Morgunblaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020
AFP
Faraldur Sóttvarnagrímur eru nú algeng sjón í Kína vegna faraldursins en 17 manns hafa látist af völdum hans.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Kínversk stjórnvöld vöruðu við því í
gær að kórónaveiran, sem valdið hef-
ur faraldri í Kína, gæti tekið stökk-
breytingum og dreifst víðar. Sögðu
yfirvöld brýnt að fólk héldi sig fjarri
Wuhan, borginni þar sem veikin kom
upp. Fyrsta tilfelli veirunnar í
Bandaríkjunum fannst í fyrrakvöld,
og verður öllum flugferðum frá
Wuhan til Bandaríkjanna beint til
fimm flugvalla þar sem hægt er að
greina líkamshita farþega.
Kínversk heilbrigðisyfirvöld
kynntu jafnframt í gær aðgerðir til
þess að reyna að halda útbreiðslu
sjúkdómsins niðri. Þar á meðal á að
taka upp sótthreinsun á flugvöllum
og rútumiðstöðvum, og einnig í flug-
vélum og innan í lestum.
Búið er að aflýsa stórum viðburð-
um í Wuhan-borg, og hafa landsleik-
ir í undankeppni Ólympíuleikanna í
kvennaknattspyrnu, sem áttu að
fara þar fram, verið færðir til Nanj-
ing. Gestum til Kína hefur verið sagt
að forðast borgina, og íbúum hennar,
sem eru um 11 milljónir, hefur verið
ráðlagt að yfirgefa ekki miðborg
hennar. Zhou Xianwang, borgar-
stjóri Wuhan, sagðist í gær ráð-
leggja fólki að koma ekki til borg-
arinnar nema það væri í algjörlega
nauðsynlegum erindagjörðum. Þá
hefur gestum í nokkrum hópferðum
sem komu til borgarinnar verið
meinað að yfirgefa hana um stund-
arsakir vegna faraldursins.
Óttast frekari útbreiðslu
Sjúkdómurinn leggst á öndunar-
færi fólks. Li Bin, aðstoðarheilbrigð-
isráðherra í Kína, sagði á blaða-
mannafundi sínum í Peking í gær að
sá möguleiki væri til staðar að veiran
gæti stökkbreyst þannig að hún ætti
auðveldara með að fara á milli
manna.
Meira en 500 manns hafa nú sýkst
í Kína og hafa flest tilfellin komið
upp í Wuhan. Í máli Li kom fram að
1.394 manns væru enn undir lækn-
ishendi vegna gruns um að þeir
hefðu smitast.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin,
WHO, hélt neyðarfund í gær, þar
sem rætt var hvort lýsa ætti yfir al-
þjóðlegu neyðarástandi vegna sjúk-
dómsins, en hans hefur nú orðið vart
í Kína, Bandaríkjunum, Taívan, Taí-
landi, Japan, Suður-Kóreu og
Makau. Þá lýstu yfirvöld í Hong
Kong því yfir í gær að grunur léki á
að fyrsta tilfellið hefði uppgötvast í
borginni, en það mun ekki fást end-
anlega staðfest fyrr en í dag.
Versluðu með villidýrahræ
Kínversk stjórnvöld hafa flokkað
faraldurinn á sama hættustig og
SARS-faraldurinn á sínum tíma.
Þeir sem greinast með veikina eru
settir í einangrun og hafa yfirvöld
heimild til að setja upp sóttkví ef
þörf krefur.
Hins vegar hefur enn ekki verið
komist að því hvaðan veiran, sem
fengið hefur fræðiheitið 2019-nCoV,
kom nákvæmlega, að öðru leyti en að
fyrstu tilfellin hafa verið rakin til
götumarkaðar í Wuhan, sem opin-
berlega var sagður selja sjávarfang.
Verðlisti frá markaðnum gengur
hins vegar nú manna á milli á kín-
verskum samfélagsmiðlum, en þar
má sjá að verslað hefur verið með
bæði lifandi og dauð landspendýr
þar. Mun hafa verið hægt að kaupa
þar lifandi refi, krókódíla, yrðlinga
og rottur. Þá var einnig boðið upp á
svonefnda desketti eða þefketti, en
þeir voru taldir hafa stuðlað að
SARS-faraldrinum á sínum tíma.
Kínversk stjórnvöld bönnuðu alla
verslun með villt dýr í kjölfar SARS-
faraldursins, og segja kínversk sótt-
varnayfirvöld ljóst að veiran hafi
fyrst komið upp á markaðnum í
Wuhan þar sem hin ólöglega verslun
fór fram.
