Morgunblaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a
60+ÁBENIDORM
– fáðumeira út úr fríinu
meðBirgitte Bengtsson
19. apríl í 16 nætur
Verð frá kr.
168.995
19. apríl í 19 nætur
Verð frá kr.
188.995
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Erla María Markúsdóttir
Sigurður Bogi Sævarsson
Borgarstjóri verður að mæta okk-
ur, segir Sólveig Anna Jónsdóttir
formaður Eflingar – stéttarfélags.
Á fundi í Iðnó í gær kynnti félagið
hugmyndir sínar gagnvart Reykja-
víkurborg í kjaraviðræðum sem nú
standa yfir. Gerð er krafa um að
desemberuppbót hækki úr um 97
þús. kr. í rúm 380 þús. kr. í janúar
2022. Einnig að orlofsuppbót fari
úr 51 þús. kr. í um 190 þús. kr. í
janúar 2022. Samtals er því krafan
um hækkun rúm 420 þús. kr.
Samningar lausir í 10 mánuði
Samningar Eflingar við borgina
hafa verið lausir í tíu mánuði. Gerð
nýs samnings er komin nokkuð
áleiðis og á fundinum í gær upplýsti
Viðar Þorsteinsson, framkvæmda-
stjóri Eflingar, að búið væri að
ganga frá mikilvægum atriðum, svo
sem taxta, vinnutímastyttingu í
dagvinnu og gildistíma og for-
sendum samningsins. Ekki verður
þó gengið til samninga fyrr en nið-
urstaða úr starfi vaktavinnuhóps
liggur fyrir. „Það sem eftir stendur
eru raunhæfar tillögur til lausnar
sem borgin getur komið með svar
við,“ sagði Viðar á fundinum í gær.
Eflingarfólk óskaði sérstaklega
eftir því að Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri mætti á Iðnófundinn í
gær. Hann varð ekki við því, sem
Sólveig Anna Jónsdóttir sagði vera
sárt en fjarvera hans kom ekki á
óvart.
Í fílabeinsturni
„Hann er bara í sínum fílabeins-
turni,“ sagði Sólveig Anna í sam-
tali við mbl.is og bætti við að sér
þætti mikilvægt að eiga viðræður
við borgarstjóra um stöðu lág-
launahópa fyrir opnum tjöldum. Á
hinn bóginn hefur borgarstjóri
sagt að hann vilji gera allt sem í
hans valdi stendur til að flýta því
að samningar borgarinnar við Efl-
ingu náist sem fyrst. Hann vilji þó
ekki gera neitt sem grafi undan
umboði samningarnefndar borg-
arinnar. Alls starfa um 1.800
manns úr röðum Eflingar hjá
Reykjavíkurborg, þar af um 1.000
á leikskólum. Þetta fólk greiðir nú
atkvæði um verkfall og bíl frá
stéttafélaginu merktur slagorð-
unum Borgin er í okkar höndum er
þessa dagana ekið milli vinnustaða
þar sem atkvæðum greiddum utan
kjörfundar er safnað saman. Kosn-
ingarþátttaka þykir ágæt en verði
verkfall samþykkt hefst það fyrsta
4. febrúar kl. 12.30 og stendur til
miðnættis. Ef semst ekki fylgja
fleiri verkföll sem frá degi til dags
standa mislengi.
Morgunblaðið/Eggert
Formaður Mikilvægt að eiga viðræður við borgarstjóra um stöðu láglaunahópa, segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Borgin svari raunhæfum
tillögum til lausnar deilu
Efling kynnir kröfur og félagsmenn kjósa um verkfall
Sigurður Bogi Sævarsson
Ragnhildur Þrastardóttir
Stjórn Sorpu bs. samþykkti á fundi sínum í
gær að afþakka vinnuframlag Björns H. Hall-
dórssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins,
meðan fjallað verður nánar um mál er hann
varðar. Á fundinum var kynnt skýrsla Innri
endurskoðunar Reykjavíkurborgar um ástæð-
ur frávika á áætluðum framkvæmdakostnaði
vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í
Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi.
„Stjórn var aldrei upplýst“
Alls fór kostnaður við byggingu stöðvarinn-
ar um 1,4 milljarða kr. fram úr áætlun. Sú stað-
reynd þótti tilefni til endurskoðunar og skýrsla
um málið var afhent stjórn Sorpu hinn 30. des-
ember sl. Framkvæmdastjóranum var 6. jan-
úar sl. gefinn frestur til andmæla.
Innri endurskoðun telur alvarlegan mis-
brest hafa orðið í upplýsingagjöf fram-
kvæmdastjóra til stjórnar þegar verkfræði-
stofan Mannvit lagði fram áætlun um
byggingu jarðgerðarstöðvarinnar einum mán-
uði eftir að fimm ára áætlun Sorpu fyrir árin
2919-2023 var samþykkt. Þar var áætlaður
kostnaður 500 milljónum kr. hærri en stjórn
hafði ráðgert. „Stjórn var aldrei upplýst um
hina nýju áætlun né kom hún til umfjöllunar á
vettvangi hennar,“ segir í skýrslunni.
