Morgunblaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
9
7
6
3
7
*D
ræ
gi
sa
m
kv
æ
m
tn
ýj
um
st
öð
lu
ðu
m
W
LT
P
m
æ
lin
gu
m
Hyundai býður viðskiptavinum sínum upp á eina víðtækustu ábyrgð sem völ er á.Öllum
Hyundai bílum fylgir 5 ára verksmiðjuábyrgð og ótakmarkaður akstur.Að auki fylgir öllum
Hyundai rafbílum 8 ára eða 200.000 km ábyrgð á aðal rafhlöðu bílsins.
Hyundai | Kauptúni 1 | Sími 575 1200 |www.hyundai.is
Veldu rafmagn.
Veldu stíl.
Eigum bíla til afgreiðslu.
Nýr 100% rafdrifinn Hyundai KONA er fyrsti rafdrifni jepplingurinn á markaðnum. Hann hefur eitt mesta
drægi bíla í þessum stærðarflokki eða 449 km samkvæmt nýjum WLTP mælingum. Meðal búnaðar í nýjum
Hyundai KONA er skynvæddur hraðastillir, sjálfvirk neyðarhemlun, sjónlínuskjár sem varpar upplýsingum um
hraða og leiðsögn í framrúðu, Krell hljóðkerfi og margt fleira.
Fyrsti rafdrifni jepplingurinn.
Drægi 449 km.
KONAComfort EV 2WD, 39 kWh,drægi 289 km* Verð 4.590.000 kr.
KONA Premium EV 2WD,64 kWh,drægi 449 km* Verð 5.890.000 kr.
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Framleiðsla á eldislaxi tvöfaldaðist á
nýliðnu ári, miðað við árið á undan.
Framleiðslan fór úr liðlega 13 þúsund
tonnum í tæp 27 þúsund tonn. Öll
aukningin kemur úr sjókvíaeldi. Búist
er við áframhaldandi aukningu á
næstu árum en ekki jafn stórum
stökkum. Umtalsverð aukning varð
einnig í landeldi á bleikju.
Slátrað var liðlega 25 þúsund tonn-
um af laxi upp úr sjókvíum á árinu
2019, samkvæmt upplýsingum frá
Matvælastofnun. Að auki komu tæp
1.700 tonn úr landeldi á laxi. Lang-
mesta framleiðslan, nærri helmingur,
kemur úr sjókvíum á Vestfjörðum, og
einnig er mikil framleiðsla á Aust-
fjörðum. Meira en þrír fjórðu hlutar
laxaframleiðslunnar koma af þessum
tveimur svæðum.
Langstærsta fyrirtækið er sem
fyrr Arnarlax á Vestfjörðum með
11.700 tonna framleiðslu. Fiskeldi
Austfjarða og Laxar fiskeldi eru með
um 5 þúsund tonn hvort og Arctic
Fish, sem hóf slátrun á laxi á nýliðnu
ári, framleiddi um 4 þúsund tonn.
Samherji framleiðir í stöð sinni í
Öxarfirði stóran hluta þess lax sem
kemur úr landeldi.
Eldi á bleikju jóst um nærri 29% á
síðasta ári. Öll bleikjan er alin á landi
og er Samherji með stóran hluta
framleiðslunnar í tveimur stöðvum á
Reykjanesi. Matorka er einnig að
bæta við sig í Grindavík og Náttúra
fiskirækt í Þorlákshöfn. Eldi á regn-
bogasilungi og Senegalflúru er svipað
á milli ára og þorskeldið virðist vera
að lognast endanlega út af.
Meira sett út af seiðum
Aukning er í spilunum, samkvæmt
upplýsingum Gísla Jónssonar, dýra-
læknis fisksjúkdóma hjá Matvæla-
stofnun. Síðastliðið sumar voru settar
út 9,3 milljónir seiða í sjókvíar, sem er
aukning um 2 milljónir frá árinu á
undan. Ef allt gengur að óskum mun
slátrun á laxi úr sjókvíum aukast í ár
og verða yfir 30 þúsund tonn. Einar
K. Guðfinnsson, sem vinnur að fisk-
eldismálum hjá Samtökum fyrirtækja
í sjávarútvegi, segir að áætla megi 30
til 32 þúsund tonna framleiðslu úr
sjókvíum í ár og 35-36 þúsund tonnum
á næsta ári. Bæta má við 1.500 til
2.000 tonna framleiðslu úr landeldi.