Fleiri taka upp eftirlit
Sífellt fleiri ríki bætast í hóp
þeirra sem hafa tekið upp eftirlit
með farþegum sem koma frá Wuhan
og nálægum héruðum í Kína. Þannig
tilkynntu stjórnvöld á Bretlandi og á
Ítalíu í gær að þau hygðust rannsaka
farþega frá Wuhan.
Bandarísk stjórnvöld tilkynntu að
maðurinn sem þar greindist með
veiruna væri nú undir eftirliti, en
hann væri ekki alvarlega veikur.
Maðurinn, sem búsettur er í ná-
grenni Seattle, var á ferðalagi um
Wuhan og kom til Bandaríkjanna
tveimur dögum áður en farið var að
skima eftir veikinni á flugvöllum. Gaf
hann sig sjálfur fram við heilbrigðis-
yfirvöld.
Óttast að veiran stökkbreytist
Sautján látist af völdum kórónaveirunnar Fyrsta tilfellið komið upp í Banda-
ríkjunum Bretar og Ítalir hefja eftirlit á flugvöllum með farþegum frá Wuhan
Kórónaveiran
» Staðfest var í gær að 17 hefðu
látist af völdum veirunnar.
» Meira en 500 manns hafa nú
smitast af lungnabólgu vegna
hennar.
Óháðir sérfræð-
ingar í mannrétt-
indamálum á
vegum Samein-
uðu þjóðanna til-
kynntu í gær að
þeir hefðu fengið
upplýsingar um
að brotist hefði
verið í síma Jeffs
Bezos, eiganda
verslunarsíð-
unnar Amazon, í maí 2018 úr snjall-
símaforriti, sem skráð væri á Mo-
hammad bin Salman, krónprins
Sádi-Arabíu.
Sögðu sérfræðingarnir á blaða-
mannafundi sínum í Genf að upp-
lýsingarnar krefðust þess að rann-
sakað yrði þegar í stað hvað væri
hæft í þeim, en slík rannsókn myndi
kalla á aðgang að síma krónprins-
ins. Sendiráð Sádi-Arabíu í Banda-
ríkjunum vísaði ásökununum til
föðurhúsanna og sagði að þær væru
„fráleitar með öllu“.
Vilja rannsaka síma
bin Salmans vegna
gruns um tölvuglæp
Jeff
Bezos
SVISS
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Mikill hiti í
umræðum
um ákæru
Demókratar á
Bandaríkjaþingi
hófu í gær munn-
legan málflutning
í réttarhöldunum
gegn Donald
Trump Banda-
ríkjaforseta, sem
nú fara fram í
öldungadeild
þingsins. Þing-
menn flokkanna tveggja fóru í hár
saman í fyrrinótt og spruttu upp
heitar umræður um þær reglur sem
Mitch McConnell, leiðtogi repúblik-
ana í deildinni, lagði til að yrðu sett-
ar til grundvallar réttarhöldunum,
en demókratar höfðu sagt þær miða
að því að hylma yfir embættisafglöp
Trumps.
Umræðurnar stóðu yfir í þrettán
klukkutíma, en þeim lauk með at-
kvæðagreiðslum sem fóru nær alfar-
ið eftir flokkslínum, en repúblikanar
hafa 53 þingsæti af 100 í öldunga-
deildinni. Málflutningur demókrata
mun nú standa yfir fram til næst-
komandi föstudags áður en verj-
endur taka til máls.
Mitch
McConnell
Atkvæði féllu nær
öll eftir flokkslínum
Luigi Di Maio,
utanríkis-
ráðherra Ítalíu
og formaður
Fimmstjörnu-
hreyfingarinnar,
tilkynnti í gær að
hann hygðist
segja af sér for-
mennsku í
flokknum.
Talið er að af-
sögnin tengist héraðskosningum
sem haldnar verða á sunnudaginn,
en skoðanakannanir benda til þess
að hreyfingin muni þar gjalda af-
hroð, á sama tíma og Bandalagið,
sem áður sat í stjórn með Fimm-
stjörnuhreyfingunni, hefur bætt við
sig miklu fylgi. Fimmstjörnuhreyf-
ingin situr nú í ríkisstjórn með sósí-
aldemókrötum, en bandalag flokk-
anna þykir óstöðugt. Gert var ráð
fyrir að Di Maio yrði áfram utan-
ríkisráðherra, a.m.k. um sinn.
ÍTALÍA
Luigi Di Maio segir
af sér formennsku
Luigi
Di Maio