Fréttablaðið - 05.09.2020, Page 70

Fréttablaðið - 05.09.2020, Page 70
Eftir mikið hrós og hvatningu frá honum sagði hann við mig að ég yrði að hætta að sauma í húfur og nytjahluti, ég yrði að fara að gera myndir. Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is benni.is Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2020 Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Bílaríki, Akureyri Glerárgötu 36 Sími: 461 3636 B irt m eð fyrirvara um verð- og m yndabrengl. Verð: 8.990.000 kr. sjálfskiptur Fimm ára ábyrgð + 181 hestöfl, 420 Nm + 3ja tonna dráttargeta + Hátt og lágt drif + Byggður á grind + 7 manna + Sjálfstæð öðrun + Sjálfvirk öryggiskerfi + Fimm ára ábyrgð Aukabúnaður á mynd: 33” hækkun - 30 cm. veghæð Verð aukabúnaðar: 650.000 kr. Jeppi ársins 2020 1975 | Sérfræðingar í bílum | 2020 Opið í dag!benni.is Nánari upplýsingar um búnað á Harpa segist lengi hafa haft áhuga á handavinnu, en hún er dóttir handavinnukenn- ara og því alin upp við alls konar handavinnu. „Ég byrjaði að sauma út í alls konar fyrir nokkrum árum. Mjög mikið í húfur. Ég gerði það lengi. Svo á sýningu á handverki og hönnun fyrir allmörgum árum kom til mín myndlistarmaður. Það var Þorvaldur Þorsteinsson heitinn. Hann stoppaði lengi hjá mér og eftir mikið hrós og hvatn- ingu þá sagði hann við mig að ég ætti að hætta að sauma í húfur og nytjahluti, ég yrði að fara að gera myndir. Annars myndi enginn taka mark á mér,“ segir Harpa. Hún segist aðeins hafa þurft að melta þetta, en nokkrum mán- uðum síðar fór að hún að sauma myndir og hefur gert það síðan. „Þetta tekur ægilegan tíma. Ég er náttúrulega í fullri vinnu, þetta er rosalega smágert og ég er mjög lengi með hverja mynd. En ég fylgi sem sagt ráðum hans.“ Harpa segist reyna að sauma eitthvað á hverjum degi, þó að full vinna geri það að verkum að hún hafi ekki endalausan tíma til að sinna útsaumnum. „Ég reyni að sauma alltaf eitt- hvað pínulítið áður en ég fer út í daginn. Bara til að byrja á ein- hverju sem er bara fyrir mig. Mér finnst það rosalega gott, jafnvel þó það séu bara nokkrar mínútur. Ég sauma mjög oft á kvöldin og er þá annað hvort að hlusta á sjónvarpið eða hljóðbók. En þetta er allt mjög smátt, ég er marga mánuði með hverja mynd, ég er ekki mjög afkastamikil,“ segir Harpa og hlær. „Ég hef reynt að sauma stærra og hugsað að það væri nú óskynsam- legt að gera þetta svona smátt. En svo fannst mér það ljótt. Ég verð bara að vera ég sjálf, það er bara minn stíll að gera þetta bara svona pínulítið.“ Lífið í umhverfinu Harpa er núna í haust að fara að taka þátt í sýningu á vegum svissnesku textílsamtakanna og gallerísins Vielfaeltig-Produzent- engalerie í Sviss. Á sýningunni verða verk eftir 29 listamenn frá 13 löndum. „Ég ákvað að þá myndi ég fara að gera eitthvað í því að koma verkunum mínum á framfæri. En 2020 er kannski svolítið sérstakt ár til þess,“ segir Harpa hlæjandi. „Ég sótti um að vera félagi í alþjóðlegum samtökum útsaums- listamanna og var tekin inn og var mjög ánægð með það. Á síðunni þeirra fann ég þessa sýningu, sótti um að vera með á síðustu stundu og var tekin inn þar líka, svo þetta hefur gengið ágætlega þrátt fyrir allt.“ Myndirnar sem Harpa er að gera núna eru hluti af seríu og þær heita allar Líf eða Life á ensku. Hún seg- ist oft hafa í huga eitthvað ákveðið sem myndirnar eiga að tákna. Hún vill samt ekki útskýra það sérstak- lega, svo fólk hafi möguleika á að sjá það út úr myndunum sem það vill. „Fólk sér kannski eitthvað allt annað en ég var að hugsa. En þetta eru sem sagt áhrif af umhverfinu og íslenskri náttúru. Þess vegna heita þær Líf. Þetta er svona lífið í umhverfinu.“ Harpa útskýrir að sýningin hafi upphaflega átt að vera hluti af stórri textílmessu í Þýskalandi en það er nýbúið að aflýsa henni, eða í það minnsta fresta henni. „En sýningin verður örugglega í Sviss. Það kemur svo í ljós hvar og hvenær hún verður í Þýskalandi,“ segir hún. Á vefsíðunni hoopatunframed. wordpress.com má skoða verkin eftir Hörpu sem verða á sýning- unni í Sviss og verk hinna þátttak- endanna. Hver mynd tekur marga mánuði Harpa Jónsdóttir byrjar daginn oft á handavinnu. Hún saumar út fallegar og listrænar myndir, en hugmyndirn- ar að þeim sækir hún í íslenska nátt- úru. Í haust sýnir hún útsaumsverkin sín á alþjóðlegri sýningu í Sviss. Harpa vill leyfa fólki að túlka verkin á sinn eigin hátt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Útsaumurinn er undir áhrifum frá íslenskri náttúru. Verkin sem Harpa er að gera núna eru hluti af seríu og kallast Líf. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.