Morgunblaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020 Stjórn Akureyrarstofu hefur fjallað um breyttan stuðning við upplýsingamiðstöðvar ferðamála og telur nauðsynlegt að Akureyrarbær endurskoði aðkomu sína að rekstri upp- lýsingamiðstöðvar, samkvæmt fundargerð frá 9. janúar. Þá var stefnt að því að halda fund með hagsmunaaðilum til að ræða framtíð upplýsingamiðstöðvarinnar á Akureyri og markaðssetningu ferðaþjónustunnar á svæðinu „ekki síst í því ljósi að opna eigi aðra gátt inn í landið og hún verði á Akureyri“. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir að ekki sé búið að halda fundinn og að bærinn muni ekki taka afstöðu í málinu fyrr en búið er að funda með aðilum. „Við erum svolítið uggandi yfir því að það komi ekki sérstakt fjármagn lengur í þennan rekstur,“ sagði Ásthildur. Ekki lengur sérstakt fjármagn AKUREYRARSTOFA FJALLAR UM BREYTINGUNA Ásthildur Sturludóttir Guðni Einarsson gudni@mbl.is Upplýsingagjöf til ferðamanna er óðum að færast í stafrænt form. Ferðamálastofa hefur því ákveðið að í stað þess að styðja rekstur ellefu staðbundinna upplýsingamiðstöðva ferðamanna verði stuðningnum beint til sjö markaðsstofa landshlut- anna. Þær ráða því hvort pening- arnir fara í rafræna upplýsinga- miðlun eða til reksturs upplýs- ingamiðstöðva. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri sagði að undan- farin ár hefði Ferðamálastofa stutt rekstur ell- efu upplýsinga- miðstöðva. „Það er unnið að því að efla forræði lands- hlutanna og tengist hugsuninni um áfangastaðaáætlanir og áfangastaða- stofur,“ sagði Skarphéðinn. „Rafræn miðlun er skilvirkasta aðferðin við að miðla upplýsingum til ferðamanna. Við höfum hvatt upplýsingamiðstöðvar til að vinna í samræmi við það,“ sagði Skarphéð- inn. Hann benti á að ferðamenn þyrftu að mæta á upplýsinga- miðstöðvar á þeim tíma sem þær væru opnar til að njóta þjónustu þeirra. Þær þjónuðu ferðamönnum sem væru komnir en ekki þeim sem undirbyggju ferð til Íslands. Aðgengilegri upplýsingar Stafrænar upplýsingar á netinu eru hins vegar aðgengilegar allt árið á öllum tímum sólarhringsins og hvar í heiminum sem fólk hefur net- aðgang. Skarphéðinn sagði að þeir fjár- munir sem væru til ráðstöfunar mundu áfram renna til upplýsinga- miðlunar til ferðamanna. Markaðs- stofurnar eru sjö og fær hver 3,4 milljónir á ári nema Markaðsstofa Norðurlands sem fær 6,8 milljónir, enda umdæmi hennar stærst, sam- tals 27,2 milljónir. Reykjavíkurborg lokaði upplýs- ingamiðstöð ferðamanna fyrir nokkru. „Í staðinn höfum við notað peningana í verkefni með Reykja- víkurborg við að þróa snjallvædda og sjálfvirka svörun fyrirspurna enda er algengt að spurt sé sömu spurninga,“ sagði Skarphéðinn. Upplýsingamiðstöðvar ferða- manna sem fengu styrki af opin- beru fé voru eða eru í Reykjavík, á Keflavíkurflugvelli, í Reykjanesbæ, Borgarnesi, á Ísafirði, í Varmahlíð, á Akureyri, Egilsstöðum, Seyðis- firði, Höfn og í Hveragerði. Auk þeirra er fjöldi upplýsingamiðstöðva fyrir ferðamenn sem ýmist eru reknar af einkaaðilum eða sveitar- félögum, gjarnan í samvinnu við ferðamálasamtök og markaðs- skrifstofur, samkvæmt vef Ferða- málastofu. Áherslan á stafræna miðlun  Stafræn upplýsingagjöf til ferðamanna er að koma í staðinn fyrir staðbundn- ar upplýsingamiðstöðvar  Heimamenn ráða því hvernig þeir standa að málum Morgunblaðið/Árni Sæberg Ferðamenn Ferðamálastofa hvetur til stafrænnar miðlunar upplýsinga til ferðalanga í stað upplýsingamiðstöðva. Skarphéðinn Berg Steinarsson Sníkjudýrið leishmania greindist ný- verið í fyrsta skipti í hundi hér á landi, en hundurinn var fluttur til Ís- lands árið 2018 frá Spáni. Helsta smitleið leishmaníu er með sand- flugum en smitið getur einnig borist milli hunda við pörun, frá tíkum til hvolpa og við bit. Smitið berst ekki með snertingu. Matvælastofnun hef- ur gefið fyrirmæli um pörunarbann og nánari rannsóknir að því er fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni. Hundurinn sem um ræðir hefur verið notaður á nokkrar tíkur við ræktun og undan honum er komið eitt got. Til að hindra smitdreifingu hefur Matvælastofnun gefið fyrir- mæli um að hundurinn verði ekki paraður við fleiri tíkur. Jafnframt eru nánari rannsóknir í undirbún- ingi, m.a. til að kanna hvort tíkurnar hafi smitast. Þótt leishmania hafi ekki áður greinst í hundi eða öðrum dýrum hér á landi hefur hún greinst í fólki sem smitast hefur erlendis. Sníkjudýrið er frumdýr sem berst oftast milli einstaklinga, bæði dýra og manna, með sérstökum tegundum af sand- flugum sem lifa ekki hér á landi. Einkenni sjúkdómsins í hundum eru breytileg, allt frá staðbundnum sýkingum í húð yfir í sýkingar í flest- um innri líffærum sem geta valdið dauða. Meðhöndlun er erfið og ólík- legt að með henni náist að ráða nið- urlögum sýkingarinnar að fullu en meðhöndlunin getur hægt á sjúk- dóminum og haldið niðri einkennum. AFP Hundar Þeir geta fengið sýkingar alveg eins og mannfólkið. Sníkjudýr greindist í hundi  Getur borist milli hunda við pörun Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Opið alla virka daga kl. 10-17 Starfsmannamyndir fyrir öll fyrirtæki og stofnanir Skjót og hröð þjónust a Þarftu að láta gera við? FINNA.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.