Fréttablaðið - 05.09.2020, Side 84

Fréttablaðið - 05.09.2020, Side 84
Konráð á ferð og flugi og félagar 419 „Óóó!“ skrækti Róbert af hræðslu þegar hann sá Dýradýrið. „Það er hræðilegt, það borðar okkur örugglega!“ Það hnusaði í Kötu. „Bleyða, eins og alltaf.“ „Þá er það næsta þraut,“ sagði Konráð. „Hún er svona: Hvað er þetta Dýradýr mörg dýr og hvaða dýr?“ „Dýradýr? Hverskonar bull er nú þetta,“ hrópaði Róbert. „Það er ekki til neitt sem heitir Dýradýr!“ En Konráð var ekki eins viss. Hann skimaði í kringum sig, og jú. „Sjáðu Róbert! Þarna er það, Dýradýrið!“ Hversu mör g og hvaða dý r sérð þú í þe ssu Dýradýri? ? ? ? ? Lausn á gátunni Dýradýrið er fimm dýr, risaeðlan T Rex, hreindýr, hákarl, köttur og páfugl? Inga Guðný hefur vaðið yfir ár og lent í vondu veðri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hún er kölluð Inga Guðný en heitir fullu nafni Ingibjörg Guðný Guð- mundsdóttir og er tíu ára. Hver eru helstu áhugamálin þín, Inga Guðný? Ég hef áhuga á íþróttum, til dæmis sundi, fótbolta, skíðum og að hlaupa. Svo er gaman að fara í útilegur og ferðast. Ert þú búin að fara víða um Ísland? Já, ég ferðaðist um Norður- og Austurland í sumar og var í þrjár vikur í ferðinni. Svo hef ég farið í tvær langar ferðir með Ferðafélagi barnanna. Önnur var fimm daga fjölskylduferð um Laugaveginn 2018 og hin var fjögurra daga ferð um Víknaslóðir núna í sumar. Svo hef ég farið í tvær styttri ferðir í kringum Mosfellsbæ. Hver var erf iðust? Ferðin um Víknaslóðir var erfiðust, það var mikið af brekkum upp og niður. En skemmtilegust? Laugavegur- inn var skemmtilegur. Við fengum mikið að vaða yfir ár þar og gengum í alls konar færi, snjó, sandi, möl og grasi. Fara foreldrarnir með þér í ferð- irnar? Já, og tveir eldri bræður mínir líka. Er einhver staður á landinu sem þér finnst öðrum fallegri? Mér finnst Þingvallavatn fallegt og útsýnið af Úlfarsfellinu. Tekur þú myndir á ferðalög- unum eða skrifar um þau þegar þú kemur heim? Nei, mamma og pabbi taka myndir. Ég tek ekki sím- ann með í gönguferðir, það er bara vesen. Hefurðu lent í vondu veðri? Já, þegar við vorum að labba Víkna- slóðir í sumar þá fengum við einu sinni mikinn vind. Við krakkarnir áttum þá að leiða foreldra okkar og allir áttu að labba þétt saman. Einhverju öðru ævintýralegu? Það var mikið ævintýri að fara á skíði til Austurríkis í fyrsta sinn. Fjöllin voru svo há og við urðum að taka kláf langa leið upp á skíðasvæðið þar sem voru alls konar skíðalyftur og brekkur. Er einhver ferð fram undan hjá þér? Mig langar að labba Fimm- vörðuháls næsta sumar en núna í september ætla ég að fara að smala kindum í Dalasýslu með fjölskyldu minni. Hvað finnst þér best í nesti? Besta ferðanestið er göngunammið í brúsa og líka f latkaka með hangi- kjöti og heitt kakó. Hvernig finnst þér skemmtilegast að leika heima? Heima finnst mér gaman að dunda mér í herberg- inu mínu, föndra, leika við vin- konur mínar og hamsturinn minn, Hnoðra. Ætla að fara að smala kindum LAUGAVEGURINN VAR SKEMMTILEGUR. VIÐ FENGUM MIKIÐ AÐ VAÐA YFIR ÁR ÞAR OG GENGUM Í ALLS KONAR FÆRI, SNJÓ, SANDI, MÖL OG GRASI. Uppskeruhátíð sumarlesturs Borgarbókasafnsins Uppskeruhátíð sumarlesturs Borgarbókasafnsins – Inn á nýja bóka- braut, var haldin með pompi og prakt á laugardaginn var. Í sumar hafa börnin verið mjög dugleg að lesa og tóku rétt yfir þúsund börn þátt í sumarlestri safnsins. Vikulega hafa verið dregnir út lestrar- hestar sem hafa birst á Krakkasíðu Fréttablaðsins. 10 heppnir þátttakendur voru dregnir út í lokaútdrættinum og fengu þeir, líkt og lestrarhestar sumarsins, vinning frá Bókabeitunni. Aðalvinninginn frá Bókmenntaborginni, gjafabréf fyrir tvo í Fly over Iceland.ís fyrir tvo og verðlaunabókina Blokkin á heimsenda, hlaut Nikola Júlía Azymańska, 10 ára nemi í Austurbæjarskóla. Jón Víðis töframaður vakti lukku á uppskeruhátíðinni. Hvernig bækur finnst þér skemmtilegastar, Nikola Júlía? Bækurnar um Svörtu kisu. Hvaða bók var skemmtilegust sem þú last í sumar? Svarta kisa fer í bað. Hvaða bók langar þig að lesa næst? Gulli gullfiskur. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mála og teikna. Ég er í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Hvern ætlar þú að taka með þér í ævintýraferðina sem þú vannst í sumarlestrinum? Systur mína. 5 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R44 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.