Morgunblaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020 ENNMEIRI VERÐ- LÆKKUNÁ ÚTSÖLU- VÖRUM SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS NÁNAR Í SÍMA 585 4000 EÐA Á UU.IS TENERIFE PARQUE CRISTOBAL 3* VERÐ FRÁ 117.900 KR. Á MANN MIÐAÐ VIÐ 2 FULLORÐNA & 2 BÖRN 18. - 25. MARS Guðni Einarsson gudni@mbl.is Úrvinnslusjóður á í stökustu vand- ræðum með að sinna þeim verk- efnum sem honum hafa þegar verið falin við núverandi kringumstæður. Að óbreyttu getur sjóðurinn ekki tekið við nýjum verkefnum. Þetta kemur fram í bréfi Félags atvinnu- rekenda, Samtaka fyrirtækja í sjáv- arútvegi, Samtaka iðnaðarins og SVÞ - Samtaka verslunar og þjón- ustu til fjármála- og efnahagsráðu- neytisins 6. janúar sl. Samrit var sent til umhverfis- og auðlindaráðu- neytisins. Umrædd félög og samtök eiga öll fulltrúa í stjórn Úrvinnslu- sjóðs en auk þeirra sitja þar tveir fulltrúar Sambands íslenskra sveit- arfélaga og formaður skipaður af umhverfis- og auðlindaráðherra. Samtökin segja að grundvallar- breyting hafi orðið á starfsskil- yrðum sjóðsins við gildistöku laga um opinber fjármál (123/2015). Sam- kvæmt lögum um úrvinnslugjald (162/2002) skuli tekjur af úrvinnslu- gjaldi, þar með taldar vaxtatekjur, renna óskiptar til Úrvinnslusjóðs að undanþegnu 0,5% umsýslugjaldi. Þegar lög um opinber fjármál tóku gildi fóru tekjur af úrvinnslugjaldi að renna í ríkissjóð þar sem þær eru meðhöndlaðar sem hverjar aðrar skatttekjur. Á móti fær Úrvinnslu- sjóður fjárframlag í fjárlögum hvers árs. Í bréfinu er bent á að þar með byggist tekjustreymi sjóðsins ekki lengur á hreinni tekjuöflun af inn- flytjendum og framleiðendum sam- kvæmt ákvæðum laga um úrvinnslu- gjald heldur á stjórnmálalegri ákvarðanatöku um forgangsröðun framlaga til ríkisverkefna. Ekki hægt að skila ársuppgjöri Samtökin fern segja að meðferð tekna af úrvinnslugjaldi sem ríkis- tekna, þrátt fyrir að þær séu í lög- um tilgreindar sem tekjur Úr- vinnslusjóðs, hafi haft bæði bein áhrif á afkomu sjóðsins og mögu- leika hans til að afla og miðla full- nægjandi upplýsingum um starf- semina. „Alvarleiki málsins endurspeglast m.a. í því að stjórn sjóðsins hefur ekki verið fært að gera, skila og birta ársreikninga Úr- vinnslusjóðs um þriggja ára skeið …“ Í niðurlagi bréfsins skora sam- tökin á ráðherrana „að sameinast um það verkefni að finna án tafar viðunandi lausn sem gerir Úr- vinnslusjóði fært, að teknu tilliti til krafna EES-samningsins um framleiðendaábyrgð í þessum mála- flokki, að starfa áfram á grundvelli þess samstarfs sem um langa hríð hefur tryggt árangursríka niðustöðu í úrvinnslumálum á Íslandi“. Úrvinnslusjóður í kreppu  Mikil breyting varð þegar tekjur af úrvinnslugjaldi fóru að renna í ríkissjóð í stað þess að fara í Úrvinnslusjóð Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Úrvinnsla Á meðal vöruflokka með úrvinnslugjaldi eru ökutæki, hjólbarð- ar, spilliefni, veiðarfæri, raftæki, umbúðir, heyrúlluplast, pappi og pappír. Humarveiðar ársins verða í lágmarki eins og var í fyrra. Hafrannsókna- stofnun ráðleggur að humaraflinn í ár verði ekki meiri en 214 tonn svo fylgjast megi með stærðar- samsetningu og dreifingu stofnsins. Í fyrra var heimilt að veiða 235 tonn, en fyrir um áratug var ársaflinn yfir tvö þúsund tonn á ári. Fyrirliggjandi gögn benda til að nýliðun sé í sögulegu lágmarki og að árgangar frá 2005 séu mjög litlir. Verði ekki breyting þar á má búast við áframhaldandi minnkun stofns- ins. Jónas P. Jónasson, fiskifræðing- ur, segir að mat á fjölda humarlirfa hafi verið heldur hærra 