Morgunblaðið - 28.03.2020, Síða 41

Morgunblaðið - 28.03.2020, Síða 41
ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2020 Áföll sem dynja yfir, eins og faraldurinn sem nú herjar á heimsbyggðina og er kenndur við kórónu, geta kallað fram bestu hliðar mannskepnunnar. Síðustu daga og vikur höf- um við séð og lesið fréttir um alls kyns góðverk og aðstoð sem hinir og þessir inna af hendi til aðstoðar samborgurum sínum. Margt af þekktasta íþrótta- fólki heims veit ekki aura sina tal og það er gott að sjá fréttir af mönnum eins og Cristiano Ron- aldo og Lionel Messi þar sem þeir gefa svimandi háar fjár- hæðir til styrktar heilbrigðiskerf- unum á Íberíuskaganum. Auðvitað má segja sem svo að það sé ekki mikið mál fyrir þá að gefa til baka eitthvað af þeim öllum þeim auðæfum sem streyma inn á bankareikningana þeirra frá unnendum íþróttar- innar um allan heim. Margt íþróttafólk, sem og þjálfarar, líka hér á landi, hafa gefið eftir hluta af sínum launum til að hægt sé að halda félögum þeirra gangandi, þó þar sé um að ræða fólk sem aðeins þénar ör- lítið brotabrot af þeim upp- hæðum sem áðurnefndar stjörn- ur fá í sinn hlut. Í ræðu og riti má sjá vanga- veltur um að nú muni íþrótta- heimurinn sem slíkur breytast til hins betra. Kröfur muni minnka og fjármagni verði varið á skyn- samlegri hátt en áður. Kaupverð á knattspyrnumönnum muni til dæmis hríðfalla og laun þeirra lækka. Mörg félög þurfa að endur- skipuleggja sig frá grunni, ef þau komast í gegnum „skaflinn“. Kannski var kominn tími til þess hvort sem var? Kannski verður umhverfið á einhvern hátt heil- brigðara að þessum ósköpum loknum? Kannski verður mesta áskorunin sú að láta ekki allt saman sigla aftur í sama farið? BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is HÖFUÐÁVERKAR Kristján Jónsson kris@mbl.is Í síðasta mánuði var gripið til að- gerða á Bretlandseyjum varðandi hættuna á höfuðáverkum í knatt- spyrnunni. Skólabörnum hefur nú verið meinað að skalla knöttinn á æfingum og er þar miðað við 12 ára aldurinn. Sama viðmið hefur verið notað hérlendis en frá því var greint í vetur að börn skalla ekki knöttinn á æfingum hjá knattspyrnudeild Breiðabliks. Eftir því sem Morgun- blaðið kemst næst eru ekki skipu- lagðar skallaæfingar hjá börnum 12 ára og yngri hjá knattspyrnu- félögum á Íslandi. Bandaríkjamenn riðu á vaðið fyrir nokkrum árum og bönnuðu börnum yngri en 12 ára að skalla knöttinn. Enska knattspyrnusambandið hefur nú brugðist við en rannsóknir benda til þess að atvinnumenn í knattspyrnu eigi á hættu að þróa með sér heilabilun fyrir aldur fram. Grunsemdir um slíkt hafa legið fyr- ir í nokkurn tíma en viðamikil rann- sókn sem gerð var í Skotlandi bendir til þess að slíkar áhyggjur eigi við rök að styðjast. Skallatækni kennd Greint var frá niðurstöðum þeirr- ar rannsóknar í Morgunblaðinu 23. október síðastliðinn. Var hún fram- kvæmd af Glasgow-háskólanum og niðurstöður hennar eru megin- ástæða þess að enska knattspyrnu- sambandið og systursambönd í Skotlandi og Norður-Írlandi hafa nú tekið þessa ákvörðun. Enda voru niðurstöðurnar ekki skemmti- legar. Knattspyrnumenn eru lík- legri til að fá taugasjúkdóma og lík- legri til að látast úr heilabilun, meira að segja mun líklegri en þeir sem ekki stunda knattspyrnu af kappi. Ekki er látið staðar numið við 12 ára aldurinn í þeim aðgerðum sem nú er gripið til á Bretlandseyjum heldur eru tilmæli þess efnis að ekki sé lögð mikil áhersla á skalla- tækni fyrr en knattspyrnufólk nær 16 ára aldri. Á aldrinum 13 til 16 ára á þó að kenna leikmönnum skallatækni en slíkar æfingar verða ekki umfangsmiklar og langt á milli þeirra. Smávægileg en ítrekuð högg Gera má ráð fyrir því að víða í knattspyrnuhreyfingunni bíði fólk átekta. Rannsóknin í Skotlandi var nauðsynlegt skref í þá átt að fræð- ast um afleiðingar þess að skalla knöttinn ítrekað um margra ára skeið. Hér er ekki verið að skoða stök og þung höfuðhögg, sem eru vitaskuld alvarleg, heldur síendur- tekið áreiti fyrir höfuðið sem veldur því að heilinn hristist ef til vill eilít- ið í hvert skipti. