Morgunblaðið - 23.01.2020, Side 4

Morgunblaðið - 23.01.2020, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020 ENNMEIRI VERÐ- LÆKKUNÁ ÚTSÖLU- VÖRUM SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS NÁNAR Í SÍMA 585 4000 EÐA Á UU.IS TENERIFE PARQUE CRISTOBAL 3* VERÐ FRÁ 117.900 KR. Á MANN MIÐAÐ VIÐ 2 FULLORÐNA & 2 BÖRN 18. - 25. MARS Guðni Einarsson gudni@mbl.is Úrvinnslusjóður á í stökustu vand- ræðum með að sinna þeim verk- efnum sem honum hafa þegar verið falin við núverandi kringumstæður. Að óbreyttu getur sjóðurinn ekki tekið við nýjum verkefnum. Þetta kemur fram í bréfi Félags atvinnu- rekenda, Samtaka fyrirtækja í sjáv- arútvegi, Samtaka iðnaðarins og SVÞ - Samtaka verslunar og þjón- ustu til fjármála- og efnahagsráðu- neytisins 6. janúar sl. Samrit var sent til umhverfis- og auðlindaráðu- neytisins. Umrædd félög og samtök eiga öll fulltrúa í stjórn Úrvinnslu- sjóðs en auk þeirra sitja þar tveir fulltrúar Sambands íslenskra sveit- arfélaga og formaður skipaður af umhverfis- og auðlindaráðherra. Samtökin segja að grundvallar- breyting hafi orðið á starfsskil- yrðum sjóðsins við gildistöku laga um opinber fjármál (123/2015). Sam- kvæmt lögum um úrvinnslugjald (162/2002) skuli tekjur af úrvinnslu- gjaldi, þar með taldar vaxtatekjur, renna óskiptar til Úrvinnslusjóðs að undanþegnu 0,5% umsýslugjaldi. Þegar lög um opinber fjármál tóku gildi fóru tekjur af úrvinnslugjaldi að renna í ríkissjóð þar sem þær eru meðhöndlaðar sem hverjar aðrar skatttekjur. Á móti fær Úrvinnslu- sjóður fjárframlag í fjárlögum hvers árs. Í bréfinu er bent á að þar með byggist tekjustreymi sjóðsins ekki lengur á hreinni tekjuöflun af inn- flytjendum og framleiðendum sam- kvæmt ákvæðum laga um úrvinnslu- gjald heldur á stjórnmálalegri ákvarðanatöku um forgangsröðun framlaga til ríkisverkefna. Ekki hægt að skila ársuppgjöri Samtökin fern segja að meðferð tekna af úrvinnslugjaldi sem ríkis- tekna, þrátt fyrir að þær séu í lög- um tilgreindar sem tekjur Úr- vinnslusjóðs, hafi haft bæði bein áhrif á afkomu sjóðsins og mögu- leika hans til að afla og miðla full- nægjandi upplýsingum um starf- semina. „Alvarleiki málsins endurspeglast m.a. í því að stjórn sjóðsins hefur ekki verið fært að gera, skila og birta ársreikninga Úr- vinnslusjóðs um þriggja ára skeið …“ Í niðurlagi bréfsins skora sam- tökin á ráðherrana „að sameinast um það verkefni að finna án tafar viðunandi lausn sem gerir Úr- vinnslusjóði fært, að teknu tilliti til krafna EES-samningsins um framleiðendaábyrgð í þessum mála- flokki, að starfa áfram á grundvelli þess samstarfs sem um langa hríð hefur tryggt árangursríka niðustöðu í úrvinnslumálum á Íslandi“. Úrvinnslusjóður í kreppu  Mikil breyting varð þegar tekjur af úrvinnslugjaldi fóru að renna í ríkissjóð í stað þess að fara í Úrvinnslusjóð Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Úrvinnsla Á meðal vöruflokka með úrvinnslugjaldi eru ökutæki, hjólbarð- ar, spilliefni, veiðarfæri, raftæki, umbúðir, heyrúlluplast, pappi og pappír. Humarveiðar ársins verða í lágmarki eins og var í fyrra. Hafrannsókna- stofnun ráðleggur að humaraflinn í ár verði ekki meiri en 214 tonn svo fylgjast megi með stærðar- samsetningu og dreifingu stofnsins. Í fyrra var heimilt að veiða 235 tonn, en fyrir um áratug var ársaflinn yfir tvö þúsund tonn á ári. Fyrirliggjandi gögn benda til að nýliðun sé í sögulegu lágmarki og að árgangar frá 2005 séu mjög litlir. Verði ekki breyting þar á má búast við áframhaldandi minnkun stofns- ins. Jónas P. Jónasson, fiskifræðing- ur, segir að mat á fjölda humarlirfa