„Gera ætti kröfu til þess að við stórar verk-
framkvæmdir á vegum byggðasamlags í eigu
sveitarfélaga væru lög um skipan opinberra
framkvæmda höfð til hliðsjónar á öllum stigum
verkframkvæmdar. Að mati Innri endurskoð-
unar má rekja þá stöðu, sem stjórn stóð
frammi fyrir í júní sl., til veikleika í áætlunar-
gerð og samræmdri upplýsingagjöf um þróun
kostnaðar. Rætt hefur verið um að félagsform
SORPU sem byggðasamlags hafi neikvæð
áhrif á möguleika kjörinna fulltrúa til að sinna
eftirlitshlutverki sínu. Að mati Innri endur-
skoðunar gefur byggðasamlagsformið ekki
síðri möguleika til eftirlits m.a. út frá því að
með gildandi fyrirkomulagi, sem kveðið er á
um í eigendastefnu SORPU, hafa handhafar
eigendavalds ítarlegra hlutverki að gegna en
t.d. í almennu hlutafélagaformi,“ segir í endur-
skoðunarskýrslunni.
„Mér finnst mikilvægt að undirstrika að
þessi skýrsla var gerð að frumkvæði stjórnar
og hún varpar ljósi á marga þætti sem út af
brugðu í þessu máli. Við munum að svo komnu
máli á meðan framkvæmdastjóri hefur and-
mælafrest við bréfi sem við sendum honum
ekki tjá okkur um einstök atriði skýrslunnar,“
segir Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður
Sorpu.
Hann telur að efla mætti byggðasamlög á
höfuðborgarsvæðinu með aukinni samvinnu
eða jafnvel sameiningu. Það gæti tryggt að
betur væri staðið að ráðstöfun fjármuna og
fleiri mikilvægum þáttum.
Misbrestir á mörgum stöðum
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins
í borgarstjórn Reykjavíkur, segir í samtali við
Morgunblaðið að skýrslan varpi ljósi á lausa-
tök í rekstri Reykjavíkurborgar. Ljóst sé að
verkferlum hafi ekki verið fylgt í rekstri Sorpu
og reyndar ýmsum fleiri málum sem upp hafa
komið á síðustu misserum.
„Í Sorpumálinu eru misbrestir í áætlana-
gerð, upplýsingagjöf og eftirliti. Útkoman er
svo sú að verkefnið fer fram úr áætlun sem
nemur vel á annað milljarð króna. Þetta mál er
alfarið á ábyrgð meirihlutans í Reykjavík þar
sem meirihlutinn einn á fulltrúa í Sorpu. Svar
hans verður svo væntanlega að draga eigi lær-
dóm af málinu en það svar höfum við bara svo
oft heyrt áður í sambærilegum málum. Námið
er dýrkeypt og árangur lítill,“ segir Eyþór.
Alvarlegir misbrestir og veikleiki
Stjórn Sorpu bs. vék í gær framkvæmdastjóra félagsins tímabundið frá störfum Úttekt Innri
endurskoðunar á stjórnarháttum og áætlunargerð gas- og jarðgerðarstöðvar kynnt í stjórn Sorpu
Morgunblaðið/Frikki
Sorpa Kostnaður við byggðinu gas- og
jarðgerðarstöðvar fór fram úr áætlunum.
Loðnutorfur fundust vestur af Kol-
beinseyjarhrygg og úti við land-
grunnsbrúnina að Kögurgrunni nú
fyrr í vikunni í leiðangri undir for-
ystu Árna Friðrikssonar, skips Haf-
rannsóknastofnunar. Því til viðbótar
taka Hákon EA og grænlenska skip-
ið Polar Aamaroq þátt í leitinni.
Skipin eru nú komin inn til Ísafjarð-
ar vegna veðurs en fara vætanlega út
aftur á morgun, föstudag, og þá á að
leita loðnu út af Vestfjörðum alveg
suður í Víkurál.
„Magnið sem við fundum er ekki
mikið svo vonin um að hægt sé að
gefa út kvóta og hefja veiðar er ekki
endilega mikil. Við skulum þó spyrja
að leikslokum,“ sagði Birkir Bárðar-
son fiskifræðingur í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi.
Heilmikil yfirferð
„Við erum búnir að taka heilmikla
yfirferð að undanförnu, alveg frá
Hvalbak fyrir austan land og nú er-
um við komnir vestur og erum að
ljúka þessu. Förum svo aftur í febr-
úar og tökum þá annan svipaðan
rúnt á miðunum í kringum landið.
Jú, þetta er vissulega orðið spenn-
andi – en við höfum samt sem áður –
svo ég segi nú alveg eins og það er –
ekki séð það magn af loðnu við landið
nú að undanförnu að ég geti verið
sérstaklega bjartsýnn á framhaldið,“
sagði Birkir. sbs@mbl.is
Loðnan fannst
en í litlu magni
Lítil bjartsýni um kvóta og vertíð
Skýrsla Innri endurskoð-
anda Reykjavíkur ein-
kennist af röngum,
ótraustum og samheng-
islausum ályktunum.
Þetta segir Björn H. Hall-
dórsson, fram-
kvæmdastjóri Sorpu, í yf-
irlýsingu. Hann bendir á
að endurskoðandi hafi
áður sagt að miða skuli
áætlanir um kostnað við fullhannað mann-
virki en ekki frumkostnað, eins og oft sé
raunin í opinberri umfjöllun. Þó sé slíkt
gert nú, í úttekt á kostnaði við byggingu
gas- og jarðgerðarstöðina. Ef kostnaður
við framkvæmdir sé miðaður við stöðina
fullhannaða sé hann 11,7% umfram áætl-
anir, en algeng óvissuviðmið í verkefnum
sem þessu sé 10-15%.
„Væri því helst sanngjarnt að álykta að
kostnaðaráætlanir hefðu staðist fremur
vel en illa,“ segir Björn í yfirlýsingunni.
RÖNG OG ÓTRAUST SKÝRSLA
Björn H.
Halldórsson
Segir áætlanir
hafa staðist vel