Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.09.2020, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 05.09.2020, Qupperneq 2
Við viljum fara í þá átt, sem samfélag hlýtur að vilja, að fólk geti verið eins og það er og vill. Bergþór Bjarki Guðmundsson Biðlaun síðasta starfandi læknis hjá stofnuninni eru sögð ástæða vandans. Til standi að auglýsa eftir nýjum lækni í september. Veður Víða hægur vindur og þurrt og bjart veður á landinu, en snýst í suðaustan strekking og þykknar upp með dálítilli súld í kvöld. Hiti 7 til 13 stig. SJÁ SÍÐU 46 - síðan 1986 - Skútuvogi 6 104 Reykjavík Sími: 568 67 55 alfaborg.is Kári Árnason verður fyrirliði gegn Englandi í dag Kári Árnason stendur hér í viðtali við fjölmiðla, en íslenska landsliðið mætir því enska í dag. Þó enginn hafi smitast af COVID í gær hér á landi eru reglur UEFA skýrar. Fréttamenn sem voguðu sér að mæta þurftu að láta mæla hitann og fylla út spurningalista áður en þeir fengu aðgang. Vera með grímur og ekkert grín. Fjölmarga lykilmenn vantar í íslenska liðið en verði Jordan Pickford í marki Englendinga er von. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI SAMFÉLAG Íþrótta- og tómstunda- ráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í vikunni að styrkja verkefni um að koma kynfræðsluspilinu Sleik til allra félagsmiðstöðva og elstu bekkja grunnskóla í bænum. Sleikur er þróaður af Elísu Gyrðis- dóttur og Bergþóri Bjarka Guð- mundssyni, starfsmönnum félags- miðstöðvarinnar Elítunnar. Spilið er kynfræðsluspil ætlað fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára og er tilgangur þess að opna vett- vang fyrir mikilvægar umræður af ýmsum toga sem fá ekki endilega rými í daglegu tali. Spilið er byggt á hugmyndafræði um hálf-formlegt nám og gefur leið- beinendum og kennurum tækifæri til að ræða málefni tengd kynlífi, samskiptum, einelti, klámi, jafn- rétti og f leiru á skemmtilegan, en jafnframt lærdómsríkan hátt. Bergþór segir að spilið sé kyn- fræðsluspil sem snúist bæði um líf- fræðilegu hliðina á kynlífi en einnig samskipti kynjanna, sjálfsmynd og alls konar kynhneigð. „Við erum að vinna með hvað unglingarnir vilja heyra, læra og fræðast um,“ segir Bergþór. Spilið fer ekki í almenna sölu heldur er ætlunin að selja það til félagsmiðstöðva og skólastarfs, enda hannað sem námsgagn. Þau Bergþór og Elísa eru að sækja um styrki til bæjaryfirvalda víða um land, enda draumurinn að spilið fari um allt svo allir unglingar á Íslandi geti fræðst og lært. „Við byrjuðum að sækja um hjá Garðabæ enda erum við að vinna þar. Styrkurinn kemur sér vel en við þurfum að fjár- magna þetta frekar til að koma því um allt land. Það er töluverður áhugi á spilinu, við finnum það, þannig að núna er þetta í því ferli að sækja um styrki til að fjármagna lokahnykk- inn,“ segir Bergþór. Lokaverkefni hans í Háskóla Íslands í tómstunda- og félagsmála- fræði fjallaði einmitt um spilið. Þar kemur fram að kynfræðsla komi hvergi fyrir í aðalnámskrá grunn- skóla og að greinin Viðhorf og þekk- ing 16 ára unglinga á kynlífstengdu efni, sýndi að skortur sé á þekkingu unglinga um ýmis grunnatriði kyn- lífs svo sem um getnaðarvarnir. Það er því þörf á að uppfæra kynfræðslu og kynvitund unglinga. „Okkar vonir eru að leiðbein- endur geti haldið betur utan um umræðuna þessu tengda, því hún er oft vandmeðfarin. Það er ekkert alltaf einfalt að ræða svona hluti við unglinga, en okkur finnst það mikil- vægt,“ segir hann. Þau Elísa hafa prófað spilið