Fréttablaðið - 05.09.2020, Page 32

Fréttablaðið - 05.09.2020, Page 32
Ég hef verið í lögreglunni í rúm 23 ár, bæði úti á landi og hér í borginni, svo þetta er orðinn lang-ur tími og maður hefur upplifað margt. Þetta starf er ekki fyrir alla og margir þeirra sem byrja í lögreglunni hætta fljótt ef þeir finna sig ekki í starfinu, það gerist þá á fyrsta árinu eða alla vega innan fimm ára. Ég hef starfað á götunni allan starfsferilinn og það þykir mjög langt í dag enda eru f lestir komnir í rannsóknardeild og hættir á vökt- um fyrir þann tíma.“ Unnar segir starfið á götunni þó bæði áhuga- vert og fjölbreytt og því haldist hann þar. „Þar snýst þetta bæði um að hjálpa fólki og svo að takast á við það sem miður fer en maður nærist þó á því fyrrnefnda. Öðru hvoru kemur svo adrenalínkikkið inn. Maður klæðir sig í gallann að morgni og veit ekki hvað bíður manns, þannig er það alla daga ársins.“ Unnar segir starfinu vissulega geta fylgt andlegt álag. „Þetta getur verið erfitt og reynt gríðarlega á og það eru ekki allir sem geta fengist við það. Þeir sem það ekki geta hætta og það er um að gera að bera virðingu fyrir því að fólk finni sinn vettvang.“ Aukning í vímuefnaakstri Samgöngustofa efndi til átaks fyrir helgi gegn akstri undir áhrifum lyfja- og fíkniefna sem hefur aukist til muna. Fyrstu sjö mánuði þessa árs voru 83 prósent f leiri teknir fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna en áfengis. „Þetta er áhyggjuefni fyrir okkur innan lögreglunnar. Vímuefnanotk- un, hvaða nafni sem hún nefnist, er orðin meiri hluti af lífsstíl okkar. Það er hluti vandamálsins að við virðumst halda að við getum falið okkur á bak við vímuefni þegar eitt- hvað bjátar á. Önnur skýring aukn- ingarinnar er að lögreglan er orðin færari í að átta sig á því hvort fólk sé undir áhrifum vímuefna. Reynslan er orðin meiri í því og tækjabúnaður betri.“ Unnar bendir jafnframt á að þeir sem starfa á götunni fylgist með frá degi til dags. „Ef ég stoppa Jón í dag og aftur á morgun þá er Jón tekinn til skoðunar til að kanna hvort hann sé enn undir áhrifum. Við erum grimm í að skoða allt svona. Við vilj- um taka á þessum vanda sem snýst ekki aðeins um þessa einu mann- eskju sem keyrir undir áhrifum. Það eru þúsundir bíla á götunni svo samfélagslega borgar það sig að við séum grimm í að stoppa þetta af.“ Samfélagið mikið breytt Samkvæmt umferðarlögum er ekki leyfilegt að aka með nokkurt magn áfengis í blóðinu en áður fyrr var ekki farið að refsa fyrr en magnið var komið í 0,40 prómill. Það er aftur á móti breytt núna og refsi- mörkin voru færð niður í 0,20 pró- mill. „Það sem borgarar hafa hingað til litið á sem eitthvert minni- háttar atriði er einfaldlega orðið grafalvarlegt brot. Lögreglan hefur alltaf rekið mjög öflugt eftirlit með ölvunarakstri og eru lögreglumenn í því meira og minna allan sólar- hringinn. Fólki finnst oft lítið til þess koma að setjast undir stýri eftir einn drykk. Samfélagið er orðið svo breytt, við förum á veitingastað í hádeginu og fáum okkur bjór, hér áður fyrr þekktist það varla. Fólk fær sér jafnvel einn bjór eftir vinnu og keyrir svo heim. Þetta er það sem hefur mikið breyst og lög- reglan er farin að fókusa á. Hún eltir þá samfélagsmynd sem birtist í þessum efnum hverju sinni og lagar sig að því.“ Lyfjaakstur eldri einstaklinga Unnar segir þann hóp sem er í mik- illi neyslu ekki endilega vera mest áberandi þegar kemur að vímu- efnaakstri. „Þar sjáum við frekar fólk sem fær sér öðru hvoru, um helgar til dæmis. Sá hópur er mikið stærri og mikið meira falinn en þeir sem háðir eru vímuefnum og eru í langvarandi dagneyslu.