á 15 tonna bát, ásamt Óskari Jóhannessyni frá Dynjanda, árið 1968 en þeir gerðu út á rækju og línu í nokkur ár. Þremur árum síð- ar keyptu þeir 30 tonna bát og fyrstu beitingavélina sem kom hingað til lands. Þá starfræktu þeir rækjuverksmiðju á Ísafirði um nokkurt skeið. Halldór starf- rækti síðan einn lítið frystihús á Ísafirði í nokkur ár. Eftir að Halldór hætti í útgerð og fisk- vinnslu var hann hafn- arvörður og lóðs við Ísafjarðarhöfn. Hall- dór var formaður skipstjórafélagsins Bylgjunnar um árabil og síðar var hann for- maður Félags eldri borgara á Ísa- firði og stóð þá fyrir því að félagið kæmi sér upp félagsheimili. Einnig lét hann að sér kveða í stjórn- málum, svo sem á vettvangi Frjáls- lynda flokksins og var fyrir alþing- iskosningar 1999 í efsta sæti á framboðslista flokksins í Norður- landskjördæmi eystra. Eftirlifandi eiginkona Hallldórs er E. Katrín Gísladóttir, húsfreyja og fyrrverandi skrifstofumaður á Ísafirði. Börn þeirra eru Bergljót, Gunnar, Ragnheiður, Rannveig, Gísli Halldór, Hermann Jón og Guðmundur Birgir. Barnabörnin eru 19 og barnabarnabörnin 12. Andlát Halldór Hermannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.