Morgunblaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 47
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020
✝ Elísabet Á.Möller fæddist í
Vestmannaeyjum 4.
mars 1930. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Mörk 10. jan-
úar 2020.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Árni
Sigfússon útgerðar-
maður í Vest-
mannaeyjum, f.
31.7. 1887, d. 7.3.
1948, og Ólafía Sigríður Árna-
dóttir frá Gerðum í Garði, f. 8.5.
1895, d. 15.3. 1962 í Reykjavík.
Seinni eiginmaður Ólafíu var
séra Þórður Oddgeirsson, f.
1883, d. 1966. Systkini Elísabet-
ar voru: Jón Árni, f. 1916, d.
1970, Ragnheiður Á. Rogich, f.
1918, d. 1999, Guðni Hjörtur, f.
1920, d. 1965, Elín, f. 1927, d.
2003.
Elísabet giftist 16.3. 1951 Jó-
hanni G. Möller, skrifstofustjóra
OJ&Kaaber, f. 7.2. 1920, d. 26.2.
2011. Foreldrar hans voru Willi-
am Tómas Möller símstöðvar-
stjóri í Stykkishólmi, f. 1885, d.
1961, og Kristín Elísabet Sveins-
dóttir, f. 1979, d. 1926. Systkini
Jóhanns voru Guðrún Sveina
Möller, Óttarr Möller, Agnar
Möller og Kristín Möller sem öll
eru látin og William Thomas
urðar Friðrikssonar, f. 1979, er
Jóhann Georg Jónsson, f. 2005.
Börn Helgu og seinni eig-
inmanns, Péturs Ormslev, f.
1958, eru Gunnar Ormslev, f.
1987, og Elísabet Ormslev, f.
1993.
Elísabet ólst upp í Vestmanna-
eyjum til 16 ára aldurs en fór í
vist til móðursystur sinnar í
Keflavík, eftir að faðir hennar
varð fyrir fjárhagslegum áföll-
um. Hann lést síðan 1948 í flug-
slysi á Hellisheiði. Elísabet vann
svo á Skattstofunni í Reykjavík
fram að giftingu.
Þau hjónin voru útivistarfólk,
bridgespilarar, stunduðu lax-
veiði, skíði og ekki síst golf. El-
ísabet varð klúbbmeistari GR og
Íslandsmeistari kvenna í golfi
árið 1969. Þau Jóhann tóku virk-
an þátt í starfi Golfklúbbs
Reykjavíkur og Nesklúbbsins.
Jafnframt ruddu þau eigin hendi
6 holu golfvöll á sjávarbakk-
anum við Kotið þeirra í Stað-
arhverfi sem varð vísirinn að
Húsatóftarvelli og stofnun Golf-
klúbbs Grindavíkur þar sem þau
voru heiðursfélagar. Elísabet
tók lengi virkan þátt í starfi
kvenfélagsins Hringsins. Hún
starfaði á efri árum sem fram-
kvæmdastjóri Geðverndarfélags
Íslands og vann þar að ýmsum
framfaramálum fyrir félagið.
Útför Elísabetar fer fram frá
Garðakirkju á Álftanesi í dag,
23. janúar 2020, klukkan 13.
Möller. Þau bjuggu
fyrst að Mávahlíð
36, síðan að Sporða-
grunni 13 í Reykja-
vík og að lokum að
Naustahlein 20 í
Garðabæ. Eftir
andlát Jóhanns
flutti Elísabet á
Dalbraut 14 í
Reykjavík.
Börn Elísabetar
og Jóhanns eru: 1)
Árni Möller, fv. skrifstofustjóri
og bóndi, f. 18.1. 1952 í Reykja-
vík. Eiginkona hans er Signý
Pálsdóttir, f. 1950. Synir Árna
og fyrri eiginkonu hans Haf-
rúnar Kristjánsdóttur, f. 1954,
eru tveir: Jóhann Möller, f. 1975,
maki Anchana Meenoi, dóttir Su-
pattra Meenoi, og Eiður Á. Möll-
er, f. 1981. Börn Signýjar og
fyrri eiginmanns hennar, Ólafs
H. Torfasonar, f. 1947, d. 2017,
eru Melkorka Tekla, f. 1970,
Torfi Frans, f. 1975, og Guðrún
Jóhanna, f. 1977. Barnabörn
þeirra eru fimm. 2) Helga Möll-
er, söngkona og flugfreyja f.
