Morgunblaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 61
Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson
Yngstur Haukur Þrastarson, yngsti leik-
maður Íslands á EM, skýtur að marki
Svíanna í leiknum í Malmö í gærkvöld.
ÍÞRÓTTIR 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020
Þessa dagana er mikið rætt
um hvort fjölga eigi liðum og
leikjum í úrvalsdeild karla í fót-
bolta, og lengja tímabilið úr
fimm mánuðum í sex til sjö.
Jafnvel átta.
Flestir virðast sammála um að
leikjunum þurfi að fjölga og
tímabilið verði að lengja og í til-
lögu sem Skagamenn leggja fyrir
ársþing KSÍ í næsta mánuði er
lagt til að liðum verði fjölgað úr
tólf í sextán í tveimur áföngum,
þannig að þau verði 14 árið 2021
og 16 árið 2022.
Það þýðir að hvert lið myndi
spila 26 leiki í deildinni á næsta
ári og 30 leiki frá og með 2023, í
stað 22 eins og það hefur verið
frá árinu 2008 þegar liðum var
síðast fjölgað, úr tíu í tólf. Þá er
gert ráð fyrir 14 liða B-deild frá
2023.
Sitt sýnist hverjum eins og
við er að búast og helstu efa-
semdirnar í þessu snúa að því
hvort næg gæði verði til staðar
ef liðin verða fjórtán eða sextán
og hvort of margir leikir veki
minni áhuga en æskilegt væri.
Viðbúið er til dæmis að ef
átta leikir eru spilaðir í einni um-
ferð, jafnvel á sama deginum, þá
verði umfjöllun fjölmiðla um
suma þeirra frekar takmörkuð.
Mikil fjölgun leikja þýðir að
mótið þyrfti að hefjast í mars og
svo virðist sem flestallir séu til-
búnir til þess. Samt hafa ekki öll
félögin aðstöðu til að spila
heimaleiki á þeim árstíma.
En væri ekki nær að halda
óbreyttum fjölda liða, vera áfram
með tólf lið, og tvískipta frekar
deildinni að loknum hefð-
bundnum 22 umferðum?
Efri sex liðin myndu spila inn-
byrðis á lokakaflanum, einfalda
umferð, eða fimm leiki hvert, og
sama væri með neðri sex liðin.
Þá myndi hvert lið spila 27 leiki
og mikið meira yrði um hálfgerða
úrslitaleiki í lokaumferðunum,
bæði á toppi og botni.
Ef þetta reynist vel og auðvelt
verður að bæta við leikjum og
lengja tímabilið enn frekar væri
hægt að hafa þessa úrslita-
umferð tvöfalda og fara upp í 32
leiki á lið. Þetta fyrirkomulag er
fyrir hendi víða í Evrópu og virð-
ist hafa reynst ágætlega.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Norðmenn koma á fljúgandi sigl-
ingu inn í undanúrslit Evrópumóts
karla í handknattleik. Milliriðlunum
lauk í gærkvöld, þrjú lið frá Malmö
og þrjú frá Vínarborg fara í dag til
Stokkhólms til að spila um sex efstu
sætin á mótinu en hin sex sem kom-
ust í milliriðlana halda heimleiðis.
Norðmenn eru einir með fullt hús
stiga eftir bæði riðlakeppnina og
milliriðilinn. Þeir unnu alla sjö leiki
sína, síðast Slóveníu 33:30 í Malmö í
gær, í leik þar sem bæði lið hvíldu
marga lykilmenn. Sander Sagosen,
Kristian Björnsen og Christian
O’Sullivan komu lítið sem ekkert við
sögu hjá norska liðinu og sama var
að segja um Dean Bombac og Jure
Dolenec hjá Slóvenum.
Norðmenn voru komnir áfram eft-
ir leiki þriðjudagsins og Slóvenar
voru öruggir með undanúrslitasæti
eftir að Portúgal hafði unnið Ung-
verjaland á mjög sannfærandi hátt,
34:26, í fyrsta leik dagsins í Malmö.
