Morgunblaðið - 28.03.2020, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 28.03.2020, Qupperneq 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2020 Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 áraog eldri Flugvallarþjónusta BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda. 5-8 manneskjur 19.500 kr. 1-4 manneskjur 15.500 kr. Verð aðra leið: Matvælaframleiðendur finna vel fyr- ir breyttum takti í þjóðfélaginu. Sala til veitingahúsa, hótela og mötu- neyta hefur dregist mikið saman en sala til matvöruverslana stóraukist. „Það er mjög breytt munstrið í þessu,“ sagði Ágúst Andrésson, for- stöðumaður Kjötafurðastöðvar KS. Hann sagði að það munaði um fækk- un ferðamanna en á móti kæmi að framundan væri mikil kjöt- neysluhátíð, páskarnir. „Það lítur út fyrir að Íslendingar borði heima um páskana. Salan í verslunum hefur verið mjög góð. Það hefur verið mikil sala í því sem kalla má aðeins ódýr- ari vöru eins og hakki, bjúgum, gúll- asi og fleiru.“ Ágúst sagði að búð- irnar væru ágætlega birgar og verið væri að undirbúa pantanir á lamba- steikum og öðru fyrir páskana. Hann sagði að þeir fyndu áþreifanlega fyr- ir minni sölu á vöru eins og lamba- fille og nautafille til veitingahúsa. Einnig hefði árshátíðahald mikið til lagst af og munaði mikið um það. Mikil tilfærsla í sölunni „Það er mikil tilfærsla yfir í smá- söluna frá sölu til veitingaþjónustu. Veitingaþjónustan var kannski um 40% af markaðnum en er komin nið- ur í 5-10%. Þetta mun hafa alls konar áhrif,“ sagði Steinþór Skúlason, for- stjóri Sláturfélags Suðurlands. Hann sagði að ef til vill hefðu menn ofmetið hlutfallsleg umsvif sölu á matvælum til erlendra ferða- manna. Í ljósi fjölda ferðamanna og meðal dvalartíma þeirra mætti gróf- lega áætla að þeir hefðu aukið árs- neyslu matvæla hér á landi um 7-8% meðan best lét. Ferðamenn hefðu haft hlutfallslega mun meiri áhrif á tekjur af gistingu, afþreyingu og annarri þjónustu en heildarsölu mat- væla. Steinþór sagði að mikil sala hefði verið undanfarið í ódýrari matvöru og eins vöru með löngu geymsluþoli, frosnum vörum og öðru slíku. Fólk hefði birgt sig upp í byrjun. „Það þarf eitthvað mikið að gerast til að hér verði matvælaskortur. Ég held að það muni ekki gerast,“ sagði Steinþór. Hann sagði að kórónu- veirufaraldurinn hefði haft mikil áhrif á rekstur SS. Búið væri að skipta upp deildum, sem yki fram- leiðslukostnað en minnkaði hættu á framleiðslutruflunum. gudni@mbl.is Aukin sala til búðanna  Mjög hefur dregið úr sölu kjötafurða til veitingaþjónustu vegna kórónuveirufaraldurs  Munstrið í sölunni gjörbreytt Morgunblaðið/Eggert Kjötsala Sala afurðastöðva til verslana hefur stóraukist. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hermann Jónasson, forstjóri Hús- næðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), segir ekki tilefni til að endurmeta áður útgefna íbúða- þörf HMS. Til- efnið er ný taln- ing Samtaka iðnaðarins en samkvæmt henni eru ríflega 40% færri íbúðir á fyrstu byggingar- stigum á höfuðborgarsvæðinu en í fyrravor. Mun ráðast af viðspyrnunni „Við teljum ekki þörf á að breyta þeirri grunnspá okkar að byggja þurfi 1.800 íbúðir árlega til 2040. Vegna fordæmalausra aðstæðna þurfi hins vegar að gæta varkárni á næstu 2-4 árum. Á því tímabili þurfi að byggja 1.500 íbúðir árlega en það fer eftir því hvernig hagkerfið tekur við sér,“ segir Hermann. Samdrátt- ur í ferðaþjónustu geti haft áhrif á framboðið til skemmri tíma. „Við gerum ráð fyrir að á næst- unni muni íbúðir sem voru í skamm- tímaleigu á airbnb-markaðnum leita í auknum mæli á húsnæðismarkað- inn. Við höfum áætlað að 1.000-1.200 íbúðir séu í slíkri útleigu. Ef það verður meiriháttar áfall á þeim markaði kæmu kannski ekki nema um 500 íbúðir á markaðinn. Það breytir ekki stóru myndinni. Íbúða- þörfin liggur fyrir. Nú þurfum við að anda í gegnum nefið þetta tímabil og horfa til framtíðar,“ segir Hermann. Tryggi stöðugleika Markmið HMS sé að tryggja stöðugleika á