12.5. 1957 í Reykjavík. Sambýlis-
maður Hafliði Halldórsson. Barn
Helgu og fyrri eiginmanns, Jó-
hanns Tómassonar, f. 1957, er
Maggý Helga Jóhannsdóttir f.
1979. Sonur hennar og Jóns Sig-
Eftir andlát Elísabetar hef ég
farið yfir myndasafn þeirra
hjóna, einkum með augastað á
henni sem bar gælunafnið Dúddí.
Myndirnar staðfesta margt sem
hún hefur sagt mér úr lífi sínu.
Augað grípur gullfallega ferm-
ingarstúlku með þykkt og dökkt
liðað hár, þar sem hún situr bros-
andi í hvítum blúndukjól á sjáv-
arbakka í Vestmannaeyjum með
Elliðaey og Eyjafjallajökul í bak-
sýn. Lífið blasir við henni, hún er
námshestur og stefnir á Mennta-
skólann í Reykjavík. En örlögin
gripu í taumana þegar útgerðar-
maðurinn faðir hennar varð fyrir
miklu fjárhagstjóni og lést síðan
voveiflega í flugslysi. Á næstu
mynd sést hún 16 ára gömul við
jólaborðið hjá Eiríku móðursyst-
ur sinni í Keflavík þar sem hún er
komin í vist á góðu heimili sem
hún annast á meðan húsbændur
sinna miklu félagslífi. Á næstu
myndum er hún komin til
Reykjavíkur, alltaf jafn falleg og
vel klædd eins og sjá má á mynd
sem hún hefur skrifað aftan á
„Skvísurnar á Skattstofunni“.
Þar vann hún þar til hún giftist 21
árs glæsimenninu Jóhanni G.
Möller sem var 10 árum eldri. Og
við tók heimilishald og barnsfæð-
ingar, sem gengu reyndar ekki
áfallalaust, en Árni og Helga
komust á legg og urðu augastein-
ar foreldranna. Myndirnar sýna
líka námsmeyjar í Húsmæðra-
skólanum á Laugarvatni, glæsi-
leg boð á heimili þeirra Jóhanns,
útilegur, laxveiðar við Hítará,
bridgespil, sumarbústaðinn Kot-
ið og síðast en ekki síst golfið. El-
ísabet hóf golfiðkun á eftir Jó-
hanni, en náði skjótt svo miklum
árangri að hún hampaði fjölda
bikara, bæði hjá Nesklúbbnum,
Golfklúbbi Reykjavíkur og sem
Íslandsmeistari kvenna. Hún var
samt ekkert að stæra sig af
þessu, faldi bikarana úti í bílskúr
og sagði þetta bara hafa verið
verkefni eins og hvað annað sem
hún vildi sinna sem best. En
þannig var hún, hógvær og ein-
stakur dugnaðarforkur. Líkam-
inn fann ætíð fyrir afleiðingum
grjótburðar af sjávarbakkanum
við Kotið þeirra í Staðarhverfi
sem varð vísirinn að Húsatóftar-
velli og stofnun Golfklúbbs
Grindavíkur. Hún brann fyrir
starf sitt við Geðvernd þar sem
hún vann á seinni hluta ævinnar.
Mér var hún einstaklega góð
tengdamóðir þá tæpu þrjá ára-
tugi sem leiðir okkar lágu saman.
Það var alltaf mikil reisn yfir El-
ísabetu og ég bar of mikla virð-
ingu fyrir henni til að ávarpa
hana með gælunafni. Hún var
bráðgreind, ótrúlegur lestrar-
hestur bæði á íslensku, ensku og
dönsku, gjafmild með afbrigðum,
og stolt af eiginmanni, ættingjum
og ekki síst afkomendum sínum.