“ Síðustu ár hefur lyf jaakstur jafnframt verið að færast í aukana og hann er aðallega hjá eldri ein- staklingum, þó að þeir yngri séu að koma mikið inn. „Fólk er jafnvel komið á það mörg lyfseðilsskyld lyf að það er orðið vanhæft til aksturs. Það lendir stundum í árekstri við nokkur ökutæki í einu enda viðbrögð og öll skynjun og hreyfingar orðin hæg. Það er oft erfiðara að eiga við þessi mál því lyfjunum er úthlutað af læknishendi og það getur verið erfiðara að greina þetta í upphafi enda margir samspilandi þættir sem geta komið til; aldur, sjúkdóm- ur og lyf,“ segir Unnar og hvetur um leið fólk til að lesa sér vel til um það hvort óhætt sé að aka þegar verið er að taka viss lyf og fara eftir leið- beiningum læknis. Sorgin krefjandi hluti starfsins Unnar segir slys þar sem dauðsföll verði eða einstaklingar örkumlist taka gríðarlega á lögreglumenn. „Í rauninni er sorgin sem því fylgir krefjandi hluti starfsins. Við höfum séð fólk þurfa að bera það á bakinu allt sitt líf að hafa valdið öðrum skaða undir áhrifum. Því fólki líður ekki vel allt sitt líf og þetta fylgir því alla ævina. Þetta er í raun pakki sem þú losnar aldrei við. Í mínu starfi lendir maður í ýmsu sem maður gleymir aldrei og aldr- ei er hægt að stroka út. Innan lög- reglunnar eru aftur á móti fagaðilar til að aðstoða við úrlausn slíkrar reynslu. Þegar virkilega alvarlegir hlutir gerast hefur maður ekki einu sinni val um hvort maður sæki sér slíka hjálp.“ Unnar viðurkennir að það geti verið erfitt að koma heim eftir erf- iðan dag þar sem jafnvel hafi orðið dauðsfall. „Þetta var erfiðast fyrst en smátt og smátt lærir maður hvernig hausinn og líkaminn hegð- ar sér. Maður veit oftast í hvernig verkefni maður er að fara og fer á einhvers konar sjálfstýringu og það er ákveðið ferli sem fer í gang. Megum brotna Það er oft erfitt að koma heim eftir erfiðan dag og geta ekki talað um það sem manni liggur á hjarta en þá notum við okkar innra kerfi, við félagarnir tölum saman áður en við förum heim sem dæmi. Við erum mjög duglegir að gera það og notum alls konar tæki og tól til að fara í gegnum þetta. Við erum bara manneskjur og megum brotna og þá hjálpum við hvert öðru. Það er stundum bara gott að fella tár og losa þannig um spennu. Stundum þarf maður að fá að stara út í tómið eins og ég kalla það. Erfiðustu málin eru þegar um andlát er að ræða og maður þarf að horfa upp á fjölskylduna og aðstandendur. Þetta er svo of boðs- legt áfall og meira áberandi þegar ungir einstaklingar í blóma lífsins falla frá. Þegar um börn er að ræða er ekki hægt að lýsa þeim tilfinningum sem koma upp. Þau verkefni eru gríðarlega krefjandi. Ef barn fellur frá eru tilf inningaleg átök það mikil að það er ólíklegt að maður geti nokkuð unnið meira eðli- lega þann daginn. „Ég ætla mér að álíta það að sá sem sest undir stýri og ekur af stað vímaður sé ekki að velta því fyrir sér þá stundina hversu mikilli þjáningu viðkom- andi getur valdið með hegðun sinni. Missir stundum trúna Ég hef oft velt fyrir mér trúnni á mannkynið,“ segir Unnar þegar hann er spurður út í litróf mennsk- unnar sem hann sér á öllum skal- anum í starfi sínu. „Ég get alveg við- urkennt að stundum missir maður alveg trúna, en svo gerist eitthvað til þess að maður fái hana aftur. Það þarf öðru hvoru að reisa hana við. Litrófið er allt frá því svartasta yfir í það bjartasta. En það eiga allir skilið tækifæri, hvort sem það er lögreglumaðurinn eða einhver annar og það eitt skiptir máli.“ Pakki sem þú losnar aldrei við Unnar Már Ástþórsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur starfað á götunni í rúm 23 ár og segir það óvenju langan tíma enda geti starfið tekið á bæði andlega og líkamlega og sé alls ekki fyrir alla. Unnar segir að það sé í lagi að brotna þegar starfið taki á og stundum sé bara gott að fella tár. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Algengustu vímuefnin í blóði ökumanna Þrjú algengustu fíkniefnin sem mældust í blóði ökumanna árið 2018 voru í þessari röð: n THC n Amfetamín n Kókaín Algengustu lyfseðilsskyldu lyfin sem mældust í blóði ökumanna árið 2018 voru í þessari röð: n Alprazólam n Klónazepam n Díazepam Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is 5 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.