Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.09.2020, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 05.09.2020, Qupperneq 18
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Þau atvik sem hafa verið tilefni frétta í líðandi viku ógna veru- lega því trúnaðar- trausti sem félaginu og þeim sem til þess leita er bráðnauð- synlegt. Jón Þórisson jon@frettabladid.is Mín skoðun Lára G. Sigurðardóttir Í fréttum vikunnar var fjallað um mistök sem átt hafa sér stað við greiningar sýna hjá Krabbameinsfélaginu. Í ljós kom að frumu-breytingar voru ranglega greindar með skelfi-legum afleiðingum fyrir þær sem í hlut áttu.Krabbameinsfélagið er merk stofnun sem rekin er hvort tveggja fyrir sjálfsaflafé af veittri þjónustu og framlög almennings en svo opinbert fé á grundvelli þjónustusamninga við ríkið. Ekki er vafi á því að undir merkjum félagsins hefur markverður árangur náðst hér á landi í baráttunni við krabbamein. Leit að krabbameini í leghálsi og brjóstum er umfangsmesta verkefni félagsins og samkvæmt samningi við heilbrigðisyfirvöld sér það um skipulag og framkvæmd krabbameinsleitar meðal kvenna. Í tilkynningu félagsins kemur fram að dánartíðni af völdum leghálskrabbameins hér hafi lækkað um 83 prósent og með reglubundinni skimun megi koma í veg fyrir 90 prósent tilvika leg- hálskrabbameins. Það er augljóst að félagið hefur haft mikilvægu hlutverki að gegna og brýnt að starf þess sé áreiðan- legt og hafið yfir vafa. Vísbendingar eru þó um að pottur hafi verið brotinn í vísindastarfi félagsins og bent á að úrbóta hafi verið þörf. Nú virðist sem þær vísbendingar hafi átt við rök að styðjast. Þótt vera kunni að ekki sé um orsakasamband að ræða mun starfsemi leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins færast til Landspítala og heilsugæslu að ráði Landlæknis og greiningar á leghálssýnum færast frá félaginu til veirufræðideildar Landspítala um næstu áramót. Í nýjustu ársskýrslu félagsins kemur fram að árlega séu rúmlega 27.000 sýni úr leghálsi rannsök- uð á rannsóknarstofu félagsins. Af þeim hafi rúm- lega 3.700 sýni gefið frumubreytingar til kynna, eða tæp 14 prósent. Þetta sýnir augljósa þörf á að skima þurfi fyrir þessum breytingum og undirstrikar um leið mikilvægi þess að þessi starfsemi sé áreiðanleg. Þau atvik sem hafa verið tilefni frétta í líðandi viku ógna verulega því trúnaðartrausti sem félag- inu og þeim sem til þess leita er bráðnauðsynlegt. Varla er ofmælt að þetta mál vegur að tilvist félags- ins. Tilraunir til að beina sökinni að fyrrverandi starfsmanni félagsins bæta ekki úr skák. Að ekki sé minnst á óljósar dylgjur um veikindi hans.  Þessa dagana bíða því þeir sem leitað hafa rann- sóknar hjá félaginu undanfarið í óvissu um hvort vera kunni að niðurstaða rannsóknar sem þeir hafa undirgengist hafi verið ranglega fengin. Brýnast af öllu er að eyða þeirri óvissu sem fyrst. Þá þarf að tryggja að mistök sem þessi endurtaki sig ekki. Það verður ekki svo fyrr en að upplýst er nákvæm- lega hvað varð til að þetta gerðist og ráðstöfunum sem gripið var til svo þetta gerist ekki á ný verði lýst, að mögulegt verður að endurreisa trúnaðartraustið til þessara leitarstarfa, hver sem sinnir því. Krabba- meinsfélagið þarf að vera til og það þarf að njóta trausts, þó að leghálsskoðanir f lytjist annað. Það er verra að búa við falskt öryggi en ekkert. Falskt öryggi Þegar Samóar lögðust til hvílu 29. desember 2011 vöknuðu þeir aftur 31. desember. Dagurinn þarna á milli er því ekki til í dagatali