Það þarf ekki að orðlengja gest-
risnina, fegurð heimilisins og
hversu fullkomin húsmóðir hún
var, en þar miðlaði hún ýmsu til
tengdadótturinnar. Mér fannst
alltaf gaman að spjalla við hana
og hún átti til að vera skemmti-
lega afdráttarlaus í afstöðu sinni
til manna og málefna. Alltaf hélt
hún reisn sinni þótt af henni
drægi og var glæsileg fram að
andlátsstund. Starfsfólk hjúkr-
unarheimilisins Markar sinnti
henni af mikilli alúð. Hún elskaði
Jóhann sinn heitt og var farin að
þrá að hitta hann aftur. Blessuð
sé minning hennar og þeirra Jó-
hanns beggja. Ég kveð hana með
kærleika og þakklæti.
Signý Pálsdóttir.
Elsku amma mín hefur yfir-
gefið þennan heim og sit ég hér
eftir með allar minningarnar
mínar um hana. Ég eyddi löngum
stundum á heimili ömmu og afa í
Sporðagrunni. Lengi vel var ég
eina ömmustelpan og fékk
óskipta athygli þeirra beggja. Ég
fékk að sitja uppi á eldhúsbekkn-
um á meðan amma eldaði og fékk
að taka þátt í matseldinni. Ég var
svo heppin að fá að fara með
ömmu og afa í Kotið og þar naut
ég mín til hins ýtrasta. Amma
kenndi mér allt um garðyrkju og
enn þann dag í dag man ég nöfnin
á öllum plöntunum sem uxu suð-
ur með sjó.
Amma átti ekki alltaf auðvelt
líf en aldrei heyrðist hún kvarta.
Amma var sterk og ákveðin og
þrjósk.
Allt þetta eru kostir sem ég
vona að ég geti tileinkað mér í
mínu eigin lífi. Ég kveð ömmu
mína með söknuði og þakklæti
fyrir allar góðu stundirnar.
Dagleiðin erfið er,
óvíst hvert stefna ber,
leið mig
langa vegu
mjúka mildings höndin þín.
Sest ég við sólarlag,
sátt er við liðinn dag,
svæfir mig
svefni værum
mjúka mildings höndin þín.
(Eygló Eyjólfsdóttir)
Þín ömmustelpa,
Maggý Helga.
Elísabet Á. Möllerblómstrað og orðið að alvöruhagsmunasamtökum og fyrir það
geta stúdentar við HA verið afar
þakklátir.
Þegar skrifstofur náms- og
starfsráðgjafar fluttu urðum við
nágrannakonur og í kjölfarið urðu
samskipti okkar tíðari og óform-
legri. Ég hikaði ekki við að rölta
yfir til Sólveigar til þess að spyrja
spurninga um allt milli himins og
jarðar. Það var alltaf gott og
gagnlegt að bera undir hana hinar
ýmsu vangaveltur, ákvarðanir og
skoðanir. Hún hlustaði vel, ræddi
málin, var hreinskilin og gaf oftar
en ekki bestu ráðin. Vegna stað-
setningar skrifstofu SHA átti
nafna oft leið framhjá og það var
notalegt að heyra í upphafi hvers
morguns, „góðan daginn, nafna
mín“. Ég sakna þessarar ljúfu
morgunkveðju ásamt raulinu og
söngnum sem lýsti upp daginn.
Hún stoppaði gjarnan í dyragætt-
inni, ýmist til þess að spyrja frétta
eða til þess að pústa smá. Að því
loknu sögðum við alltaf „jæja,
áfram gakk“. Á erfiðum dögum
var líka einstaklega gott að rölta
yfir til nöfnu, setjast í stólinn og
létta aðeins á sér með kaffibolla í
hönd. Við þær aðstæður var eins
og alltaf hlustað vel og gefin ein-
læg ráð. Jafnvel tekið utan um
mann og stappað í mann stálinu.
Eftir slíkar stundir gat ég óhikað
haldið áfram með daginn, bros-
andi og upprétt.
Elsku nafna mín, takk fyrir ein-
stök kynni og öll samtölin, þau eru
mér afar dýrmæt og gáfu mér
mikið. Ég lofa þér því að halda
áfram og bera höfuðið hátt, vera
ætíð samkvæm sjálfri mér og
staðföst, bjartsýn og jákvæð. Ég
minnist þín með hlýju og þakk-
læti, þú verður mér alltaf kær um
ókomna tíð.