hafi verið heldur hærra 2019 en 2018. Af þeim megi þó ekki draga of miklar ályktanir þar sem mælingar á lirfum séu aðeins til fyrir þessi tvö ár. Meðalþyngd humars var mjög há í fyrra og skýrist að mestu af lítilli ný- liðun og þar af leiðandi er hlutdeild eldri humars há. Takmarkanir á svæðum Til að minnka álag á humarslóð ráðleggur Hafrannsóknastofnun að veiðar með fiskibotnvörpu verði áfram bannaðar á afmörkuðum svæðum í Breiðamerkurdjúpi, Hornafjarðardjúpi og Lónsdjúpi. Stofnstærð humars í stofnmæl- ingu 2019 lækkaði um 20% frá árinu 2016. Á sama tíma hefur veiðihlutfall minnkað úr 1.9% í 0.4%. Þéttleiki humarholna við Ísland mælist með því lægsta sem þekkist meðal þeirra humarstofna sem ICES veitir ráð- gjöf um. aij@mbl.is Humarveiðarnar áfram í lágmarki  Áframhaldandi minnkun stofnsins að óbreyttu  Nýliðun í sögulegu lágmarki Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vinnsla Humarinn flokkaður hjá Ramma hf. í Þorlákshöfn. Erla María Markúsdóttir Sigurður Bogi Sævarsson Kristján Þór Júlíusson, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, ítrek- aði á fundi stjórnskipunar- og eftir- litsnefndar Alþingis í gær að hann ætti engra sérstakra hagsmuna að gæta gagnvart Samherja. Tilefni fundarins var athugun nefndarinnar á hæfi Kristjáns Þórs í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja, en fyrir- tækið og starfsmenn þess eru sem kunnugt er sökuð um að hafa haft rangt við í viðskiptum sínum í Nami- bíu. Erfitt að greina á milli Þingnefndin óskaði þess við at- vinnuvega- og nýsköpunarráðuneyt- ið nýlega að fá upplýsingar um hvort starfsmenn þess væru hæfir að fara með stjórnvaldsúrskurði sem tengj- ast Samherja. Ráðherrann telur svo vera. Tengsl sín við Samherja segir Kristján þau að hann hafi í áratugi þekkt einn aðaleiganda fyrirtækisins og Þorstein Má Baldvinsson for- stjóra þess til skamms tíma. „Það var mitt mat að þau tengsl yllu ekki van- hæfi mínu í málum sem vörðuðu ekki mikilsverða hagsmuni,“ sagði Krist- ján Þór sem 1996-1998 var stjórnar- formaður Samherja. Hann kveðst þó, eftir að fjölmiðlar greindu frá við- skiptum Samherja í Namibíu, hafa sagt sig sem ráðherra frá málum er lúta að Samherja í því skyni að auka traust almennings á ráðuneyti sínu. Á nefndarfundinum í gær spurðu alþingismenn Kristján Þór út í sam- tal hans við Þorstein Má Baldvinsson þar sem ráðherrann spurði forstjór- ann hvernig Samherji ætlaði að bregðast við málinu. Um þetta sagði ráðherrann að erfitt gæti verið að greina á milli þess hvort vinir væru að tala saman eða ráðherra við for- svarsmann fyrirtækis. Eftir að Namibíumálið kom upp hefði sér þó fundist nauðsynlegt að koma sjónar- miðum á framfæri vegna orðspors ís- lensks sjávarútvegs. Ágreiningur kristallast Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir fundinn í gær hafa verið upp- lýsandi. Hann hafi sömuleiðis „krist- allað allan ágreining“ milli sín og sjávarútvegsráðherra. „Mér fannst ánægjulegt að heyra að hann vildi halda áfram þessu samtali við nefnd- ina,“ sagði Þórhildur Sunna. Hún ætlar að óska eftir frekari upplýsing- um frá ráðuneyti, sem svör Kristjáns Þórs kalla á. Segist ekki vanhæfur  Sjávarútvegsráðherra sat fyrir svörum um Samherjamálið hjá þingnefnd í gær  Óskað verður frekari upplýsinga Morgunblaðið/Árni Sæberg Fundur Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra fyrir þingnefnd í gær. Fremst situr Kristján Þór Skarphéð- insson ráðuneytisstjóri og til hægri þingmennirnir Óli Björn Kárason, Brynjar Níelsson og Þorsteinn Sæmundsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.