Norska liðið mætir nú Króatíu í
undanúrslitunum í Stokkhólmi ann-
að kvöld. Króatar og Spánverjar
gerðu jafntefli, 22:22, í lokaumferð
milliriðilsins í Vínarborg í gær og
enduðu þar með efst, jöfn og tap-
laus. Spánn vann riðilinn á betri
markatölu og mætir því Slóvenum í
fyrri undanúrslitaleik morgundags-
ins í sænsku höfuðborginni.
Það sama var uppi á teningunum
hjá Spánverjum og Króötum og hin-
um tveimur, kraftarnir voru spar-
aðir fyrir undanúrslitin. Igor Kara-
cic fór á kostum með króatíska
liðinu og skoraði 10 mörk en miðju-
maðurinn snjalli Luka Cindric var
hvíldur vegna meiðsla. Alex Dujs-
hebaev skoraði sex mörk fyrir Spán-
verja.
Portúgalar voru í raun sigurveg-
arar gærdagsins með frammistöð-
unni gegn Ungverjum. Þeir tryggðu
sér þriðja sæti riðilsins og um leið
sæti í undankeppni Ólympíu-
leikanna, ásamt Slóvenum. Um leið
lokuðu þeir endanlega á allar vonir
Íslands í þeim efnum.
Norðmenn á flugi
í undanúrslitin
AFP
Sigurganga Kevin Gulliksen skorar fyrir Norðmenn gegn Slóvenum í upp-
gjöri efstu liða milliriðilsins í Malmö í gær þar sem Noregur vann 33:30.
Leicester rétti sig af í gærkvöld eft-
ir tvo ósigra í röð í ensku úrvals-
deildinni í knattspyrnu og vann
sannfærandi sigur á West Ham, 4:1.
Um leið skoraði liðið sitt 50. mark í
deildinni og það hefur Leicester
ekki áður gert í 24 leikjum frá
árinu 1933.
Harvey Barnes og Ricardo Per-
eria skoruðu fyrir Leicester í fyrri
hálfleik. Mark Noble minnkaði
muninn en Ayoze Perez innsiglaði
sigurinn með tveimur mörkum und-
ir lokin. Leicester er því með 48
stig í þriðja sætinu, þremur stigum
á eftir Manchester City.
Tottenham náði að knýja fram
heimasigur á botnliði Norwich, 2:1,
og lyfti sér upp í sjötta sætið. Dele
Alli kom Tottenham yfir en Finninn
Teemu Pukki jafnaði fyrir Norwich
úr vítaspyrnu á 70. mínútu. Son
Heung-min skoraði sigurmark
Tottenham níu mínútum síðar.
Leik Manchester United og
Burnley á Old Trafford var ekki
lokið þegar blaðið fór í prentun í
gærkvöld. vs@mbl.is
AFP
London Dele Alli kemur Tottenham yfir í leiknum við Norwich í gærkvöld.
Mesta markaskor
Leicester frá 1933
Björn Bergmann Sigurðarson, knattspyrnumaður frá
Akranesi, verður hjá kýpversku meisturunum APOEL
frá Nikósíu sem lánsmaður út þetta tímabil, eða til vors-
ins, frá Rostov í Rússlandi. Frá þessu var gengið í gær og
Björn gæti spilað fyrsta leikinn á laugardaginn þegar
APOEL mætir Doxa í 1. deildinni þar í landi.
APOEL hefur orðið meistari sjö ár í röð en stendur nú
höllum fæti, er í fjórða sætinu og er átta stigum á eftir
toppliði Anorthosis þegar keppnin er um það bil hálfnuð.
Í Evrópudeildinni er liðið hins vegar komið í 32ja liða úr-
slit og mætir þar Basel frá Sviss í febrúar.
Björn er fjórði Íslendingurinn til að spila á Kýpur. Har-
aldur Freyr Guðmundsson lék með Apollon 2009 og Kári
Árnason með Omonia 2017. Jasmín Erla Ingadóttir leikur í vetur með meist-
araliðinu Apollon í kvennadeildinni en hún er þar í láni frá Stjörnunni.