með unglingunum sem þau eru að vinna með og er spilið hannað í kringum það sem þau hafa lært af þeim. Hvað þau eru að tala um og vilja fræðast um. „Samfélagið er að kalla eftir meiri umræðu og fræðslu og ungl- ingarnir líka. Við viljum fara í þá átt, sem sam- félag hlýtur að vilja, að fólk geti verið eins og það er og vill. Það eru mörg nýyrði, sem við heyrum ekki dagsdaglega, í gangi og flestir skilja ekki hvað er á bak við. Við erum öll að komast að þessu saman því öll erum við alltaf að læra hvernig það er að vera til.“ benediktboas@frettabladid.is Kynfræðsluspilið sem unglingar vilja spila Þau Elísa Gyrðisdóttir og Bergþór Bjarki, starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar Elítunnar, hafa hannað spilið Sleik fyrir unglinga. Spilið er kynfræðsluspil og styrkti Garðabær þau til að koma því í allar félagsmiðstöðvar bæjarins. Elísa og Bergþór hafa prófað spilið með unglingunum sem þau vinna með og hlustað á hvað þau tala um og vilja læra meira um. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI STJÓRNSÝSLA Enginn læknir hefur verið starfandi hjá Vinnueftirlitinu í tæplega eitt og hálft ár, þrátt fyrir að það sé skylda samkvæmt lögum. Kristinn Tómasson, fyrrverandi læknir Vinnueftirlitsins og stað- gengill forstjóra, hætti um mitt ár 2019. Síðan þá hefur enginn læknir starfað við stofnunina. Fréttablaðið greindi frá málinu í umfjöllun um mikinn óróa meðal starfsfólks stofnunarinnar, í nóvem- ber á síðasta ári. Mátti rekja hluta vandans við óánægju starfsfólks til stjórnarhátta Hönnu Sigríðar Gunnsteinsdóttur, sem var skipuð forstjóri stofnunarinnar í lok árs 2018. Í umfjölluninni kom fram að í nýju skipulagi stofnunarinnar væri gert ráð fyrir sérstakri atvinnusjúk- dóma- og heilbrigðisdeild og að læknir myndi veita deildinni for- stöðu í samræmi við lög. „Áður en starfið verður auglýst þótti ástæða til að greina nánar hvers konar sérþekkingu þyrfti á að halda innan eftirlitsins með til- liti til þeirra verkefna sem gert er ráð fyrir að læknir sinni,“ var haft eftir Hönnu Sigríði í fréttinni. Tæpu ári síðar hefur lítið gerst í málinu og enn hefur enginn læknir verið ráðinn til stofnunarinnar. Í skrif legu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um ástæður tafar- innar segir Vera Einarsdóttir, upp- lýsingafulltrúi Vinnueftirlitsins, að ástæðuna megi rekja til þess að fyrri læknir hafi verið á biðlaunum fram í maí 2020. Til standi að auglýsa eftir nýjum lækni núna í september. – bþ Brjóta lög með fjarveru læknis STJÓRNMÁL Ríkisábyrgð á lánum til Icelandair var samþykkt á Alþingi laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi og er þingstörfum lokið í bili. Þing- menn koma aftur saman til haust- þings sem sett verður 1. október næstkomandi. Kveðið er á um ríkisábyrgðina í fjáraukalögum en um er að ræða allt að 15 milljarða ríkisábyrgð á lána- línum til f lugfélagsins. Frumvarpið tók þeim breytingum í meðförum þingsins að hún nær aðeins til lána vegna flugstarfsemi félagsins í milli- landaflugi til og frá landinu en hana megi ekki nýta til annarrar starf- semi félagsins. Tillögu Þórhildur Sunna Ævars- dóttur um að frumvarp um strand- veiðar kæmist á dagskrá fyrir þinglok var hafnað en með frum- varpinu er sjávarútvegsráðherra veitt heimild að leyfa strandveiðar nú í september, eins og smábátasjó- menn hafa óskað eftir með vísan til efnahagsástandsins. – aá Þingið afgreiddi ríkisábyrgðina 5 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.