Orra vini mínum og fjölskyld-
unni allri sendi ég mínar dýpstu
samúðarkveðjur.
Sólveig María Árnadóttir,
formaður Stúdentafélags
Háskólans á Akureyri.
Komið er að kveðjustund, okk-
ar ástkæra samstarfskona Sól-
veig Hrafnsdóttir, forstöðumaður
Miðstöðvar náms- og starfsráð-
gjafar við Háskólann á Akureyri,
er fallin frá og skilur eftir sig stórt
skarð í okkar einingu og hjörtum.
Sólveig var fyrsti náms- og
starfsráðgjafi HA og starfaði
óslitið við skólann frá árinu 1995
og allt til dauðadags. Hún gegndi
þeirri stöðu ein síns liðs í 22 ár og
byggði starfsemina upp frá
grunni, ásamt því að sitja í ýmsum
nefndum og sinna óteljandi verk-
efnum innan skólans. Þegar við
hófum að starfa með henni varð
okkur ljóst hvílíkur dugnaðar-
forkur hún var. Hún var mikill
eldhugi, með ómældan drifkraft
og óhrædd við hvers lags áskor-
anir. Hún hugsaði og vann hraðar
en flestir.
Sólveig fylgdist með nýjungum
og átti gott samstarf við ráðgjafa
og fræðimenn í háskólum hér-
lendis og ekki síður erlendis, enda
hafði hún myndað töluvert tengsl-
anet við háskóla víða um heim.
Fagþekking og framsýni hennar
nýttist nemendum vel þegar nám
skólans þróaðist yfir í sveigjan-
legra form, hún vatt sér í að hanna
hin ýmsu námstækni- og próf-
kvíðanámskeið í vefútgáfum og
var líklega frumkvöðull í rafrænni
þjónustu á því sviði í námsráðgjöf
hérlendis. Einnig hannaði hún og
stýrði verkefninu Námstuð, sem
ætlað var fyrsta árs nemendum til
stuðnings og til að sporna við
brottfalli. Jafnt aðgengi að námi
og ráðgjöf var henni hugleikið og
vann hún ötult starf með jafnrétti
og réttlæti að leiðarljósi.
Fyrst og fremst sinnti hún þó
hefðbundinni náms- og starfsráð-
gjöf og bar hag nemenda ávallt
fyrir brjósti. Hún bjó yfir miklum
baráttuanda og var drifin áfram
af seiglu sem sennilega var henni í
blóð borin. Þeir mannkostir hjálp-
uðu henni í erfiðum veikindum
sem hún tókst á við af einstökum
styrk.
Elsku Sólveig, nú sitjum við
hér tvær í musterinu þínu sem þú
byggðir upp í aldarfjórðung af
miklum metnaði fyrir nemendur.
Fyrst og síðast erum við þakklát-
ar fyrir samstarfið og að hafa
kynnst þér sem manneskju, feng-
ið að ganga þennan spöl með þér í
gleði og gráti, baráttu, sorgum og
sigrum. Þú varst óspör að gefa af
þér, full af visku og fróðleik og
sagðir okkur sögur á þinn ein-
staka hátt, en nú verða þær því
miður ekki fleiri. Nú syngur þú
með fallegu gyðjunum þínum í
Sumarlandinu, þú syngur einnig
áfram í hjörtum okkar allra sem
fengum að kynnast þér.
Hver lítil stjarna, sem lýsir og hrapar,
er ljóð sem himininn sjálfur skapar.
Hvert lítið blóm, sem ljósinu safnar,
er ljóð um kjarnann, sem vex og
dafnar.
Hvert lítið orð, sem lífinu fagnar,
er ljóð við sönginn sem aldrei þagnar.
(Davíð Stefánsson)
Elsku Kiddi, Sindri og Orri,
missir ykkar er mikill. Megi hlýj-
ar minningar um einstaka konu
styrkja ykkur í sorginni. Við vott-
um ykkur, fjölskyldu og vinum
okkar dýpstu samúð.
Árný Þóra Ármannsdóttir
og Ólína Freysteinsdóttir,
Miðstöð náms- og starfs-
ráðgjafar HA.
