Morgunblaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2020 6 rétta leyndarmáls matseðill Matarkjallarans 7.990 kr. á mann með fordrykk Aðalstræti 2 | s. 558 0000 TILBOÐ Sunnudaga – miðvikdaga í janúar Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Frönsk kvikmyndahátíð hefst á morgun, föstudag, í Bíó Paradís og verður að vanda boðið upp á gott úrval nýlegra og sígildra kvik- mynda. Hátíðin á 20 ára afmæli í ár og verður nú haldin í fyrsta sinn í Bíó Paradís. Henni lýkur 2. febrúar og auk kvikmyndasýninga verða sérviðburðir á dagskrá, þeirra á meðal glæpakvöld þar sem rithöf- undurinn Yrsa Sigurðardóttir ávarpar gesti á undan sýningum á tveimur sígildum, svarthvítum glæpamyndum leikstjórans Henri- Georges Clouzot. Áslaug Torfadóttir, dagskrár- stjóri í Bíó Paradís, segir kvik- myndir hátíðarinnar eiga það sameiginlegt að hafa vakið mikla at- hygli og lof erlendis. Þeirra á meðal sé nýjasta kvikmynd Romans Pol- anski, J’accuse eða Ég ákæri, sem fjallar um höfuðsmanninn Alfred Dreyfus sem var ranglega dæmdur fyrir landráð og dæmdur í lífstíð- arfangelsi á Djöflaeyju, og Portrait de la jeune fille en feu, Mynd af brennandi stúlku sem hlaut mikið lof gagnrýnenda í fyrra og rataði víða á lista yfir bestu kvikmyndir ársins. Í henni segir af ungri lista- konu sem tekur að sér að mála portrett af tilvonandi brúði ríkrar fjölskyldu og verður ástfangin af fyrirsætunni. Fagra veröld opnunarmyndin Opnunarmynd hátíðarinnar er La belle époque, eða Fagra veröld, eft- ir leikstjórann Nicolas Bedos, gamanmynd sem hefur verið að gera það gott, að sögn Áslaugar. „Hún er um mann á sjötugsaldri sem er svolítið úr takti við nú- tímann og finnst heimurinn vera að fara fram úr honum. Hann þráir að komast aftur til fortíðarinnar þegar allt var einfaldara,“ segir Áslaug. Manninum er boðið dag einn að endurlifa fortíð sína, með leikurum og sviðsmyndum og öllu tilheyrandi. „Hún er mjög fyndin og skemmti- leg og verið að spila með þessa for- tíðarþrá sem er svo ríkjandi í dag, þrá eftir einhverjum gömlum tíma sem var kannski ekkert endilega betri en nútíminn,“ segir Áslaug. Sólveigar Anspach-verðlaunin veitt í fjórða sinn Ellefu myndir verða sýndar á há- tíðinni og þar af er ein teiknimynd, Dilili í París sem verður sýnd með íslenskum texta. Á fyrrnefndu glæpakvöldi verða sýndar tvær sí- gildar glæpamyndir, L’assassin ha- bite au 21 eða Morðinginn býr í nr. 21 og Les diaboliques eða Forynj- urnar og mun Yrsa flytja erindi fyr- ir sýningu beggja og fjalla sér- staklega um glæpahefðina í kvikmyndum og þá sérstaklega frönskum glæpamyndum. Heimildarmynd hátíðarinnar nefnist Le vin se lève eða Guðaveig- ar og fjallar um franska vín- framleiðendur sem taldir eru leið- andi í því að vinna vínið með lífrænum hætti og náttúrulegum að- ferðum framleiðsluháttum og með sjálfbærni að leiðarljósi, en tæp 3% um þrjú þúsund vínbænda í Frakk- landi vinna með þeim hætti. Að sýn- ingu lokinni verður sýningargestum boðið upp á vínsmökkun á frönskum náttúruvínum hjá Dóra DNA í sam- starfi við vínbarinn Port 9. Af öðrum viðburðum ber svo að