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu var þúfan sem velti hlassinu vestan hafs í Bandaríkj- unum. Leikmenn í NFL fengu hver af öðrum heilabilun langt fyrir ald- ur fram. Eftir umfangsmiklar krufningar snemma á þessari öld kom í ljós að heilinn í þeim var álíka illa farinn og í hnefaleikurum sem hafa verið krufnir. Slíkt ástand var kallað boxers brain en fékk heitið CTE eftir uppgötvanirnar í Bandaríkjunum. Heilabilunina mátti rekja til margítrekaðra högga sem leikmenn urðu fyrir á æfingum og í keppni en ekki endilega vegna dramatískra atvika þar sem leik- menn fengu alvarlegan heilahrist- ing. Watson bætist í hópinn Í framhaldinu fóru margir að velta fyrir sér áhrifum þess fyrir atvinnumenn í knattspyrnu að skalla knöttinn. Nokkur dæmi eru um ótímabæra heilabilun hjá fyrr- verandi knattspyrnumönnum. Þekktustu dæmin frá Bretlands- eyjum þar sem aðstandendur tjáðu sig í fjölmiðlum eru Jeff Astle, Nobby Stiles og nú síðast Dave Watson. Astle var miðherji WBA sem lést 59 ára að aldri og hafði heilabilun þá hrjáð hann um fimm ára skeið. Stiles, einn þriggja Englendinga sem bæði hafa orðið heimsmeist- arar og Evrópumeistarar, þjáist af heilabilun og hafa fjölskyldu- meðlimir kallað eftir rannsóknum á höfuðáverkum í knattspyrnunni. Í síðasta mánuði var greint frá því að Dave Watson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englendinga, glími við heilabilun og hafi gert um árabil en hann er 73 ára. Í tilkynningu frá eiginkonu hans kemur fram sú skoðun hennar að ástand Watsons sé líklega CTE og sé tilkomið eftir að hafa skallað knöttinn ítrekið á knattspyrnuferlinum. Watson var í liði Sunderland sem varð bik- armeistari 1973. Ástæða þess að eiginkona Watsons tilkynnti nú um stöðuna er sú að Sunderland hefur ákveðið að velja Watson í heiðurs- höll félagsins. Skýrari mynd fæst vonandi Ljóst má vera að vangaveltur um heilsufar knattspyrnufólks þegar ferlinum sleppir munu verða áfram í umræðunni á Bretlandseyjum. Fleiri rannsóknir verða vafalaust gerðar sem ættu að færa fólk nær einhverri vitneskju um hvort hættulegt sé að skalla knöttinn ítrekað og hversu hættulegt. Eins og sakir standa bendir margt til þess að svo sé en nokkur flækjustig eru enn til staðar. Til dæmis sú staðreynd að knettirnir voru annars konar fyrir mörgum áratugum og urðu grjótharðir í bleytu. Hvort það hafi áhrif á eftir að koma betur í ljós með fleiri rannsóknum en þrátt fyrir aukna tækni er ljóst að knettir sem not- aðir eru í meistaraflokkum eru enn mjög harðir. Bretar fylgja fordæmi Bandaríkjamanna  Börnum í knattspyrnu meinað að skalla knöttinn á Bretlandseyjum Morgunblaðið/Eggert Skallaeinvígi Leikmenn úr Stjörnunni og Þór/KA reyna að skalla knöttinn í Garðabænum árið 2013. Körfuknattleiksdeild Þórs Þorláks- hafnar og Friðrik Ingi Rúnarsson hafa komist að samkomulagi um að slíta samstarfinu vegna þeirrar óvissu sem nú ríkir í samfélaginu. Hafnarfréttir greindu frá þessu í gær. Friðrik, sem er 52 ára Njarð- víkingur og einn reyndasti körfu- knattleiksþjálfari landsins, tók við þjálfun karlaliðs Þórs af Baldri Þór Ragnarssyni fyrir tímabilið og var liðið í níunda sæti Dominos- deildarinnar þegar tímabilið var blásið af vegna kórónuveirunnar fyrr í þessum mánuði. Friðrik Ingi hættir í Þorlákshöfn Morgunblaðið/Eggert Farinn Friðrik Ingi Rúnarsson hef- ur sagt skilið við Þór í Þorlákshöfn. Forráðamenn ensku úrvalsdeildar- innar funduðu í gær vegna út- breiðslu kórónuveirunnar og kom- ust að niðurstöðu um að leikjum deildarinnar væri ekki lengur frest- að til 30. apríl heldur ótímabundið. Verður fundað aftur í næstu viku og reynt að komast að frekari niður- stöðu um framhald deildarinnar. Segir í yfirlýsingu frá deildinni í gær að félögin munu vinna saman við að komast að niðurstöðu. Æ fleiri félög í ensku úrvalsdeildinni vilja aflýsa yfirstandandi tímabili vegna veirunnar. Ekki lengur frest- að til 30. apríl AFP England Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi deildarinnar. Íslenska kvenna- landsliðið í knatt- spyrnu sígur niður um eitt sæti á heimslista FIFA sem gefinn var út í gær í fyrsta skipti á árinu 2020. Ís- land var í 18. sæti listans þegar hann var síðast gefinn út, í desember 2019, en er núna í nítjánda sætinu. Það er Suður-Kórea sem fer upp fyrir Ís- land og í 18. sætið, og fer reyndar líka upp fyrir Sviss sem sígur niður í það 20. í staðinn. Íslenska liðið hefur leikið þrjá leiki á þessu ári, alla á alþjóðlegu móti á Spáni í byrjun mars. Þar vann það Norður-Írland 1:0 og Úkraínu 1:0 en tapaði 0:1 gegn Skotlandi. Ein breyting er meðal liðanna í efstu sæt- unum. Þar eru Bandaríkin og Þýska- land í tveimur þeim efstu sem fyrr en Frakkland fer upp fyrir Holland og í þriðja sætið. Svíþjóð, England og Ástralía koma þar á eftir en Brasilía kemst að hlið Kanada í 8.-9. sætinu. Þá fer Norður-Kórea upp fyrir Japan og í tíunda sætið. Þar á eftir koma Nor- egur, Spánn, Ítalía, Kína, Danmörk, Belgía, og svo Suður-Kórea og Ísland númer 18 og 19. Íslenska lið- ið niður um eitt sæti Sara Björk Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.