Morgunblaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 52
Marta María mm@mbl.is Hvers vegna fóruð þið af stað með fréttabréfið? „Greipur kom til mín og sagði að nú værum við að verða pínu gömul, þekktum allt og alla í menningarlíf- inu, en svo yrði ekki um aldur og ævi svo nú væri lag að hefja létt ritstörf, okkur og kannski öðrum til yndis. Við skyldum taka upp gamaldags rit- stjórnarhætti og senda fólki bréf og spara mögulegum áskrifendum enda- laust áreiti af kynningu á öllu því sem er í gangi hverju sinni og velja úr okk- ar uppáhaldssýningar og -viðburði og deila með þeim sem óskuðu. Ég var á kafi í að undirbúa opnun Sequences- myndlistarhátíðar þegar hann kom að máli við mig og hafði engan tíma til að segja nei. Við sammæltumst um að við hefðum engan áhuga á að vera fyrst með fréttirnar en skyldum leggja okkur fram um að velja fyrst og fremst það sem talaði sérstaklega til okkar. Ekkert lýðræðislegt, aldrei tæmandi listi, alltaf sérvalið og alltaf óháð,“ segir Edda og Greipur bætir við: „Mjög strategískt hjá mér, að ráð- ast til atlögu þegar Edda var á kafi í öðru. Enda virkaði það. Þetta er lítið verkefni til að halda okkur pínu á tán- um og hvetja okkur sjálf til að halda áfram að fylgjast með. Og vonandi verður það öðrum til gagns,“ segir hann. – Fyrir hvern er fréttabréfið? „Það er held ég fyrir fólk sem hefur áhuga á listum og menningu, langar að vita meira en finnst það kannski ekki nægilega duglegt að drífa sig. Okkur langar að gefa fólki ýmis sjón- arhorn á framboðið sem kannski virk- ar hvetjandi. Áramótaheitið gæti ver- ið að reyna að fara á fleiri listviðburði, setja sig betur inn í málin og þá eru meðmælin okkar góður leiðarvísir,“ segir hann. „Það er ekki skrifað sérstaklega fyrir menningarlærða eða innvígða, þó það geti aldeilis talað til þeirra, en er kannski einmitt hentugt fyrir þá sem hafa áhuga á menningunni og langar að vera með puttann á púls- inum, hvort sem þeir svo hafa sig af stað eða ekki. Það er engin skylda,“ segir Edda og Greipur bætir við: „En vonandi verða allir sem lesa aðeins spenntari fyrir vikið að drífa sig af stað.“ -Finnst ykkur fólk ekki nægilega duglegt að heimsækja menningar- viðburði? „Jú, fólk hér er ótrúlega duglegt í raun. Það sést vel á mikilli aðsókn á tónleika, til dæmis fyrir jólin og auð- vitað bara allt árið – sést líka á ríku- legu framboði á viðburðum og það er kannski þess vegna sem við viljum prófa að beina okkar eigin kastljósi á ákveðna viðburði,“ segir Greipur. „Ég held að það sé kannski bundið við hópa. Sumir fara aldrei á menn- ingarviðburði og það er miður. Þetta er að hluta til uppeldismál og þar gæti skólakerfið verið enn duglegra, nám- skráin býður alveg upp á það, en djúpt virðist á frekari útfærslum. Molarnir okkar geta því vel átt erindi bæði við þá sem fara aldrei á menn- ingarviðburði og eins þá sem eru að drukkna í upplýsingum og vilja ein- falda sér lífið,“ segir Edda. „En þá þarf fólk auðvitað að treysta okkur. Við veljum fáa viðburði úr miklu úrvali. Það er okkar áhersla,“ segir hann. Í fréttabréfinu ykkar er ítarleg um- fjöllun um hvern viðburð. Er það nauðsynlegt til þess að fá fólk til þess að mæta? „Nei, það held ég ekki, er það nokk- uð?“ spyr hann. „Alls ekki, en okkur liggur bara svo mikið á hjarta og langar að segja að- eins frá því sem við höfum valið úr flórunni. Annars held ég að við skrif- um mögulega allt of mikið. En þetta er á léttum nótum og ekki fræðileg skrif, kannski eins og sendibréf eða dagbók á góðum degi, fullt af upplýs- ingum fyrir þá sem langar að grúska, en auðvelt að skauta yfir og fanga að- alatriðin,“ segir hún. „Okkur finnst líka gaman að benda á tengingar sem við vitum af, setja hluti í samhengi, sýna hvað við erum vel með á nótunum,“ segir hann. „Við höfum mismikið spáð í það, skulum við segja. Ég er vön því að vera síðust með fréttirnar og muna aldrei slúður og þannig, en finnst þetta form nokkuð gott, er enda mikill aðdáandi dagbókaskrifa og á þær nokkuð margar í tilfinningakössunum í geymslunni,“ segir hún. Hvað finnst ykkur mest spennandi við menningarlífið í Reykjavík? „Það er ólgandi kraftur í því og hér ríkir einhugur um að menning sé mik- ilvæg. Það sést vel á listamannalaun- um til dæmis, að þau séu yfirhöfuð til, sem er stórkostlegt. Ég hef mjög gaman af litlum sýningarstöðum, til dæmis heimagalleríum og allskonar hreyfanlegri eða tímabundinni starf- semi. Hvatinn á bak við hana er oft annar en hjá stóru stofnununum og algerlega skilyrðislaus. Það er nauð- synlegt að hafa það í bland við þraut- seigu listamannareknu rýmin, söfnin, galleríin og alla hina menningarstað- ina,“ segir Edda. „Það er svo mikið um að vera og það er svo gaman. Og allt í graut. Við erum ótrúlega heppin hér. Hingað vilja koma heimsins færustu og fremstu listamenn og jafnvel stilla saman strengi sína með okkar fólki. Þetta hefur verið drifkraftur lengi og Vinirnir Edda Kristín Sigurjónsdóttir og Greipur Gíslason standa fyrir fréttabréfi um menningu sem kemur í tölvupósti hálfsmánaðarlega. Í fréttabréfinu, sem ber einfaldlega heitið Edda og Greipur mæla með, velja þau sýningar, viðburði og tón- leika sem þeim finnst standa upp úr. Þau hafa bæði brennandi áhuga á og mikla reynslu úr menningar- og listalífi landsins. Nenna ekki að skrifa fyrir ruslafötur landsmanna MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020 www.danco.is Heildsöludreifing Fullt af nýjungum í grænmetis- og vegan vörulínunni okkar Kynntu þér málið hjá söludeild okkar Veisluþjónustur Skólar • Mötuneyti Ný vefverslun fyrir fyrirtæki og verslanir á www.danco.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.