Morgunblaðið - 28.03.2020, Síða 21

Morgunblaðið - 28.03.2020, Síða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2020 GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Mikil sala! Góður sölutími framundan. Óskum eftir öllum tegundum eigna á skrá. HA PPATALA • D AGSINS ER • TIL HAMINGJU – ÞÚ HEFUR FUNDIÐ HAPPATÖLUNA! Farðu inn ámbl.is/happatala og gefðu upp töluna til að komast í pottinn. Vinningshafar verða dregnir út í þættinum Ísland vaknar á K100 í fyrramálið. Að sjálfsögðu hvetjum við þig til að taka þátt alla fimmtudaga og laugardaga næstu vikurnar, því þú gætir unnið glænýjan Samsung Galaxy S20+. 21 Meir en 25.000 manns hafa látist  Boris Johnson greinist með kórónuveiruna  Dauðsföllum fjölgar mjög á Spáni og á Ítalíu en nýjum tilfellum fækkar  Útgöngubann framlengt í Frakklandi fram til 15. apríl  Dýpri kreppa en 2009 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Rúmlega 25.000 manns hafa nú látist af völdum kórónuveirufaraldursins. Tilfellum hefur fjölgað ört undan- farna viku og eru nú rúmlega 550.000 skráð tilfelli í heiminum. Fjölgunin hefur verið mest í ríkjum Evrópu og svo í Bandaríkjunum, þar sem skráð tilfelli tóku stórt stökk í fyrrinótt, og eru nú fleiri tilfelli skráð þar en í Kína, upphafslandi faraldursins. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gær að hann hefði greinst jákvæður af kórónu- veirunni. Fann hann fyrir mildum einkennum, og var forsætisráð- herrann kominn í einangrun í emb- ættisbústað sínum við Downing- stræti 10, þaðan sem Johnson hyggst áfram stýra aðgerðum breskra stjórnvalda gegn kórónuveirunni. Skömmu eftir tilkynningu John- sons var tilkynnt að Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, væri einnig veikur, og vangaveltur voru hvort Rishi Sunak fjármálaráðherra og aðrir í æðstu stöðum Bretlands þyrftu að fara í sóttkví. Johnson er annar þjóðarleiðtoginn sem greinist með kórónuveiruna, en Serge Telle, forsætisráðherra Mónakó, veiktist um miðjan mars. Ríkisstjórn Bretlands samþykkti fyrr í vikunni, áður en vitað var um veikindi Johnsons, að Dominic Raab utanríkisráðherra myndi gegna emb- ætti forsætisráðherra ef Johnson yrði óvinnufær. Michel Barnier, aðalsamninga- maður Evrópusambandsins í viðræð- um þess við Breta, sendi batakveðjur til Johnsons, en Barnier greindist sjálfur með veiruna 19. mars. David Frost, aðalsamningamaður Breta, hefur einnig sýnt einkenni. Alls hafa nú 11.658 tilfelli kórónu- veirunnar verið staðfest á Bretlands- eyjum og hafa 578 látið lífið í faraldr- inum til þessa. Fyrr í vikunni var greint frá því að Karl, prins af Wales og ríkisarfi Bretlands, hefði einnig greinst með veiruna, en hann er með „mild einkenni“. Mikil aukning á Spáni Flest andlátin sem skráð hafa ver- ið til þessa hafa verið í ríkjum Evr- ópu, en þar hafa rúmlega 17.300 manns dáið af völdum kórónu- veirunnar. Nær helmingur dauðsfall- anna í Evrópu til þessa hefur verið á Ítalíu, þar sem rúmlega 8.200 manns hafa dáið. Nýtt met var slegið þar í gær, en tilkynnt var að 969 manns hefðu látist þar á undanförnum sólar- hring. Andlátum fjölgaði einnig mikið á Spáni í gær, en 769 manns höfðu þá látist á undangengnum sólarhring. Er það mesta mannfall sem Spán- verjar hafa séð í faraldrinum til þessa, og hafa nú 4.858 látist á Spáni. Eitthvað virtist þó hafa hægst um í fjölgunum tilfella á Spáni og Ítalíu. Nærri 1.700 manns hafa látist á Frakklandi og hafa stjórnvöld ákveð- ið að framlengja útgöngubann sitt til 15. apríl hið minnsta. „Við erum nú í krísu sem mun vara, í ástandi sem mun ekki batna á næstunni,“ sagði Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, í gær. Andlát 16 ára stúlku þar í landi hefur vakið mikinn óhug meðal Frakka, en stúlkan, sem einungis hefur verið nafngreind sem Julie, var ekki með neina undirliggjandi sjúk- dóma svo vitað sé. Þá var hún ein- ungis með hósta í fyrstu, sem síðan snarversnaði, þar til hún dó á mið- vikudag, innan viku frá fyrstu ein- kennum. Erum komin í kreppuástand Kristalina Georgieva, fram- kvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, sagði í gær að það væri ljóst að hagkerfi heimsins væru komin í kreppu. Rúmlega 80 ríki hafa þegar sótt um fjárhagsaðstoð til sjóðsins. Varaði Georgieva við því að krepp- an nú yrði dýpri en sú sem skók heiminn árið 2009, þar sem hið óvænta stopp í eftirspurn hefði leikið mörg minna þróaðra hagkerfa heimsins illa. Áætlaði Georgieva að fjárþörf þessara ríkja myndi nema að minnsta kosti 2.500 milljörðum bandaríkjadala. AFP Faraldur Prestur í Bergamo á Ítalíu horfir yfir líkkistur í kirkju sinni. