Morgunblaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020 Opnaðu fyrir hönnun á heimilið Randi hurðarhúnarnir eru margverðlaunaðir fyrir ný- sköpun, stílhreina hönnun og gæði. Hönnunin byggir á gömlum grunni, en Randi var stofnað í Danmörku árið 1878. Fjölmargar þekktar hönnunarstofur hafa komið að hönnun hurðarhúnanna, meðal annars AART designers, Friis & Moltke og C.F. Møller. Randi Komé Svartur Hönnuður: C.F. Möller Randi Komé Kopar Hönnuður: C.F. Möller SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS Horft hefur verið á þáttaröðina The Crown á um 73 milljónum heimila víðs vegar um heiminn frá því að röðin hóf göngu sína 2016. Þetta kemur fram í frétt á vef BBC, en tölurnar eru fengnar frá streymisveitunni Netflix. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem Net- flix upplýsir um áhorfstölur á þáttaröðina. Á fyrstu fjórum vik- unum eftir að þriðja þáttaröðin fór í loftið, þar sem Olivia Colman fer með hlutverk Elísabetar II. Bretlandsdrottningar, hefur verið horft á nýjustu röðina á 21 milljón heima. Það eru 40% fleiri heimili en sáu þáttaröð tvö á sama tíma- bili. Krúna Í þriðju þáttaröð af The Crown hefur Olivia Colman tekið við hlutverki Elísabet- ar II. Bretlandsdrottningar af Claire Foy. Krúnan séð á 73 milljónum heimila Svíinn Martin Österdahl tekur við starfi Norð- mannsins Jon Ola Sand sem fram- kvæmdastjóri Eurovision hjá Samtökum evr- ópskra sjónvarps- stöðva (EBU). Upplýst var í haust að Sand, sem sinnt hefur fram- kvæmdastjórastarfinu frá 2011, myndi draga sig í hlé eftir næstu keppni, sem haldin verður í Rotter- dam dagana 12.-16. maí. „Það er mér mikill heiður að fá tækifæri til að þróa keppnina og auka vinsældir hennar í framtíðinni,“ segir Öster- dahl, sem starfað hefur sem fram- leiðandi og dagskrárstjóri hjá Sænska ríkisútvarpinu (SVT). Hann var framleiðandi Eurovision þegar keppnin var haldin í Málmey 2013 og Stokkhólmi 2016. Nýr framkvæmda- stjóri Eurovision Martin Österdahl Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þetta er nákvæmlega sama verk og í Feneyjum en uppsetningin hér býð- ur upp á annan leiðangur,“ segir Hrafnhildur Arnardóttir mynd- listarkona – einnig þekkt sem Shop- lifter – en sýning á verki hennar Chromo Sapiens, sem var framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í fyrra, verður opnuð í fjölnotasal Listasafns Reykjavíkur-Hafnarhúss í kvöld klukkan 20. Hljómsveitin HAM samdi tónverk sem hljómar í verkinu og mun hljómsveitin koma fram á opnunni. Sýningarstjóri er Birta Guðjónsdóttir. Í Feneyjum var verkið, sem er eins konar þrír litríkir hellar úr marglitu gervihári, sett upp í aflöng- um skála á eynni Giudecca en í þess- ari nýju útgáfu er form þess allt annað. Verkið naut mikillar hylli í Feneyjum og má búast fastlega við viðlíka móttökum hér. Innyflanudd og jákvæð áhrif „Í Feneyjum var salurinn langur og mjór. Hér er svipaður gólfflötur en hærra til lofts og rýmið fernings- laga,“ segir Hrafnhildur. „Þetta er hellaskoðun og í Feneyjum vildi ég að gestir kæmust í einn helli í einu en það gekk ekki svo það sást á milli þeirra allra. En hér göngum við í eins konar skeifu, gestir koma inn í svarta hellinn og fara þaðan í þann litríka sem augun leita mjög í, og loks er komið inn í þann hvíta.“ Og hún rifjar upp að fyrsti hellir- inn nefnist Primal Opus „og er til- einkaður HAM sem gerði hljóðverk fyrir verkið. Þar óma drungalegir tónar. Þaðan er komið í salinn Astral Gloria sem er ástaróður til lita- dýrðar. Ég upplifi litina þar sem æp- andi litasprengju. Þar er lítil eyja og boðið upp á að fólk dvelji þarna um stund, geti lagst niður og horft upp í þakið í hellinum, en mikill kraftur er í því. Innst þar inni birtist op í loka- hellinn, Opium Natura, sem er mjög hvítur og sykurpúðalegur. Það er himneskt rými, mikil hreinleiki og friðsæld. Þar fer maður gegnum upplifunina í hinum hellunum og ró- ar augun, og þar verður tónlist HAM póetískari.“ Hrafnhildur útskýrir að hún hafi valið að fá HAM til liðs við sig þar sem tónlist sveitarinnar hafi ómað í vinnustofu hennar gegnum árin. „Þeir gefa mér mikinn kraft þegar ég vinn að verkum mínum, innyfla- nudd og innra landslagið í mér víbrar við að hlusta á þá og það hristir upp í sköpunarkraftinum. Ég vildi fá þá orku inn og ég treysti á að það myndi virka – sem það gerir. Þeir HAM-liðar þurftu að fara út úr þægindaramma sínum við að gera þetta verk og það tókst – ég er ánægð með að hafa ýtt þeim fram af rokkbrúninni,“ segir hún og hlær. Í Feneyjum nutu gestir þess að liggja í hópum og oft langtímum saman í verki Hrafnhildar. Hún seg- ir það alls ekki hafa komið sér á óvart. „Ég hef upplifað það alveg síðan ég gerði fyrst svona innsetn- ingu úr gervihári,“ en það var árið 2012 í Clocktower Gallery í New York , þar sem Hrafnhildur hefur verið búsett í hátt í þrjátíu ár. Síðan hefur hún sett upp viðamiklar hár- innsetningar í söfnum og menn- ingarstofnunum víða um lönd. „Þessi verk verða eins konar griðastaður, fyrir hugann og sálina, og litirnir hafa tvímælalaust mikil jákvæð áhrif. Fólki líður vel á þess- um stöðum og verkin auka bjartsýni fólks og hamingju. Þetta eru eins konar risastór landslagsmálverk sem fólk gengur inn í og hreyfa við öllum skynfærum. Þessi dýrðlegi og dýrslegi litahamur hefur augljós áhrif og fólk kýs greinilega að eyða tíma í verkunum – það gleður mig að sjá verkin hafa þannig áhrif á fólk á öllum aldri.“ Þegar spurt er um reynsluna af því að taka þátt í Feneyjatvíær- ingnum sem fulltrúi þjóðarinnar segir Hrafnhildur væntingar allra og metnað sem þar sýna vera mikl- ar. „Þar sem ég pæli mikið í popp- kúltúr og manneskjunni var mér mikilvægt að ná til sem flestra en ég átti alls ekki von á því að aðsóknin yrði jafn rosalega mikil og reyndist vera. Sýningin spurðist vel út og svo er þetta „myndarlegt“ verk og myndir af því dreifðust út um allt.“ Allrahanda verkefni bíða Hrafn- hildar eftir opnunina hér; næst setur hún upp sýningu í listasafni í Sav- annah í Georgíuríki Bandaríkjanna. Morgunblaðið/Einar Falur Litasprengja „Þessi dýrðlegi og dýrslegi litahamur hefur augljós áhrif og fólk kýs greinilega að eyða tíma í verk- unum,“ segir Hrafnhildur, sem er hér í miðhelli verksins, Astral Gloria, sem hún segir ástaróð til litadýrðar. „Eins konar griðastaður“  Sýning á Feneyjaverki Hrafnhildar Arnardóttur – Shoplifter verður opnuð í Hafnarhúsinu í kvöld  „Uppsetningin hér býður upp á annan leiðangur“ Cell7, Countess Malaise og Hildur Guðnadóttir eru tilnefndar til Hy- undai Nordic Mu- sic Prize, verð- launa sem veitt eru árlega á tón- listarhátíðinni by:Larm í Ósló, fyrir bestu plötu ársins 2019. Plötur frá Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Íslandi eru til- nefndar ár hvert en þær eru mis- margar frá hverju landi. Þrjár ís- lenskar plötur og þrjár norskar eru tilnefndar og tvær frá Svíþjóð, Finn- landi og Danmörku, 12 alls. Athygli vekur hve stór hlutur kvenna er í tilnefningum að þessu sinni; átta konur eru tilnefndar fyrir plötur sínar, þ.e. þrjár frá Íslandi, tvær frá Svíþjóð, tvær frá Finnlandi og ein frá Danmörku. Cell 7 er til- nefnd fyrir plötuna Is Anybody Lis- tening?, Countess Malaise fyrir Hys- teríu og Hildur fyrir tónlist sína við sjónvarpsþættina Chernobyl sem gefin var út á hljómplötu í fyrra. Þrjár íslenskar konur tilnefndar Ragna Kjartans- dóttir er Cell 7. Velski leikarinn, rithöfundurinn, handritshöfundurinn og leikstjór- inn Terry Jones, einn af stofn- endum enska grínhópsins Monty Python, er látinn, 77 ára að aldri. Jones kom að skrifum þátta Monty Python og kvikmynda og leikstýrði þremur myndanna, þ.e. The Holy Grail, Life of Brian og The Meaning of Life. Auk þess að starfa og leika með Monty Python lék hann í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta, kom að gerð heimildarmynda og -þátta bæði sem höfundur og þulur og skrifaði barnabækur og fleiri verk. Jones greindist árið 2015 með FTD, afbrigði elliglapa, og hrakaði hratt seinustu dagana fyrir andlát- ið. Michael Palin, félagi Jones úr Monty Python, er einn margra sem minnst hafa Jones. Palin skrifar á Twitter að Jones hafi ekki aðeins verið einn fyndnasti höfundur og leikari gamanefnis af sinni kynslóð heldur líka fjölhæfur endurreisnar- maður. Kátur Jones er minnst fyrir hlýju, frábært skopskyn og listræna hæfileika. Hér sést hann bregða á leik árið 2009 á 40 ára afmæli Monty Python-grínhópsins. Terry Jones látinn AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.