Fyrir nokkrum árum stofnuðu
átta konur á Akureyri klúbb sem
þær nefndu Lessystur. Einu sinni
í mánuði á veturna hittust þær á
heimilum hver annarrar, snæddu
saman kvöldverð, ræddu um bæk-
ur og nutu dýrmætra samvista.
Flestar höfðu þær líkan bak-
grunn, voru eða höfðu verið kenn-
arar á ýmsum skólastigum, og
jafnvel unnið saman um lengri
tíma. Aðrar þekktust ekkert – en
þrátt fyrir það varð til afar sam-
heldinn hópur þar sem trúnaður
ríkti og allir fengu að blómstra.
Í dag kveðjum við eina af okkar
kæru systrum, Sólveigu Hrafns-
dóttur. Hún var sterkur persónu-
leiki, hæfileikarík og hreinskiptin.
Eftir að alvarlegt mein fannst hjá
henni fyrir rúmum tveimur árum
leyfði hún okkur, eins og öðrum
vinum sínum, að fylgjast með
framvindu sjúkdómsins. Hún
mætti honum af miklum kjarki og
raunsæi, ákveðin í að njóta hverr-
ar stundar sem gafst. Sólveig bjó
líka yfir ýmsu sem styrkti hana í
baráttunni.
Hún sótti í arfleifð og kraft
kvenna langt aftur í aldir og lét
viðteknar venjur samfélagsins
ekki stjórna lífi sínu. Og svo átti
hún sterkan bakhjarl í eiginmanni
sínum og besta vini.
Ég man þegar ég fyrst kom inn
á heimili Sólveigar og Kristjáns. Á
köldu vetrarkvöldi var þar hlýtt
og notalegt – og húsið angaði af
sterku kryddi. Húsbóndinn hafði
eldað kvöldverð fyrir kvennahóp-
inn. Og þegar bókmenntaumræð-
an hófst fengum við að vita að þau
höfðu lesið ljóð úr nýrri bók hvort
fyrir annað. Sólveig var sérstak-
lega handgengin ljóðum og söng-
textum og hafði sterka tilfinningu
fyrir takti háttbundins kveðskap-
ar. Þetta tengdist svo aftur tón-
listarhæfileikum hennar sem birt-
ust í fagurri söngrödd. Ekki þótti
henni heldur verra ef húmor var
með í skáldskapnum.
Samvinna þeirra Kristjáns og
Sólveigar, sem birtist þetta kvöld,
varð síðar grunnurinn að óbilandi
samstöðu þeirra á erfiðum tímum
og því hvernig þau náðu að nýta
tíma sinn til uppbyggilegrar sam-
veru heima og erlendis.
Sólveigar verður sárt saknað í
hópnum okkar. Við þökkum
hverja stund með henni og minn-
ingar um hlýtt faðmlag, blik í
auga og dillandi hlátur munu lifa.
Söngur Sólveigar mun einnig
áfram verma hjörtu þeirra sem
hana syrgja.
Við vottum Kristjáni, Sindra,
Orra og fjölskyldum þeirra samúð
okkar og biðjum þeim blessunar.
F.h. Lessystra,
Svanfríður Larsen.
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Lára Árnadóttir,
umsjón útfara
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
hluttekningu og alúð við andlát ástkærrar
eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu,
ÓLAFAR EINARSDÓTTUR
hárgreiðslumeistara,
Engjaseli 52,
sem lést á Landspítala í Fossvogi 13. nóvember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar
þakkir til starfsfólks deildar B2 í Fossvogi, sem annaðist hana á
dánardegi.
Bogi Þórðarson
Þórður Birgir Bogason Tinna Björk Baldvinsdóttir
Einar Þór Bogason Jana Friðfinnsdóttir
Aron Baldvin, Dara Sóllilja, Stígur Diljan, Snæfríður Eva,
Tandri og Ýrr
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
RUTH ERLA ÁRMANNSDÓTTIR,
Laufásvegi 11,
lést föstudaginn 20. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Margrét Þórðardóttir
Halldóra Lydía Þórðardóttir Steindór Gunnlaugsson
og fjölskyldur
Sálm. 6.3
biblian.is
Líkna mér, Drottinn,
því að ég er
magnþrota,
lækna mig, Drottinn,
því að bein mín
tærast af ótta.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað
útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar