Fréttablaðið - 05.09.2020, Page 10

Fréttablaðið - 05.09.2020, Page 10
Við viljum vekja von. Þó er engin hræðsla við að gera gagn- rýnið grín þegar það á við, á sama tíma og virðing fyrir fólki er í hávegum höfð. Reynir Lyngdal, leikstjóri Lág endurgreiðsla hér gerir það að verkum að hingað er komið með kvikmyndaverkefnin í skamma stund, tekið upp það sem þarf og meirihlut- inn svo kláraður annars staðar. Kristinn Þórðar- son, framleiðandi hjá True North Afgreiðslutímar á www.kronan.is Ódýrt Ódýrt Þessi gula króna ... Ódýrt SPARAR þÉ R A U R IN N Ód ýrt Ódý rt Ódýrt Pssst ... elt’ana KVIKMYNDIR Undanfarin miss- eri hafa borist fréttir af veru stór- stjörnunnar Wills Smith hérlendis við upptökur á sjónvarpsþáttum, auk þess sem senn hefjast tökur á gríðarstóru verkefni á Suðurlandi sem mikil leynd hvílir yfir. Upp- bókuð hótel á Suðurlandi og leyfis- beiðnir til sveitarfélaga um kvik- myndatökur með þyrlum og 50-70 bílum er til marks um umfangið. Kristinn Þórðarson, framleiðandi hjá True North og  formaður Sam- bands íslenskra kvikmyndafram- leiðenda, segir að vissulega séu ýmis verkefni að koma til landsins og að það sé afar ánægjulegt enda mikil- væg búbót fyrir íslenskt efnahagslíf. „Ísland er með orðspor um að hér gangi glíman við faraldurinn vel og það laðar verkefni að. Þá hefur sam- starfið við sóttvarnayfirvöld verið afar gott en þar hefur verið hugsað í lausnum,“ segir Kristinn. Hann segir þó vonbrigði hversu hægt miðar varðandi auknar fjár- festingar í greininni, til dæmis með hækkun endurgreiðsluhlutfalls. Hann finni fyrir jákvæðum við- brögðum frá stjórnvöldum en mál- unum miði hægt. „Þessi verkefni eru oft og tíðum gríðarlega umfangsmikil og marg- földunaráhrif þeirra eru mikil. Til marks um það komu fjögur erlend verkefni til Íslands á vegum True North undir lok síðasta árs. Þau veltu þremur milljörðum hérlendis á meðan á upptökunum stóð og um milljarður af þeirri upphæð rann beint til ferðaþjónustunnar í formi gistingar, tækjaleigu og veitinga. Við teljum að það blasi við hversu mikilvægt sé að laða slík verkefni til Íslands þegar ástandið er með þessum hætti í ferðaþjónustunni,“ segir Kristinn. Eitt af verkefnunum sem var tekið upp var myndin The Midnight Sky, sem George Clooney leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í, og bendir Kristinn á að oft gleymist að leikarar verkefnanna greiði skatta hérlendis þá daga sem vinnan standi yfir. Það gerði Clooney samviskusamlega. Samkvæmt lögum fá erlendir kvikmyndaframleiðendur 25 pró- sent af framleiðslukostnaði endur- greidd. Það vilja íslenskir kvik- myndaframleiðendur hækka upp í 35 prósent sem þekkist í öðrum löndum. „Það er að mínu mati frá- bær fjárfesting en ekki styrkur. Við höfum talað fyrir því lengi að íslensk stjórnvöld fjárfesti í iðnað- inum með því að hækka endur- greiðsluhlutfallið. Við töldum það sérstaklega mikilvægt á meðan kórónaveirufaraldurinn gengi yfir, enda er þessi bransi að breytast hratt og mörg tækifæri í boði. Við erum í harðri samkeppni við lönd í kringum okkur sem eru með hærra hlutfall,“ segir Kristinn. Hann nefnir sem dæmi Írland sem býður upp á 35 prósenta endur- greiðsluhlutfall og hefur verið vett- vangur gríðarstórra kvikmynda- verkefna undanfarin ár. „Þar voru Game of Thrones-þættirnir teknir upp að stóru leyti, en aðeins lítill hluti hérlendis. Lág endurgreiðsla hér gerir það að verkum að hingað er komið með kvikmyndaverkefnin í skamma stund, tekið upp það sem þarf og meirihlutinn svo kláraður annars staðar,“ segir Kristinn. Hann segir að mikil ásókn sé í kvikmyndaver um allan heim og því sé afar spennandi tækifæri að ráðast í slíkar fjárfestingar hérlendis. Það haldist þó í hendur við endurgreiðsl- una. „Við erum með aðila sem vilja ráðast í slíkar fjárfestingar hérlendis strax ef endurgreiðslan er hækkuð. Það væri bylting fyrir okkur því að þá getum við fengið verkefni hingað til lengri tíma eins og gert er á Írlandi, frekar en að menn reyni að vera í eins stuttan tíma og hægt er hérlendis,“ segir Kristinn. bjornth@frettabladid.is Ísland fær litla sneið af stórri köku kvikmyndaframleiðslu Nokkuð hefur verið um að stór sjónvarps- eða kvikmyndaverkefni séu eða verði tekin upp hérlendis. Um góða búbót er að ræða fyrir hagkerfið, en formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segir Íslendinga aðeins fá lítinn hluta af þessum verkefnum. Það geti breyst bregðist stjórnvöld skjótt við. Von er á stórstjörnum hingað til lands í stórt kvikmyndaverkefni sem tekið verður upp meðal annars við Þjófafoss. Formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segir stór verkefni hafa margföldunaráhrif. MYND/GETTY Reynir Lyngdal leikstjóri sér um stjórnartaumana á Skaupinu í ár eins og í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA ÁRAMÓTASK AUP RÚV tilkynnti í gær hverjir myndu sjá um að skemmta landanum um áramótin með gerð Áramótaskaupsins. Hug- leikur Dagsson, Lóa Hjálmtýsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Bragi Valdimar Skúlason og Katla Margrét Þorgeirs- dóttir sjá um skrifin og líkt og í fyrra mun Reynir Lyngdal leikstýra. Í tilkynningu frá RÚV segir Reynir að vinnan við Skaupið sé ein skemmtilegasta vinna sem hægt sé að hugsa sér, sem leikstjóri og höf- undur. „Að skoða og greina samtímann í gegnum grín og hafa tækifæri til að vinna með fyndnasta fólki á landinu eru forréttindi. Þegar mér bauðst að gera Skaupið í ár eftir að hafa gert, að því er mér finnst, vel heppnað Skaup í fyrra, þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um.“ Hann bætir við að erfiðleikarnir vegna kóróna veirufaraldursins og afleiðingar hans fyrir allt samfélagið kalli á nærgætni og efnistök sem gleðja og hlýja. „Við viljum vekja von. Þó er engin hræðsla við að gera gagnrýnið grín þegar það á við, á sama tíma og virðing fyrir fólki er í hávegum höfð. Vonandi tekst okkur sem að þessu vinnum að gera árinu góð skil og skemmta landanum í leiðinni,“ segir leikstjórinn. – bb Landsþekktir grínarar semja Skaupið í ár 5 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.