Morgunblaðið - 28.03.2020, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 28.03.2020, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2020 BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Hreint upplausnarástand er nú uppi í stjórn SÁÁ, Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann. Þrír stjórnarmenn af níu sögðu sig úr stjórninni í gær og fleiri íhuga stöðu sína. Tengjast hræringarnar þeirri ákvörðun Valgerðar Á. Reynisdóttur, yfirlæknis og forstjóra Vogs, að segja upp störfum fyrir samtökin. Ákvörð- un sína tilkynnti hún framkvæmda- stjórn SÁÁ skriflega í kjölfar stjórn- arfundar þar sem samþykkt var tillaga Arnþórs Jónssonar, formanns SÁÁ, um að segja upp átta starfs- mönnum samtakanna. Í bréfinu segir Valgerður að þar sé um „lykilstarfs- menn á meðferðarsviði“ að ræða og að ákvörðunin hafi verið tekin „án faglegrar umræðu eða faglegs álits á afleiðingum þeirra uppsagna sérstak- lega,“ eins og það er orðað í bréfinu. Takast á við aðsteðjandi vanda Ákvörðunin um uppsagnirnar tengist þeim aðsteðjandi rekstrar- vanda SÁÁ sem framkvæmdastjórn- in hefur haft til umfjöllunar nú í mars- einstaklingar allir störfum sem ekki falla beint undir þjónustusamning við heilbrigðisráðherra og er greitt fyrir þau með sjálfsaflafé SÁÁ. Ákvörðunina tók formaðurinn í trássi við vilja yfirlæknisins. Segir hún í uppsagnarbréfi sínu að hún sé sammála þeirri skoðun stjórnar að bregðast þurfi skjótt við yfirvofandi tekjutapi sem leiða muni að öllu óbreyttu til verulegra breytinga á rekstri stofnunarinnar. „Hins vegar get ég ekki fellt mig við að hvorki stjórnendur né samstarfsfólk á með- ferðarsviði hafi verið gefið tækifæri á að setja fram sínar tillögur né að setja fram sitt faglega mat á þeim tillögum sem bornar voru undir stjórn [...].“ Samhliða uppsögnunum átta var einnig ákveðið að færa starfshlutfall starfsmanna SÁÁ niður um 20%. Ekki mun hafa verið ágreiningur um þá ráðstöfun á fundi framkvæmda- stjórnar eða af hálfu yfirlæknis. Þrír stjórnarmenn ganga út Uppsögn Valgerðar hafði strax mikil áhrif á framkvæmdastjórnina og í gærmorgun tilkynnti Jón H. B. Snorrason saksóknari, sem setið hef- ur í stjórninni um langt árabil, að hann hefði sagt sig frá trúnaðarstörf- um á vettvangi SÁÁ. Í samtali við mbl.is í gærmorgun vildi hann ekki tjá sig um ástæður afsagnarinnar. Heimildir Morgunblaðsins herma hins vegar að óánægja með fram- komu formanns samstakanna í garð yfirlæknisins sé ástæðan fyrir ákvörðun Jóns. Í lok dags í gær barst formanni og framkvæmdastjórn einnig erindi frá Einari Hermannssyni og Heklu Jós- epsdóttur þar sem þau sögðu sig einnig úr stjórninni. Eru þá sex fulltrúar eftir í framkvæmdastjórn- inni að formanninum meðtöldum. Heimildir Morgunblaðsins herma að fleiri stjórnarmenn íhugi nú stöðu sína vegna þróunar mála. Staðfest er að endurtekið var kall- að eftir því í gær að Arnþór boðaði þá þegar til stjórnarfundar til þess að ræða uppsögn yfirlæknisins. Ítrekað- ar tilraunir framkvæmdastjórnar- manna til þess að ná sambandi við for- mann báru þó ekki árangur og enn er óljóst hvenær framkvæmdastjórnin mun ræða málið næst. Hins vegar er ljóst að fundurinn verður fámennari en tíðkast hefur, enda þriðjungur stjórnarinnar horfinn á braut á innan við sólarhring. Sálfræðingarnir út úr húsi Í gær barst framkvæmdastjórn SÁÁ einnig ályktun frá þeim sex sál- fræðingum og lýðheilsufræðingi sem sagt var upp störfum. Í þeim hópi er m.a. dr. Ingunn Hansdóttir, yfirsál- fræðingur SÁÁ. Í erindinu er van- trausti lýst yfir á framkvæmdastjórn samtakanna. Þar segir jafnframt að þau rök sem borin hafi verið fram við uppsagnirnar gefi þeim tilefni til að ætla að þeir tveir sálfræðingar sem starfi hjá SÁÁ en nú eru í fæðingar- orlofi muni einnig fá reisupassann Upplausnarástand á vettvangi SÁÁ mánuði. Gera áætlanir hennar ráð fyrir því að mikill samdráttur verði í sjálfsaflafé SÁÁ vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og þeirra sam- félagslegu áhrifa sem hún muni hafa. Meðal annars er í uppnámi Álfasalan, sem hefur verið umfangsmesta fjár- öflunarverkefni samtakanna í rúma þrjá áratugi. Gera áætlanir stjórnar- innar ráð fyrir að tekjusamdrátturinn vegna kórónuveirunnar nemi um 150 milljónum króna, en það jafngildir 10% af heildarrekstrarkostnaði Vogs, Víkur og göngudeilda. Þegar formaður SÁÁ hafði fengið tillögu sína samþykkta á símafundi stjórnar var átta starfsmönnum sagt upp störfum, þar af sex sálfræðingum og lýðheilsufræðingi. Gegna þessir Arnþór Jónsson Valgerður Á. Reynisdóttir Hekla Jósepsdóttir Jón H. B. Hermannson Einar Snorrason Þórarinn Tyrfingsson  Þrjú hætta í framkvæmdastjórn vegna óánægju með framgöngu formannsins  Sjö fráfarandi starfsmenn lýsa vantrausti á framkvæmdastjórn samtakanna Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég höfða nú bara til samvisku og heiðarleika fólks og hvet launþega til að vera vakandi fyrir þessu. Við er- um að nýta fjár- muni úr sameigin- legum sjóðum til að koma okkur í gegnum þetta. Ríkissjóður verð- ur rekinn með 200 milljarða halla og við erum að teygja okkur til- tölulega langt,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Mikil ásókn hefur verið í úrræði stjórnvalda um greiðslu atvinnuleys- isbóta til þeirra sem taka á sig skert starfshlutfall vegna áhrifa kórónu- veirunnar. Hins vegar hefur borið á því að atvinnurekendur hafi lækkað starfshlutfall starfsmanna en krefjist vinnuframlags umfram hið nýja hlut- fall sem ákveðið hefur verið. Þetta kom fram í tilkynningu frá BHM og BSRB í gær. „Það er með öllu óviðunandi að fyrirtæki reyni að nýta sér aðstæður starfsmanna sem eru að leggja sitt af mörkum til að vinnustaðurinn kom- ist í gegnum tímabundna erfiðleika með því að taka á sig kjaraskerð- ingu,“ sagði í tilkynningunni. Höfum opnað kerfið fyrir nema Alls höfðu yfir 14 þúsund umsókn- ir um minnkað starfshlutfall borist til Vinnumálastofnunar um miðjan dag í gær. Ásmundur Einar sagði í samtali við Morgunblaðið að gleði- legt væri að sjá að þessi nýja laga- setning virkaði vel. Hann kannast þó við umræðu þess efnis að úrræðið næði ekki til allra. Til að mynda námsmanna í hlutastörfum. „Atvinnuleysistryggingakerfið hefur ekki verið opið fyrir náms- menn. Atvinnuleysisbætur hafa ver- ið hugsaðar fyrir fólk í atvinnuleit en ekki fólk í fullu námi. Við höfum hins vegar opnað kerfið fyrir þá nú, það er nýmæli. Það eru alltaf einhverjir sem lenda sitt hvorum megin við lín- una þegar hún er dregin. Við höfum vökult auga með því ásamt Vinnu- málastofnun hvort ástæða sé til að bregðast við einu dæmi eða öðru.“ Höfða til heið- arleika fólks Ásmundur Einar Daðason  Dæmi um misnotkun hlutastarfaleiðar Skipholti 50b • 105 Reykjavík • Sími 569 0900 lifbank@lifbank.is • www.lifbank.is Ársfundur 2020 Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna Til stendur að ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna verði haldinn miðvikudaginn 29. apríl næstkomandi kl. 17.15 á Icelandair Hotel Reykjavík Natura, Þingsal 2-3. Dagskrá: 1. Venjuleg störf ársfundar skv. 6. gr. samþykkta sjóðsins 2. Önnur mál Vakin er athygli á að á fundinum fer fram kosning þriggja stjórnarmanna af sex og skulu tilkynningar um framboð vegna stjórnarkjörs, ásamt upplýsingum um starfsferil, berast skrif- lega til skrifstofu sjóðsins eigi síðar en tveimur vikum fyrir árs- fund skv. 2. grein samþykkta sjóðsins. Hugsanleg frestun Í ljósi þess ástands sem skapast hefur vegna útbreiðslu COVID-19 og samkomubanns sem sett hefur verið í tengslum við það er hætt við að fundinum kunni að verða frestað. Komi til þess verður það auglýst sérstaklega með upplýsingum um breyttan fundartíma og fundarstað. Eru sjóðfélagar hvattir til að fylgjast með heimasíðu Lífeyrissjóðs bankamanna www.lifbank.is.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.