Björn er kominn í fjölþjóðlegan hóp en aðeins tíu Kýpurbúar eru í þrjátíu
manna hópi APOEL. Þjálfari liðsins er Norðmaðurinn Kåre Ingebrigtsen,
sem þjálfaði Rosenborg frá 2014 til 2018. vs@mbl.is
Björn er í fjölþjóðlegu liði
Björn Bergmann
Sigurðarson
Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék
fyrsta hringinn á lokaúrtökumótinu
fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi
á La Manga á Spáni í gær á 73
höggum, tveimur yfir pari vall-
arins. Hún er í 40. sæti ásamt nítján
öðrum keppendum eftir fyrsta
hringinn. Leiknir eru fimm hringir
á La Manga og fimmtán efstu kepp-
endurnir af þeim 120 sem hófu
keppni í gær komast inn á Evr-
ópumótaröðina 2020. Morgane Met-
raux frá Sviss lék best í gær og er á
þremur höggum undir pari.
Guðrún fram-
arlega á Spáni
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Spánn Guðrún Brá Björgvinsdóttir
reynir að komast í hóp 15 efstu.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin:
IG-höllin: Þór Þ. – KR.......................... 19.15
Dalhús: Fjölnir – Haukar .................... 19.15
Njarðtaksgr.: Njarðvík – Grindavík... 19.15
1. deild karla:
Borgarnes: Skallagrímur – Höttur..... 19.15
Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin:
Stykkish.: Snæfell – Skallagrímur...... 19.15
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin:
Varmá: Afturelding – Haukar............. 19.30
KNATTSPYRNA
Reykjavíkurmót kvenna:
Egilshöll: KR – Fjölnir ............................. 20
Faxaflóamót kvenna:
Skessan: FH – Haukar ............................. 20
REYKJAVÍKURLEIKAR
Keppni á alþjóðlega badmintonmótinu
Iceland International hefst með undan-
keppni í TBR-húsum og er leikið frá 9 til 19.
Keppni í listhlaupi á skautum hefst í
Skautahöllinni í Laugardal og stendur yfir
frá kl. 15 til 19.
Enski boltinn á Símanum Sport
Wolves – Liverpool.................................... 20
Í KVÖLD!
Endanleg niðurstaða Íslands á Evr-
ópumóti karla í handknattleik 2020
er ellefta sætið. Það er besti árangur
liðsins frá 2014, eftir að hafa endað í
þrettánda sæti á tveimur síðustu
mótum.
Þetta er í þriðja sinn sem Ísland
endar í ellefta sæti en það gerðist
áður í Króatíu árið 2000 og í Noregi
árið 2008.
Fimm sinnum hefur Ísland hins
vegar náð betri árangri á EM. Þriðja
sæti árið 2010, fjórða sæti árið 2002,
fimmta sæti árið 2014, sjöunda sæti
árið 2006 og tíunda sæti árið 2012.
Árangurinn hefur þrisvar verið
lakari á þeim ellefu mótum þar sem
Ísland hefur verið með. Þrettánda
sætið varð hlutskipti Íslands árið
2004 og aftur árin 2016 og 2018.
Röð liðanna frá sjöunda sæti og
niður úr liggur nú fyrir og er þannig
hjá þeim sextán liðum sem nú hafa
lokið keppni á EM:
7 Svíþjóð, 8 Austurríki, 9 Ung-
verjaland, 10 Hvíta-Rússland, 11 Ís-
land, 12 Tékkland, 13 Danmörk, 14
Frakkland, 15 Norður-Makedónía,
16 Sviss, 17 Holland, 18 Svartfjalla-
land, 19 Úkraína, 20 Serbía, 21 Pól-
land, 22 Rússland, 23 Bosnía, 24
Lettland. vs@mbl.is
Besti árangurinn frá 2014