Morgunblaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020
Stjórn Akureyrarstofu hefur fjallað um breyttan stuðning
við upplýsingamiðstöðvar ferðamála og telur nauðsynlegt
að Akureyrarbær endurskoði aðkomu sína að rekstri upp-
lýsingamiðstöðvar, samkvæmt fundargerð frá 9. janúar. Þá
var stefnt að því að halda fund með hagsmunaaðilum til að
ræða framtíð upplýsingamiðstöðvarinnar á Akureyri og
markaðssetningu ferðaþjónustunnar á svæðinu „ekki síst í
því ljósi að opna eigi aðra gátt inn í landið og hún verði á
Akureyri“.
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir að
ekki sé búið að halda fundinn og að bærinn muni ekki taka
afstöðu í málinu fyrr en búið er að funda með aðilum.
„Við erum svolítið uggandi yfir því að það komi ekki sérstakt fjármagn
lengur í þennan rekstur,“ sagði Ásthildur.
Ekki lengur sérstakt fjármagn
AKUREYRARSTOFA FJALLAR UM BREYTINGUNA
Ásthildur
Sturludóttir
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Upplýsingagjöf til ferðamanna er
óðum að færast í stafrænt form.
Ferðamálastofa hefur því ákveðið að
í stað þess að styðja rekstur ellefu
staðbundinna upplýsingamiðstöðva
ferðamanna verði stuðningnum
beint til sjö markaðsstofa landshlut-
anna. Þær ráða því hvort pening-
arnir fara í rafræna upplýsinga-
miðlun eða til
reksturs upplýs-
ingamiðstöðva.
Skarphéðinn
Berg Steinarsson
ferðamálastjóri
sagði að undan-
farin ár hefði
Ferðamálastofa
stutt rekstur ell-
efu upplýsinga-
miðstöðva. „Það
er unnið að því að efla forræði lands-
hlutanna og tengist hugsuninni um
áfangastaðaáætlanir og áfangastaða-
stofur,“ sagði Skarphéðinn.
„Rafræn miðlun er skilvirkasta
aðferðin við að miðla upplýsingum
til ferðamanna. Við höfum hvatt
upplýsingamiðstöðvar til að vinna í
samræmi við það,“ sagði Skarphéð-
inn. Hann benti á að ferðamenn
þyrftu að mæta á upplýsinga-
miðstöðvar á þeim tíma sem þær
væru opnar til að njóta þjónustu
þeirra. Þær þjónuðu ferðamönnum
sem væru komnir en ekki þeim sem
undirbyggju ferð til Íslands.
Aðgengilegri upplýsingar
Stafrænar upplýsingar á netinu
eru hins vegar aðgengilegar allt árið
á öllum tímum sólarhringsins og
hvar í heiminum sem fólk hefur net-
aðgang.
Skarphéðinn sagði að þeir fjár-
munir sem væru til ráðstöfunar
mundu áfram renna til upplýsinga-
miðlunar til ferðamanna. Markaðs-
stofurnar eru sjö og fær hver 3,4
milljónir á ári nema Markaðsstofa
Norðurlands sem fær 6,8 milljónir,
enda umdæmi hennar stærst, sam-
tals 27,2 milljónir.
Reykjavíkurborg lokaði upplýs-
ingamiðstöð ferðamanna fyrir
nokkru. „Í staðinn höfum við notað
peningana í verkefni með Reykja-
víkurborg við að þróa snjallvædda
og sjálfvirka svörun fyrirspurna
enda er algengt að spurt sé sömu
spurninga,“ sagði Skarphéðinn.
Upplýsingamiðstöðvar ferða-
manna sem fengu styrki af opin-
beru fé voru eða eru í Reykjavík, á
Keflavíkurflugvelli, í Reykjanesbæ,
Borgarnesi, á Ísafirði, í Varmahlíð,
á Akureyri, Egilsstöðum, Seyðis-
firði, Höfn og í Hveragerði. Auk
þeirra er fjöldi upplýsingamiðstöðva
fyrir ferðamenn sem ýmist eru
reknar af einkaaðilum eða sveitar-
félögum, gjarnan í samvinnu við
ferðamálasamtök og markaðs-
skrifstofur, samkvæmt vef Ferða-
málastofu.
Áherslan á stafræna miðlun
Stafræn upplýsingagjöf til ferðamanna er að koma í staðinn fyrir staðbundn-
ar upplýsingamiðstöðvar Heimamenn ráða því hvernig þeir standa að málum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ferðamenn Ferðamálastofa hvetur til stafrænnar miðlunar upplýsinga til ferðalanga í stað upplýsingamiðstöðva.
Skarphéðinn Berg
Steinarsson
Sníkjudýrið leishmania greindist ný-
verið í fyrsta skipti í hundi hér á
landi, en hundurinn var fluttur til Ís-
lands árið 2018 frá Spáni. Helsta
smitleið leishmaníu er með sand-
flugum en smitið getur einnig borist
milli hunda við pörun, frá tíkum til
hvolpa og við bit. Smitið berst ekki
með snertingu. Matvælastofnun hef-
ur gefið fyrirmæli um pörunarbann
og nánari rannsóknir að því er fram
kemur í tilkynningu frá stofnuninni.
Hundurinn sem um ræðir hefur
verið notaður á nokkrar tíkur við
ræktun og undan honum er komið
eitt got. Til að hindra smitdreifingu
hefur Matvælastofnun gefið fyrir-
mæli um að hundurinn verði ekki
paraður við fleiri tíkur. Jafnframt
eru nánari rannsóknir í undirbún-
ingi, m.a. til að kanna hvort tíkurnar
hafi smitast.
Þótt leishmania hafi ekki áður
greinst í hundi eða öðrum dýrum hér
á landi hefur hún greinst í fólki sem
smitast hefur erlendis. Sníkjudýrið
er frumdýr sem berst oftast milli
einstaklinga, bæði dýra og manna,
með sérstökum tegundum af sand-
flugum sem lifa ekki hér á landi.
Einkenni sjúkdómsins í hundum
eru breytileg, allt frá staðbundnum
sýkingum í húð yfir í sýkingar í flest-
um innri líffærum sem geta valdið
dauða. Meðhöndlun er erfið og ólík-
legt að með henni náist að ráða nið-
urlögum sýkingarinnar að fullu en
meðhöndlunin getur hægt á sjúk-
dóminum og haldið niðri einkennum.
AFP
Hundar Þeir geta fengið sýkingar
alveg eins og mannfólkið.
Sníkjudýr
greindist
í hundi
Getur borist milli
hunda við pörun
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is |
Opið alla virka daga kl. 10-17
Starfsmannamyndir
fyrir öll fyrirtæki og stofnanir
Skjót
og hröð
þjónust
a
Þarftu að láta
gera við?
FINNA.is