Morgunblaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020 SNJALLTÆKJA VIÐGERÐIR allar tegundir síma, spjaldtölva og Apple tölva MI 9T 64GB Verð: 61.990 kr. MI A3 64GB Verð: 35.990 kr. REDMI 7A 32GB Verð: 19.990 kr. Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a MI HOME ÖRYGGIS MYNDAVÉL 360° Verð: 9.990 kr. SNJALLSÍMAR SNJALLHEIMILIÐ fleiri vörur á smartfix.is AMAZFIT GTR 47/42MMÚR Verð: 34.990 kr. / 33.990 kr. QICYCLE RAFMAGNSHJÓL Verð: 149.990 kr. 45 KM DRÆGNI MI ROBOT RYKSUGA Verð: 49.990 kr. Í liðinni viku birtist í ViðskiptaMogganum viðtal sem var með hreinum ólíkindum. Þar var rætt við Guð- rúnu Jóhannsdóttur, sem kennd er við versl- unina Kokku á Lauga- vegi, en hún er jafn- framt formaður Miðborgarinnar okkar. Þar heggur sá er hlífa skyldi en í viðtalinu ræðst Guðrún með offorsi á fjölda kaupmanna, raunar afgerandi meirihluta kaup- manna við Laugaveg, Skólavörðustíg og Bankastræti, og gerir lítið úr ára- langri baráttu þeirra gegn lokunum gatna sem hafa stórskaðað rekstur og valdið því að mikill fjöldi verslana og veitingahúsa hefur lagt upp laupana ellegar flust annað þar sem aðgengi er gott og næg bílastæði. Í viðtalinu kemur fram að Guðrún álítur mótmæli afgerandi meirihluta rekstraraðila gegn götulokunum sem „reglulegar upphrópanir örfárra kaupmanna“. Konu sem ber titilinn formaður Miðborgarinnar okkar stæði nær að hlusta á raddir megin- þorra kaupmanna sem hafa tekið af- gerandi afstöðu gegn götulokunum. Málflutningur Guðrúnar er sem endurómur úr Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem tekin hefur verið einarðleg afstaða gegn kaupmönnum í mið- bænum og rekstri þeirra. Í grein Guðrúnar kemur fram að 60 nýir aðilar hafi nýverið tekið til starfa á svæðinu. Þessir 60 aðilar eru hvorki við Laugaveg né Skólavörðu- stíg. Þarna er farið með hrein ósann- indi. Hér er í engu getið þeirra sem hætt hafa starfsemi á síðasta ári eða flutt sig annað. Okkur langar að beina orðum beint að Guðrúnu: Veistu hversu margir rekstraraðilar hurfu af svæðinu á síðasta ári? Voru þeir 70 eða 100? Jafnvel fleiri? Nei, þú kýst að geta þeirra í engu. Væntanlega vegna þess að það hent- ar ekki málstað borg- aryfirvalda. Á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs stóð Miðbæjar- félagið í Reykjavík (ekki það sama og Miðborgin okkar) fyrir undir- skriftasöfnun þar sem lokunum gatna var mótmælt. Undir listana rituðu 247 rekstaraðilar af Laugavegi. Bankastræti, Skólavörðustíg og allra næsta nágrenni, eða rúmlega 90% þeirra sem tóku afstöðu. Afgerandi meirihluti er gegn götulokunum. Af þessum 247 aðilum sem skrifuðu und- ir eru yfir 40 horfnir á innan við einu ári ásamt nokkrum sem skrifuðu ekki undir. Hversu margir skyldu enn vera hér starfandi ef á okkur hefði verið hlustað og látið af lokunum gatna? Þar sem niðurstaða undirskrifta- söfnunarinnar var hvorki þér né borgaryfirvöldum að skapi beittir þú þér fyrir því að Miðborgin okkar léti gera sína eigin könnun. Til þess að gefa þeirri könnun aukið vægi voru Samtök verslunar og þjónustu fengin í samstarf. Nú skyldi þessi háværi „minnihluti“ fá það óþvegið! Zenter- rannsóknir voru fengnar til verksins og könnunin stóð yfir frá 9. maí til 7. júní. Niðurstöðurnar voru algjörlega á skjön við það sem stjórnendur borg- arinnar og þín samtök höfðu vænst og var niðurstaðan í takt við okkar könn- un. Afgerandi meirihluti rekstrar- aðila leggst gegn götulokunum í heildina. Aðeins rekstrarðilar á Hafn- artorgi, í Kvosinni og á Granda vilja göngugötur. Ætli þeir vilji láta loka götum fyrir framan hjá sér – eða vilja þeir bara loka götum annars staðar? Ekki urðum við mikið vör við að niðurstöður þessarar könnunar væru kynntar opinberlega enda hvorki þér né borgaryfirvöldum að skapi. Ætlar Miðborgin okkar ekki að taka mark á niðurstöðunni? Til hvers var eig- inlega farið út í gerð þessarar könn- unar? Hvers konar stjórn er þetta hjá Miðborginni okkar sem hunsar vilja þeirra sem þeir segjast vera að vinna fyrir? Eru það hagsmunir stjórnenda Reykjavíkurborgar sem þið eruð að gæta? Hvernig getur svona stjórn og for- maður Miðborgarinnar okkar starfað í andstöðu við afgerandi vilja rekstraraðila? Já, við bara spyrjum! Grein þessi er skrifuð fyrir hönd eftirtalinna fyrirtækja: Ertu ekki að gleyma einhverju, Guðrún í Kokku? » Afgerandi meirihluti er gegn götulok- unum. Af þessum 247 aðilum sem skrifuðu undir eru yfir 40 horfnir á innan við einu ári ásamt nokkrum sem skrifuðu ekki undir. Morgunblaðið/Eggert Nokkrar niðurstöður úr könnun Miðborgarinnar okkar og Samtaka verslunar og þjónustu. Ítrekað skal að könn- unin er Miðbæjarfélagi Reykjavíkur algjörlega óviðkomandi. Eftir Bolla Kristinsson Bolli Kristinsson Verslunin Brynja Herrafataverslun Guðsteins Gleraugnamiðstöðin Vinnufatabúðin Kós leður Dún og fiður Dimmalimm Litla jólabúðin Litla gjafavörubúðin Gull og silfur Jón og Óskar Stella Gullkúnst Helgu Ófeigur skartgripir Hárskeri almúgans Vitinn Mónakó Gleraugnasalan L-65 Rossopomodoro Íslandsapótek, Stefán Bogi, Metal design Anna María Design
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.