Samóaeyja. Síðustu ár höfum við rökrætt fram og til baka hvort seinka eigi staðarklukkunni á Íslandi um eina klukku- stund til að vera í takt við tímabeltið og gang sólar, en nú er sólin alla jafna hæst á lofti um klukkan 13.30. Meirihluti álitsgjafa í samráðsgátt stjórnvalda vildi seinka klukkunni – helmingi fleiri en þeir sem vildu enga breytingu. Niðurstaða ríkisstjórnarinnar um að rök séu ekki nægilega sterk vekur mann til umhugsunar hvað liggur að baki. Ef gangur lífsins er ekki nægilega sterk rök, þá hljómar sem rök viðskiptahagsmuna séu metin meira en lýðheilsa. Stillum okkur Eins mikið og menn reyna að þræta fyrir það, þá verður ekki vikið frá þeirri staðreynd að sólargangur ríkir yfir lífi okkar. Dagur og nótt spila stóran þátt í starfsemi líkamans. Þar sem lífklukka okkar gengur ekki á 24 tímum líkt og staðarklukkan, þá þarf að gangstilla hana á hverjum degi. Líkt og ef úrið væri búið að flýta sér um klukku- tíma þegar þú vaknar, þá þarftu að stilla lífklukkuna til baka um klukkutíma. Á hverjum einasta degi. Og hvað er best fallið til að endurstilla lífklukkuna? Sólarupprásin. Leikur lífklukkunnar Lífklukkan er merkilegt fyrirbæri. Hún er eins konar leikstjóri líkamsstarfsemi þinnar. Þó hún sé agnar- smár kjarni í heilanum þínum þá eru þarna um 20 þúsund taugafrumur í fullri vinnu við að knýja áfram og stilla af starfsemi líkamans. Þessi litli kjarni er afar næmur á birtu og ef þú spókar þig úti fram á bjarta sumarnótt eða vinnur í tölvunni að kvöldi til, þá seinkar lífklukkunni. Næsta dag þarf því að stilla hana enn lengra til baka. Hún er svo næm að jafnvel næturljós getur hreyft við henni. Við sólarupprás fær lífklukkan skilaboð um að nýr dagur sé runninn. Boðin berast áfram um allan líkamann. Sem dæmi, þá hækka blóðþrýstingur og kólesteról árla morguns sem hjálpar þér að vakna. Þegar sólin lækkar svo á lofti, þá lækkar einnig blóð- þrýstingur og líkamshiti. Ótal aðrar sveiflur eiga sér stað á ákveðnum tíma sólarhrings. Svo byrjar ballið aftur næsta dag. Á hverjum einasta degi. Sjálfsköpuð „flug“-þreyta Í samfélagi þar sem eitthvað spennandi er um að vera allan sólarhringinn þarf lítið til að raska gangi líf- klukkunnar. Óregla á svefni og næringu er uppskrift að sjálfskipaðri „flug“-þreytu þar sem stöðugt er verið að hrófla við gangi lífklukkunnar, líkt og þegar flogið er milli tímabelta. Ekki furða að við séum þreytt og með hægðatregðu. Að seinka klukkunni Um aldamótin 1900 svaf fólk að meðaltali um níu tíma. Unglingar í dag sofa að meðaltali 6,5 tíma. Það þarf verulegt átak til að snúa þessari þróun við. Nátt- úra okkar á að slá í takt við náttúruna sem við lifum í. Það kalla ég sterk rök. Núverandi staðartími er ekki að hjálpa landsmönn- um að stilla lífklukkuna. Sólin rís of seint og kvöld- birtan seinkar lífklukkunni enn frekar. Það er ekki rétt að birtustundum muni fækka eins og haldið var fram. Það er einfaldlega ekki hægt: sólin skín jafnmikið og áður. Við njótum hennar einfaldlega fyrr, þegar líf- klukkan þarf raunverulega á henni að halda. Margar nágrannaþjóðir okkar breyta klukkunni sinni um eina stund tvisvar sinnum á ári. Samóar breyttu klukkunni sinni um 24 tíma. Við hljótum að geta flutt klukkuna okkar einu sinni, um eina klukku- stund. Úr takti 10. vikna námskeið fyrir börn og unglinga sem eiga það sameiginlegt að vera aðstandendur krabbameinsgreindra hefst 9. september. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu. 5 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.