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Meira en 500 manns hafa nú látist í New York-ríki af völdum kórónu- veirunnar, samkvæmt Andrew Cuomo ríkisstjóra, en alls hafa 44.635 smitast af henni í ríkinu. Er það rétt tæplega helmingur allra til- fella í Bandaríkjunum, en þau hafa tekið mikið stökk síðustu daga og stefna nú hraðbyri á að verða fleiri en 100.000 talsins, eftir að hafa verið um 68.000 á fimmtudaginn. Cuomo sagði að fjölgun dauðsfalla í ríkinu stafaði af því að sífellt fleiri sjúklingar þyrftu nú á öndunarvél að halda, og þeir þyrftu að eyða lengri tíma í henni. „Við gerum ráð fyrir að sú tala haldi áfram að hækka. Þetta eru slæmar fréttir, þetta eru sorg- lega fréttir, þetta eru verstu tíðindin – en þau voru ekki ófyrirséð heldur,“ sagði Cuomo. Fjögur ný sjúkrahús Góðu fréttirnar voru hins vegar þær að svo virtist sem að hægjast væri ögn á fjölda nýrra tilfella frá degi til dags, og þá væri verið að reisa fjögur ný sjúkrahús í hverfum New York-borgar til bráðabirgða til þess að takast á við vandann, í Man- hattan, Bronx, Brooklyn og Queens. Þá mun sjúkraskip bandaríska flot- ans leggjast við bryggju í New York á mánudaginn, en í því eru 1.000 sjúkrarúm og 1.200 læknar og hjúkr- unarfræðingar. Er gert ráð fyrir að faraldurinn muni ná hámarki í New York-ríki eftir þrjár vikur og verða skólar þar lokaðir til 15. apríl að minnsta kosti. Cuomo hrósaði sérstaklega verk- fræðingadeild Bandaríkjahers fyrir snörp og snögg viðbrögð við að reisa hin tímabundnu sjúkrahús. „Þetta er lúmsk skepna. Þetta verður ekki stutt verkefni,“ sagði Cuomo þegar hann ávarpaði hermennina. „Ég segi, vinir mínir, að við förum í dag og lúskrum á kórónuveirunni.“ Neyðarpakkinn samþykktur Fulltrúadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær frumvarp öldunga- deildarinnar um neyðaraðstoð stjórnvalda upp á 2.200 milljarða bandaríkjadala handa fólki og fyrir- tækjum í Bandaríkjunum. Eftir langar umræður í öldungadeildinni tók innan við sólarhring að fá sam- þykki fulltrúadeildarinnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að hann myndi staðfesta frumvarpið um leið og það kæmi á borð til hans. 100 milljarðar bandaríkjadala munu renna til sjúkrahúsa víðs veg- ar um Bandaríkin, um 500 milljarðar verða veittir í lán til stórfyrirtækja, þar á meðal flugfélaga, og 377 millj- arðar verða settir í styrki til smærri fyrirtækja sem hafa orðið illa úti vegna veirunnar. Þá fær hver full- orðinn einstaklingur 1.200 dali, og hvert barn 500 bandaríkjadali á mánuði tímabundið. Þá verða atvinnuleysisbætur hækkaðar tímabundið, en 3,3 millj- ónir manns hafa nú sótt um bætur í Bandaríkjunum, sem er hið mesta sem sögur fara af vestanhafs. Reisa fjögur tímabundin sjúkrahús í New York  Hver fullorðinn Bandaríkjamaður fær 1.200 bandaríkjadali AFP New York Verkfræðingar Bandaríkjahers eru að reisa fjögur ný sjúkrahús. Herinn mun tryggja það að ferðafólk sem snýr aftur heim til Ástralíu virði þær reglur sem gilda um sóttkví. Þetta kom fram í máli Scotts Morrison, forsætis- ráðherra Ástralíu, í gær þegar hann kynnti nýjar og strangari aðgerðir til þess að berjast við útbreiðslu kórónuveirunnar. Rúmlega tveir þriðju af öllum tilfellum Ástralíu hafa verið rak- in til ferðalaga Ástrala erlendis, og er öllum sem snúa aftur heim gert að sitja heima í 14 daga sóttkví. Brögð hafa hins vegar verið að því að þeim tilmælum sé ekki fylgt, og verða nú allir ferðalangar settir á hótel í tvær vikur í þeirri borg þar sem þeir stíga aftur fæti á ástralska grund. Þá mun lögreglan, með aðstoð hersins, ganga milli húsa þeirra sem þegar eru í sóttkví og at- huga hvort viðkomandi er ekki heima við. Liggja þungar fjár- sektir við brotum á sóttkví í Ástralíu. Herinn framfylgir sóttkví Scott Morrison

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.