Einar telur að enn sé svigrúm til
aukningar í laxeldinu. Fyrirtækin séu
í senn að auka framleiðsluna upp í
fyrirliggjandi leyfi og sækja um frek-
ari leyfi. Áhættumat Hafró kveði á
um 71 þúsund tonna framleiðslu.
Gildandi áhættumat þrengi þó mjög
að eldissvæðum við Austfirði og hafi
hingað til komið í veg fyrir laxeldi í
Ísafjarðardjúpi.
Ef þessi svæði opnast að einhverju
leyti fyrir eldi með endurskoðun
áhættumatsins má búast við nýju
stökki í framleiðslunni, að mati sér-
fræðinga.
Einar segir ánægjulegt að sjá
mikla aukningu í framleiðslu á
bleikju. Reiknar hann með því að þar
verði áframhaldandi jöfn og stöðug
aukning. „Bleikjan skiptir okkur
miklu máli. Við erum stór á þessum
markaði erlendis,“ segir hann.
Það stefnir í að eldi á regnbogasil-
ungi aukist aftur. Matorka er að auka
innflutning á hrognum og Háafell í
Ísafjarðardjúpi hefur tekið inn regn-
bogasilung, væntanlega til að hefja
eldi á ný eftir tveggja ára hlé.
25 milljarða verðmæti
Samkvæmt samantekt sem SFS
birti á dögunum var útflutningsverð-
mæti eldisafurða komið upp í tæpa 23
milljarða við lok nóvembermánaðar.
Var það 92% aukning í krónum talið á
milli ára. Mestu verðmætin urðu til í
október og nóvember, um 3 milljarðar
í hvorum mánuði, og svarar það til
þess að flutt hafi verið út fyrir 100
milljónir á hverjum einasta degi þessa
tvo mánuði. Ekki hafa verið birtar töl-
ur fyrir desember en SFS áætlar að
útflutningsverðmæti eldisafurða hafi
orðið um 25 milljarðar á árinu öllu.
Verðmætin sem felast í útflutningi
á hrognum og seiðum eru væntanlega
talin með í heildar útflutningstekjum
fiskeldisins. Þau eru þó ekki með í
yfirliti Mast um framleiðsluna.
Stofnfiskur framleiðir um 200 millj-
ónir laxahrogna í stöðvum sínum á
Reykjanesi og flytur hluta þeirra út.
Opinberar tölur um nýliðið ár liggja
ekki fyrir en árið áður voru fluttar út
94 milljónir hrogna til eldisfyrirtækja
víða um heim. Einnig framleiðir fyrir-
tækið hrognkelsaseiði og flytur hluta
þeirra út.
Framleiðsla á laxi tvöfaldaðist
Öll aukningin á laxi á nýliðnu ári kemur úr sjókvíaeldi Stefnir í áframhaldandi vöxt Búist við vel
yfir 30 þúsund tonna framleiðslu á laxi í ár Veruleg aukning í bleikju Viðbót í regnbogasilungi á ný
Framleiðsla í fi skeldi eftir
umdæmum árið 2019
Heildarframleiðsla í fi skeldi 2010-2019
Tonn af óslægðum fi ski
25.000
20.000
15.000
10.000
5.000
0
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019
26.957
6.322
299
2018 2019 Aukning
Lax 13.449 26.957 100%
Bleikja 4.914 6.322 29%
Regnbogi 295 299 1,4%
Þorskur 29 4 -86%
Senegalfl úra 391 377 -3,6%
Samtals 19.078 33.959 94%
Suðvesturumdæmi, 5.222 tonn
Vesturumdæmi, 16.073 tonn
Norðvesturumdæmi, 150 tonn
Norðausturumdæmi, 2.027 tonn
Austurumdæmi, 9.680 tonn
Suðurumdæmi, 807 tonn
Heimild: Mast 15%
47%
29%
6%
2,4%
0,4%
Alls
33.959
tonn
Gísli
Jónsson
Einar K.
Guðfinnsson