Fréttablaðið - 05.09.2020, Page 20

Fréttablaðið - 05.09.2020, Page 20
FÓTBOLTI Rétt eins og Erik Hamrén hefur Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, þurft að smíða saman nýtt lið í aðdraganda leiksins gegn Íslandi í dag, enda eru margir af reynslumestu leikmönnum liðs- ins fjarverandi. Alls eru sjö leik- menn í hóp enska liðsins sem gætu fengið eldskírn sína með landslið- inu í Laugardalnum í dag. Raheem Sterling, leikmaður Manchester City, er leikjahæsti leik- maður enska hópsins með 56 leiki og er einn átta leikmanna sem eiga að baki meira en tíu leiki fyrir hönd enska landsliðsins, ásamt Harry Kane sem kemur til með að bera fyrirliðabandið í dag. Þeir eru einn- ig tveir af fáum sem eru enn í enska landsliðshópnum frá fræknum 2-1 sigri Íslands á Englandi í útsláttar- keppni EM 2016 ásamt Eric Dier og Kyle Walker. Walker og Sterling eru einu tveir leikmennirnir í enska hópnum sem hafa leikið á Laugardalsvelli. Sterling var á skotskónum þegar Manchester City lék æfingaleik hér á landi fyrir þremur árum síðan. Flestir af leikmönnum enska landsliðsins leika í úrvalsdeildinni, eða 21 leikmaður af 23. Aðeins Jadon Sancho, leikmaður Dort- mund og Kieran Trippier, leikmaður Atletico, leika utan Englands. – kpt Sjö nýliðar í enska hópnum 5 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R20 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT HANDBOLTI Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu fá að vita í dag hverjir væntanlegir andstæð- ingar liðsins verða á HM í handbolta sem fer fram í Egyptalandi í byrjun næsta árs. Þetta er í sjötta skiptið í röð sem Ísland leikur í lokakeppni HM eftir að hafa lent í ellefta sæti í Danmörku og Þýskalandi í fyrra. Strákarnir okkar áttu að mæta Sviss í umspilsleikjum fyrr í sumar en vegna kórónaveirufaraldursins var þeim leikjum aflýst. EHF ákvað þá að niðurröðun liða á Evrópu- mótinu fyrr á þessu ári myndi ráða hvaða lið færu á HM. Þar lenti Ísland í ellefta sæti, sem dugði Íslandi til að komast á tólfta stórmótið í röð. Þetta verður í fyrsta sinn sem 32 þjóðir taka þátt í lokakeppni HM og verður Ísland í þriðja styrkleika- flokki þegar dregið verður í riðlana í Kaíró í dag. – kpt Dregið í riðla fyrir HM í dag Rekstrarland | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | Söluver 515 1100 | rekstrarland.is Svörum fyrirspurnum fúslega í síma 515 1100 eða á heilbrigdi@rekstrarland.is PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 83 08 8 ABENA ÞVAGLEKAVÖRUR FÁST Í REKSTRARLANDI samþykktar af Sjúkratryggingum Íslands og Ríkiskaupum OPIÐ ALLA VIRKA DAGA KL. 8–17. Abena hjálparvörurnar við þvagleka eru alhliða lausnir fyrir alla þá sem glíma við þvagleka. Sérfræðingar okkar aðstoða við rétt val og veita persónulega og faglega þjónustu. Skírteinishafar geta leitað beint til Rekstrarlands. Við komum vörunum heim til notenda. FÓTBOLTI Tæplega 300 dögum eftir síðasta keppnisleik karlalands- liðsins í knattspyrnu fá strákarnir okkar strembið verkefni í dag þegar England heimsækir Laugardalsvöll í fyrsta leik liðanna í Þjóðadeild UEFA. Bæði lið sakna lykilleik- manna í dag en ljóst er að íslenska liðið þarf að vera á tánum frá fyrstu sekúndu til leiksloka til að stöðva ógnarsterka framlínu enska liðsins. Englendingar höfðu orð á því á blaðamannafundum fyrir leik að þeir væru enn með óbragð í munni eftir tapið gegn Íslandi á EM 2016 og gekk fyrirliðinn Harry Kane svo langt að segja að það væri versta tap ferilsins sem þýðir að þeir koma í hefndarhug í fyrstu viðureign lið- anna á íslenskri grundu í 38 ár. Leikurinn er mikilvægur hluti undirbúnings þjálfarateymisins fyrir umspilsleikina gegn Rúmeníu næsta haust. Erik Hamrén fær ekki f leiri leiki til að undirbúa liðið og skoða leikmenn áður en komið er að hreinum úrslitaleikjum um sæti á Evrópumótinu 2020. Íslenska liðið náði sér aldrei á strik í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar fyrir tveimur árum í fyrsta leiknum undir stjórn Hamrén. Þrátt fyrir það segist Hamrén ekki vera óttasleginn fyrir komu enska liðsins. „Í starfi knattspyrnustjóra er ekki hægt að endast lengi ef maður finnur fyrir hræðslu fyrir leiki en ég ber vissulega virðingu fyrir enska landsliðinu. Eftir leikinn í Sviss, Í Þjóðadeildarinni og í undankeppni EM sýndum við mun betri spila- mennsku þrátt fyrir að við höfum yfirleitt saknað einhverra lykil- leikmanna,“ sagði Hamrén og hélt áfram: „Ef við erum raunsæir er England líklegra á blaði miðað við úrslitin sem þeir hafa náð í undanfarið og leikmannahópinn en fótboltinn fer ekki alltaf eftir bókinni. Ísland hefur sýnt það áður og við vonumst eftir öðrum óvæntum sigri.“ Fjórir af ellefu leikjahæstu leik- mönnum karlaliðsins, Ragnar Sig- urðsson, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson, eru fjarverandi í dag. Samanlagt eiga þessir fjórir 330 leiki að baki. Þegar litið er til baka er ekki hægt að finna keppnis- leik hjá karlalandsliðinu í þrettán ár þar sem þessir fjórir, Ragnar, Aron Einar, Gylfi Þór og Jóhann Berg, hafa allir verið fjarverandi á sama tíma. Til þess þarf að fara aftur til leiks Íslands og Kýpur árið 2007, einum leik áður en Ragnar lék fyrsta keppnisleik sinn í undankeppni EM 2008. kristinnpall@frettabladid.is Fara óhræddir inn í verkefnið Vængbrotið lið Íslands hefur leik í Þjóðadeild UEFA gegn Englandi í dag. Tvö ár eru liðin síðan Ísland var rassskellt í fyrsta leik Eriks Hamrén og líkt og þá eru mörg af stærstu nöfnum hópsins fjarverandi í dag. Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson einbeittur á svip á æfingu landsliðsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Leikurinn í dag er aðeins annar keppnisleikurinn sem miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson missir af undan- farin níu ár.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.