Morgunblaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020 Byltingarkennd nýjung í margskiptum glerjum 50–65% stærra lessvæði Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgun- blaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru send- ar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Atvinna Hve lengi ætlar Evr- ópa að halda áfram að berjast gegn hlýnun jarðar með vindmyllur að vopni? Forysturíki Evrópubandalagsins eru að gefast upp á að styrkja vindmyllur, loka CO2-fríum kjarn- orkuverum og opna kolanámur. Ungmenni flykkjast úr skólum út á götur til að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda og heimta meiri aðgerð- ir. Enginn hefur sagt þessu unga fólki hvaða aðgerðir það eigi að heimta, en því hefur verið talin trú um að lausnin sé einföld ef allir standa saman. Það er því miður ekki svo. Það er ekkert einfalt fyrir undir- okuð og sveltandi ungmenni vanþró- aðra landa að standa með okkur gegn hlýnun loftslags. Það virkar ekki vel á þessi sömu ungmenni að vita okkur hér henda ómældum pen- ingum í tilgangslitlar aðgerðir í stað þess að hjálpa þeim til að ráða við þær breytingar sem eru að verða á þeirra högum. Því virðist sem við hér á Vesturlöndum getum ekki náð samstöðu með þjóðum sem þurfa meiri orku og öruggara lífsviðurværi til að tryggja fólki þar mannsæm- andi líf. Frekari skuldbindingar varðandi losun CO2 voru ekki samþykktar á Madríd-ráðstefnunni nú í desember. Mesta andstaðan kom frá Bandaríkj- unum, Rússlandi, Indlandi, Kína, Brasilíu og Sádi-Arabíu, sem er býsna sundurleitur ríkjahópur en inniheldur stóran hlut mannkyns. En hver er vandinn sem blasir við núna? Aðalritari rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslags- breytingar, Patricia Espinosa, orð- aði það svo eftir ráðstefnuna: „Þróuð ríki verða enn að koma til móts við kröfur þróunarríkja um aukna að- stoð í formi fjármagns, tækni og framleiðslutækja, en án þess geta þau hvorki komið sér upp grænni hagkerfum né byggt upp nægt þol gegn veðurfarsbreytingum.“ Með öðrum orðum: málið snýst enn á ný um þróunaraðstoð. Vestræn ríki þurfa núna að leggja meiri áherslu á raunhæfa þróunaraðstoð en síður á vindmyllur í garðinum heima. Málið snýst um að bæta getu þróunarríkj- anna til að takast á við hækkandi hitastig fremur en haldlitlar ráðstaf- anir til að halda því í skefjum. Bláa hagkerfið er orðið vinnuheiti hjá Alþjóðabankanum og innan al- þjóðasamfélagsins í framhaldi af loftslagsumræðunni. Það gefur okk- ur Íslendingum nýjar áskoranir til útrásar með okkar þekkingu á fiski- málum. Tækifæri er fyrir ungt fólk sem vill láta gott af sér leiða til fram- tíðar í okkar heimi sem og okkar samfélagi. Rammi bláa hagkerfisins er gagnasöfnun, greining og miðlun upplýsinga um hafið og allt sem því tengist. Hér á landi höfum við náð árangri umfram aðrar þjóðir í vernd og nýtingu fiskistofna sem byggist á vísindalegum upplýsingum um vist- kerfið. Hér hafa sjávarútvegurinn og fræðasamfélagið safnað saman upp- lýsingum um vistkerfi hafsins og bú- ið svo um að með virkri stýringu hafa orðið til arðbærar veiðar úr sjálf- bærum stofnum. Stundum er sagt að regnskógarnir séu lungu jarðar en það heiti á enn betur við þörungagróður úthafanna. Höfin og áhrif þeirra á veðurfar jarð- ar eru of lítið tengd umræðu um loftslagsmál og þær áskoranir sem þar bjóðast of lítið teknar til skoð- unar. Þessi hlið málsins hefur hlotið vaxandi athygli á síðustu árum. Með aukinni áherslu á höfin skapast meiri möguleikar fyrir okkur á Íslandi til að nýta okkar þekkingu á hafinu til bóta fyrir umhverfið. Þegar grannt er skoðað sést nefnilega að málið snýst um sjálfbærni alls lífs á jörð- inni og að tryggja öllu mannkyni mannsæmandi lífskjör, hvernig sem þau verða skilgreind í framtíðinni. Hér á Íslandi höfum við lengi lifað í nánum tengslum við hafið. Auðlind- ir hafsins skutu okkur úr stöðu þró- unarlands upp í að vera meðal rík- ustu þjóða heims á nokkrum áratugum. Við höfum lært að finna sjálfbærnimörk fiskistofna kringum landið, virða þau og stjórna fisk- veiðum okkar í samræmi við það. Við höfum hagrætt í veiðum, sparað eldsneyti, stundað rannsóknir til að auka verðmæti afurðanna, aukið ör- yggi sjómanna og aflað okkur mik- illar reynslu í alþjóðlegum við- skiptum. Alla þá þekkingu sem við höfum komið okkur upp á þessum sviðum getum við flutt út til þróun- arlanda sem lifa í nábýli við hafið og þau eru mörg. Á þessu sviði höfum við í raun þá stöðu að við gætum náð forystu á heimsvísu. Mikils er um vert, að við veljum verkefni okkar vel og setjum okkur raunhæf markmið fremur en óraun- hæf áform annarra. Mestum árangri getum við náð innan bláa hagkerf- isins á alþjóðavísu með því að hjálpa þróunarlöndum að koma upp sjálf- bæru þjóðfélagi sem byggist á sjálf- bærri nýtingu hafsins. Til þess þurf- um við samhent átak bæði unga fólksins og þeirra sem eldri eru. Beinum kröftum okkar þangað. Áskorun loftslagsbreytinga Eftir Elías Elíasson og Svan Guðmundsson Elías Elíasson » Alla þá þekkingu sem við höfum kom- ið okkur upp á þessum sviðum getum við flutt út til þróunarlanda sem lifa í nábýli við hafið og þau eru mörg. Elías er sérfræðingur í orkumálum og Svanur er sjávarútvegsfræðingur. eliasbe@simnet.is. svanur@husaleiga.is Svanur Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.