2019 en 2018. Af þeim megi þó ekki draga of miklar ályktanir þar sem mælingar á lirfum séu aðeins til fyrir þessi tvö ár. Meðalþyngd humars var mjög há í fyrra og skýrist að mestu af lítilli ný- liðun og þar af leiðandi er hlutdeild eldri humars há. Takmarkanir á svæðum Til að minnka álag á humarslóð ráðleggur Hafrannsóknastofnun að veiðar með fiskibotnvörpu verði áfram bannaðar á afmörkuðum svæðum í Breiðamerkurdjúpi, Hornafjarðardjúpi og Lónsdjúpi. Stofnstærð humars í stofnmæl- ingu 2019 lækkaði um 20% frá árinu 2016. Á sama tíma hefur veiðihlutfall minnkað úr 1.9% í 0.4%. Þéttleiki humarholna við Ísland mælist með því lægsta sem þekkist meðal þeirra humarstofna sem ICES veitir ráð- gjöf um. aij@mbl.is Humarveiðarnar áfram í lágmarki  Áframhaldandi minnkun stofnsins að óbreyttu  Nýliðun í sögulegu lágmarki Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vinnsla Humarinn flokkaður hjá Ramma hf. í Þorlákshöfn. Erla María Markúsdóttir Sigurður Bogi Sævarsson Kristján Þór Júlíusson, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, ítrek- aði á fundi stjórnskipunar- og eftir- litsnefndar Alþingis í gær að hann ætti engra sérstakra hagsmuna að gæta gagnvart Samherja. Tilefni fundarins var athugun nefndarinnar á hæfi Kristjáns Þórs í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja, en fyrir- tækið og starfsmenn þess eru sem kunnugt er sökuð um að hafa haft rangt við í viðskiptum sínum í Nami- bíu. Erfitt að greina á milli Þingnefndin óskaði þess við at- vinnuvega- og nýsköpunarráðuneyt- ið nýlega að fá upplýsingar um hvort starfsmenn þess væru hæfir að fara með stjórnvaldsúrskurði sem tengj- ast Samherja. Ráðherrann telur svo vera. Tengsl sín við Samherja segir Kristján þau að hann hafi í áratugi þekkt einn aðaleiganda fyrirtækisins og Þorstein Má Baldvinsson for- stjóra þess til skamms tíma. „Það var mitt mat að þau tengsl yllu ekki van- hæfi mínu í málum sem vörðuðu ekki mikilsverða hagsmuni,“ sagði Krist- ján Þór sem 1996-1998 var stjórnar- formaður Samherja. Hann kveðst þó, eftir að fjölmiðlar greindu frá við- skiptum Samherja í Namibíu, hafa sagt sig sem ráðherra frá málum er lúta að Samherja í því skyni að auka traust almennings á ráðuneyti sínu. Á nefndarfundinum í gær spurðu alþingismenn Kristján Þór út í sam- tal hans við Þorstein Má Baldvinsson þar sem ráðherrann spurði forstjór- ann hvernig Samherji ætlaði að bregðast við málinu. Um þetta sagði ráðherrann að erfitt gæti verið að greina á milli þess hvort vinir væru að tala saman eða ráðherra við for- svarsmann fyrirtækis. Eftir að Namibíumálið kom upp hefði sér þó fundist nauðsynlegt að koma sjónar- miðum á framfæri vegna orðspors ís- lensks sjávarútvegs. Ágreiningur kristallast Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir fundinn í gær hafa verið upp- lýsandi. Hann hafi sömuleiðis „krist- allað allan ágreining“ milli sín og sjávarútvegsráðherra. „Mér fannst ánægjulegt að heyra að hann vildi halda áfram þessu samtali við nefnd- ina,“ sagði Þórhildur Sunna. Hún ætlar að óska eftir frekari upplýsing- um frá ráðuneyti, sem svör Kristjáns Þórs kalla á. Segist ekki vanhæfur  Sjávarútvegsráðherra sat fyrir svörum um Samherjamálið hjá þingnefnd í gær  Óskað verður frekari upplýsinga Morgunblaðið/Árni Sæberg Fundur Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra fyrir þingnefnd í gær. Fremst situr Kristján Þór Skarphéð- insson ráðuneytisstjóri og til hægri þingmennirnir Óli Björn Kárason, Brynjar Níelsson og Þorsteinn Sæmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.