húsnæðismarkaði. Þannig fari hagsmunir iðnaðarins og heimilanna saman. Sveiflur séu dýr- ar fyrir samfélagið. Með það í huga vinni HMS með sveitarfélögunum að gerð áætlana um húsnæðisþörf næstu áratugi. Áður hafi ekki legið fyrir áætlanir. Afleiðingin hafi verið of miklar framkvæmdir í uppsveiflu og framkvæmdastopp í niðursveiflu. „Það er mikilvægt að halda áfram uppbyggingu íbúða. Því annars má gera ráð fyrir íbúðaskorti eftir nokkur ár. Það gæti haft áhrif á verð fasteigna,“ segir Hermann og vísar til mögulegra verðhækkana. Meðal þátta sem hafa aukið eftir- spurn eftir húsnæði síðustu ár er mikill aðflutningur erlendra ríkis- borgara. Í langtímaspá HMS er gert ráð fyrir að um helmingur þeirra muni ekki dvelja hér til framtíðar. Mikilvægt að byggja meira  HMS stendur við spá um íbúðaþörf Hermann Jónasson Morgunblaðið/Eggert Miðborgin Horft til norðurs frá þakíbúð á Brynjureit í Reykjavík. Samninganefndir Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifuðu í gær undir nýjan kjara- samning sem gildir til 30. september 2023. Samningamenn hittust á óform- legum fundi við upphaf samningalot- unnar en funduðu eftir það alfarið með fjarfundarbúnaði og undirskrift- in var einnig rafræn. „Ég tel að þessi samningur sé nokkuð góður,“ segir Magnús Smári Smárason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Samningurinn gildir frá 1. janúar sl. en samið er um tvær eingreiðslur fyr- ir samningsleysi á síðasta ári, samtals 210 þúsund krónur. Stytting vinnutíma dagvinnufólks er innleidd með samningnum en ákveðið að fresta innleiðingu vinnu- viku í vaktavinnu vegna sérstaks vaktavinnufyrirkomulags stéttarinn- ar á meðan verið er að skoða þau mál betur. Þá fá hlutastarfandi slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamenn full rétt- indi samkvæmt kjarasamningum eft- ir lok næsta árs. Loks má geta þess að yfirmenn munu á samningstímabilinu gera sérstakan kjarasamning. Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg og ríkinu sam- þykktu í gær kjarasamninga sem undirritaðir voru í byrjun mars. Af þeim 777 sem greiddu atkvæði um samninginn við Reykjavíkurborg sögðu 715 já, eða 92%. Af þeim 72 sem greiddu atkvæði um ríkissamninginn sögðu 69 já eða 96%. Kjörsókn hjá ríkisstarfsmönnum var aðeins 13%. Blaðamenn samþykktu Yfirgnæfandi meirihluta þeirra fé- laga í Blaðamannafélagi Íslands sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu um samn- inga félagsins við Samtök atvinnulífs- ins sögðu já, eða 126 af þeim 140 sem greiddu atkvæði. Samningarnir voru því samþykktir með 90% atkvæða. helgi@mbl.is Gerðu kjarasamning án þess að hittast  Slökkviliðsmenn semja við sveitarfélög Morgunblaðið/Eggert Að störfum Slökkviliðsmenn hafa náð samningum við sveitarfélögin. Laun alþingismanna, ráðherra, ráðu- neytisstjóra og æðstu embættis- manna verða fryst til 1. janúar næst- komandi, samkvæmt breytingar- tillögu fjármála- og efnahags- ráðherra, til efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis. Nefndin er að fjalla um bandorm um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Tillagan var samþykkt í ríkisstjórn í gærmorgun og rædd á fundi for- manna stjórnmálaflokka á Alþingi í kjölfarið. Í henni er kveðið á um að hækkun launa al- þingismanna, ráð- herra og ráðu- neytisstjóra, dómara, saksókn- ara, lögreglu- stjóra, seðla- bankastjóra og ríkissátta- semjara, sem hefði átt að koma til framkvæmda 1. júlí næstkomandi, verði frestað til 1. janúar nk. Laun þessa hóps eru ákveðin í lög- um sem tiltekin fjárhæð í krónum en taki breytingum 1. júlí ár hvert í sam- ræmi við breytingu á meðaltali reglu- legra launa starfsmanna ríkisins. Í tilkynningu fjármálaráðuneytis er vakin athygli á því að launahækkun- um þjóðkjörinna fulltrúa, ráðherra og ráðuneytisstjóra sem koma áttu til framkvæmda á síðasta ári hafi verið frestað til 1. janúar sl. helgi@mbl.is Launahækkun verði frestað Alþingi Fá hækkun seinna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.