Fréttablaðið - 05.09.2020, Page 12

Fréttablaðið - 05.09.2020, Page 12
Upphæðin samsvarar 500 milljörðum íslenskra króna en uppi eru efasemdir um að simbabveska ríkið geti staðið við samkomu- lagið. Gagnaver á Hólmsheiði Nánari upplýsingar og útboðsskilmálar eru á reykjavik.is/lodir Reykjavíkurborg leitar eftir kauptilboðum í byggingar- rétt fyrir gagnaver á lóðinni Hólmsheiðarvegur 150. Lóðin er rúmir 50 þús. fermetrar. Grunnflötur bygginga sé ekki meiri en rúmir 25 þús. fermetrar. Heimild verður fyrir spennistöð á lóðinni og kvöð er um 8 metra gróðurbelti meðfram Hólmsheiðarvegi. Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar kl. 14.00 þann 16. september 2020. Byggingarréttur til sölu SIMBABVE Hvítir bændur í Simbabve munu fá bætur sem samsvara 3,5 milljörðum Bandaríkjadollara, eða nærri 500 milljörðum íslenskra króna, frá ríkisstjórn Simbabve. Er þetta til uppbyggingar á landi sem orðið hafði fyrir eyðileggingu vegna ofsókna. Talið er að þetta sé liður í að snúa við blaðinu frá tíð for- setans Roberts Mugabe sem hvatti til ofsókna skæruliðahreyfinga á hvítum bændum og flæmdi marga þeirra úr landi. Samkvæmt samkomulagi for- setans Emmersons Mnangagwa við samtök bænda verður helm- ingur upphæðarinnar greiddur út á einu ári og hinn helmingurinn á næstu fimm árum. Aðeins bændur sem eiga nú land geta sótt í sjóðinn. Mnangagwa sagði hins vegar að þeir sem höfðu misst land í þjóð- nýtingu gætu fengið land annars staðar í bætur. Fyrir sjálfstæði voru nærri 300 þúsund hvítir í landinu, sem þá hét Ródesía, en í dag eru aðeins um 30 þúsund eftir. Flestir f luttu eða f lúðu til Suður-Afríku en margir voru drepnir af skæruliðum. Hvítt fólk var svipt ýmsum réttindum og Mugabe sagði einfaldlega að þessir fyrrverandi nýlendukúgarar ættu að fara aftur heim til Englands. Mugabe var steypt af stóli árið 2017 eftir 30 ára valdatíð og lést tveimur árum síðar. Landeigendurnir sem tóku yfir jarðirnar og kalla sig uppgjafar- hermennina voru að stórum hluta gamlir samstarfsfélagar Mugabe úr sjálfstæðisbaráttunni. Þeir hafa gagnrýnt samkomulagið harðlega. Segja þeir það mismuna fólki á grundvelli kynþáttar og þar að auki grafa undan þeirri baráttu sem þeir háðu fyrir frelsi. Mnangagwa telur samkomulagið hins vegar nauðsyn- legt til þess að bæta samskiptin við Vesturlönd, en um áratuga skeið komst Simbabve aðeins í heims- fréttirnar fyrir spillingu og ofsóknir á hendur hvítum bændum. Þá hefur samkomulagið einnig verið gagnrýnt vegna þess að Sim- babve er bláfátækt land, þar sem rúmur þriðjungur íbúanna á mjög erfitt með að brauðfæða sig. Fyrir rúmum áratug var hætt að nota simb abveska dollarann þar sem hann var orðinn verðlaus og gjald- miðlar átta annarra landa notaðir í daglegum viðskiptum. Landið sem áður var stórútflytjandi í landbún- aðarafurðum og góðmálmum er nú orðið verulega háð innf lutningi á matvælum og alþjóðlegri aðstoð. Mesta bjartsýnin er bundin við tóbaksframleiðslu og sölu til Kína. Ekki eru allir sannfærðir um að Mnangagwa og stjórn hans geti efnt samkomulagið við hvítu bændurna en hann hefur sagt að það verði fjár- magnað með 30 ára erlendum lán- tökum. kristinnhaukur@frettabladid.is Hvítir bændur fá bætur fyrir ofsóknir Emmerson Mnangagwa, forseti Simbabve, hefur ákveðið að greiða hvítum bændum háar bætur fyrir áratuga ofsóknir og bændur sem hafa verið flæmdir af jörðum sínum geta fengið nýjar. Er þetta gert til þess að milda afstöðu Vesturlanda gagnvart landinu. Mnangagwa er umhugað að bæta samskipti við vesturveldin. MYND/GETTY Almenningur fékk upplýsingar um upptökurnar frá Edward Snowden. BANDARÍKIN Bandarískur áfrýj- unardómstóll hefur dæmt símaupp- tökur þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA ólöglegar. Upptökurnar, sem eru frá milljónum Bandaríkja- manna, komust fyrst upp á yfir- borðið árið 2013, fyrir tilstilli upp- ljóstrarans Edwards Snowden. Þegar þær litu fyrst dagsins ljós fullyrtu fulltrúar NSA að upptök- urnar hefðu þjónað lykilhlutverki í stríðinu gegn hryðjuverkum, en samkvæmt úrskurði áfrýjunardóm- stólsins halda þær staðhæfingar ekki vatni. „Mér datt ekki til hugar að ég myndi nokkurn tímann sjá dóm- stóla okkar fordæma starfsemi NSA sem ólöglega og í sama úrskurði heiðra mig fyrir að af hjúpa þær,“ sagði Snowden á Twitter-reikningi sínum, en hann hefur búið í útlegð í Moskvu undanfarin ár. – atv Upptökur NSA dæmdar ólöglegar BA N DA R Í K I N Dagblað banda- ríska hersins, Stars and stripes, mun koma út í síðasta skipti þann 30. þessa mánaðar. Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, ákvað í upphafi þessa árs að minnka fjárveitingu til blaðsins og nú hefur Pentagon tilkynnt að síðasta blaðið muni rúlla úr prent- smiðjunni þann 30. september. Alls hafa 15 þingmenn úr báðum flokkum í Bandaríkjunum skrifað Esper og beðið hann að endurskoða ákvörðun sína, en hvorki hann né Pentagon hafa haggað sinni ákvörð- un. Flestallir þingmennirnir eru fyrrvreandi hermenn og hafa lýst yfir í hjartnæmum bréfum hvers virði það var að fá fréttir hvar sem var í heiminum. Stars and Stripes hefur f lutt herfréttir fyrir banda- ríska hermenn frá 1861 en það kom út daglega þegar seinni heimsstyrj- öldin braust út. – bb Herinn hættir með dagblaðið sitt Trúlega hafa farþegar þessa bíls verið að lesa Stars and Stripes. MYND/GETTY Fimmtán þingmenn hafa mótmælt ákvörðuninni og skorað á ráðherra að tryggja útgáfunni fjármagn. 5 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.