nefna afhendingu Sólveigar Anspach-verðlaunanna 30. janúar sem Franska sendiráðið á Íslandi og Alliance Française í Reykjavík efna til með stuðningi Reykjavíkur- borgar, Kvikmyndamiðstöðvar Ís- lands og kvikmyndaframleiðslufyr- irtækisins Zik Zak. Tilgangurinn með verðlaununum er að heiðra minningu Sólveigar Anspach og hvetja ungar konur til dáða í kvik- myndaleikstjórn og eru verðlaunin veitt konum fyrir fyrstu stuttmynd þeirra á frönsku og íslensku. Verð- launin verða veitt í fjórða sinn og verða þrjár stuttmyndir á frönsku heiðraðar og þrjár á íslensku. Heltekinn af rúskinnsjakka Sem fyrr sagði eru ellefu myndir á dagskrá hátíðarinnar og auk þeirra sem þegar hafa verið nefnd- ar eru það Le daim eða Rúskinn sem fjallar um mann sem er heltek- inn af rúskinnsjakkanum sínum, eyðir ævisparnaðinum og leiðist út í glæpi til að bæta fyrir tapið; Matt- hias & Maxime sem er kanadísk og segir af vináttu tveggja ungra manna sem stefnt er í hættu þegar þeir þurfa að leika í stuttmynd saman og kyssast. Deux moi eða Tvö sjálf fjallar um ungt fólk í Par- ís og varpar fram þeirri spurningu hvort ekki þurfi að elska sjálfan sig áður en maður getur elskað ein- hvern annan. Ellefta kvikmyndin er hin sígilda Amélie frá árinu 2001 sem segir af gengilbeinu sem helgar líf sitt því að gleðja aðra, finnur ástina og læt- ur drauma sína rætast. Rík og fjölbreytt menning „Það er gaman að fá að halda há- tíðina hér í Bíó Paradís á tuttug- asta aldursári hennar,“ segir Ás- laug og er í framhaldi spurð að því hvers vegna fólk eigi að sækja Franska kvikmyndahátíð. „Það er nú bara til þess að kynna sér annan menningarheim. Frönsk menning er náttúrlega afar rík og fjölbreytt og á Íslandi hefur alltaf verið mikill áhugi fyrir Frakklandi og frönskum kvikmyndum,“ svarar hún og bendir á þá fjölbreytni sem einkenni hátíðardagskrána. Á henni megi finna allt frá klassík yfir í glænýjar kvikmyndir sem hlotið hafi lofsamlegar viðtökur gagnrýn- enda sem og kvikmyndaunnenda. Hátíðin stendur yfir í tíu daga og fer miðasala fram á bioparadis.is og tix.is. Áslaug bendir á að árs- og klippikort kvikmyndahússins gildi líka á hátíðina og að heildardagskrá og frekari upplýsingar megi finna á vef kvikmyndahússins, biopara- dis.is. Morgunblaðið/Eggert Frönsk veisla Áslaug Torfadóttir, dagskrárstjóri í Bíó Paradís, segir kvikmyndir frönsku hátíðarinnar hafa vakið mikla athygli. „Það er gaman að fá að halda hátíðina hér í Bíó Paradís á tuttugasta aldursári hennar,“ segir hún. Rík menning og fjölbreytileg  Frönsk kvikmyndahátíð haldin í Bíó Paradís  Ellefu myndir eru á dagskrá auk sérviðburða  Mikill áhugi hér á landi fyrir frönskum kvikmyndum að sögn dagskrárstjóra kvikmyndahússins Fjölbreytt Úr fjórum kvikmyndum hátíðarinnar. Í efri röð frá vinstri Mynd af brennandi stúlku, Fagra veröld, Dilili í París og Ég ákæri. Alls verða ellefu kvikmyndir sýndar á hátíðinni auk fimm stuttmynda sem tilnefndar eru til verðlauna sem kennd eru við Sólveigu Anspach heitna en hundrað myndir bárust í keppnina að þessu sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.