Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.09.2020, Qupperneq 85

Fréttablaðið - 05.09.2020, Qupperneq 85
 Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Gildistími tilboðsverða er til og með 7. september eða meðan birgðir endast. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl. TÖFRANDI HARRY POTTER! Austurstræti 18 Skólavörðustíg 11 Laugavegi 77 Hallarmúla 4 Álfabakka 16, Mjódd Kringlunni norður Kringlunni suður Smáralind Hafnarfirði - Strandgötu 31 Keflavík - Krossmóa 4 Akureyri - Hafnarstræti 91-93 Akranesi - Dalbraut 1 Ísafirði - Hafnarstræti 2 Vestmannaeyjum - Bárustíg 2 Húsavík - Garðarsbraut 9 540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is Café AUSTURSTRÆTI • SKÓLAVÖRÐUSTÍG LAUGAVEGI • AKUREYRI • VESTMANNAEYJUM Harry Potter og leyniklefinn TILBOÐSVERÐ: 3.999.- Verð: 4.499.- Harry Potter og leyniklefinn - Myndskreytt TILBOÐSVERÐ: 8.999.- Verð: 9.999.- 104 105 Næstum hauslausi Nick stoltur. „Kveinandi ekkjan kom alla leið frá Kent … Það er alveg að koma að ræðunni minni, ég ætti að fara og tala við hljómsveitina …“ Í sömu andrá hætti hljómsveitin af ein-hverjum ástæðum að spila. Þau þögnuðu eins og allir hinir í dýflissunni og litu spennt í kringum sig þegar lúðrablástur kvað við.„Æ, það gat nú verið,“ sagði Næstum haus-lausi Nick biturlega. Höfuðlausir knapar á tólf draugahestum brutust út úr dýflissu veggn um. Samkomugestir klöppuðu tryllingslega. Harry byrjaði líka að klappa en hætti því strax þegar hann sá svipinn á Nick. Hestarnir fóru á harðastökki inn á mitt dansgólfið, námu þar staðar og prjónuðu glæsilega. Fremstur í flokki var stórvaxinn draug ur, sem hélt skeggjuðu höfði sínu undir handleggnum og blés í veiðihorn. Draugurinn stökk af baki, lyfti höfðinu hátt upp í loftið svo að hann gæti séð yfir mannþröngina (allir hlógu), skálmaði yfir til Næstum hauslausa Nicks og klessti höfði sínu á bolinn.„Nick!“ þrumaði hann. „Hvernig hefurðu það? Hausinn enn hang andi á þér?“ Hann hló hjartanlega og klappaði Næstum hauslausa Nick á axlirnar.„Velkominn, Patrick,“ sagði Nick stirðlega.„Lifendur á meðal vor!“ sagði herra Patrick og stökk upp í loftið af uppgerðarundrun þegar hann kom auga á Harry, Ron og Hermione, svo að höfuðið datt aftur af honum (viðstaddir æptu af hlátri). „Mjög fyndið,“ sagði Næstum hauslausi Nick dimmum rómi. „Það er ekkert að marka Nick!“ kallaði höfuð herra Patricks neðan frá gólfinu. „Hann er ennþá fúll yfir því að fá ekki að vera með í veið unum! En í alvöru talað … lítið bara á manninn …“ „Mér finnst,“ flýtti Harry sér að segja, eftir að Nick hafði sent honum þýðingarmikið augnaráð, „Nick mjög … ógnvekjandi og … hann …“ „Aha!“ æpti höfuð herra Patricks. „Ég þori að veðja að hann hefur beðið þig um að segja þetta!“ „Ef ég mætti biðja um hljóð, þá er komið að ræðunni minni!“ sagði Næstum hauslausi Nick háum rómi, skálmaði í áttina að pallinum og steig inn í blákaldan ljósgeislann á sviðinu.„Mínir sárt syrgðu sálugu lávarðar, hefðar-konur og heiðursmenn. Mér til mikillar hryggðar …“ En enginn heyrði meira. Herra Patrick og hinir hauslausu veiði mennirnir voru farnir að leika hausaknattleik og fjöldinn var farinn að fylgjast með. Næstum hauslausi Nick reyndi án árangurs að ná aftur athygli áhorfenda, en gafst upp þegar höfuð herra Patricks sveif framhjá honum við hávær fagnaðarlæti.Harry var orðinn bæði kaldur og svangur.„Ég er búinn að fá alveg nóg af þessu,“ muldraði Ron og tennurnar í honum glömruðu af kulda. Hljómsveitin byrj-aði að spila á ný og draugarnir svifu aftur út á dansgólfið. 191 með tunguna í munnvikinu og spurði hin hvort þau héldu að talnagaldrar væru erfiðari en fornar rúnir. Dean Thomas, sem hafði eins og Harry alist upp hjá Muggum, gafst upp. Hann lokaði augunum og lét sprotann sinn reika um blaðið og valdi þær greinar sem hann lenti á. Hermione þáði engin ráð heldur skráði sig í allar námsgreinarnar. Harry brosti biturlega með sjálfum sér við tilhugsunina um hvað Vernon frændi og Pet- unia frænka segðu ef hann kæmi til þeirra að ræða við þau um starfsframa sinn sem galdra- maður. Þó fór það aldrei svo að hann fengi ekki leiðsögn: Percy Weasley vildi gjarnan deila reynslu sinni með honum. „Þetta fer allt eftir því hvert þú stefnir, Harry,“ sagði hann. „Það er aldrei of snemmt að huga að framtíðinni, þess vegna myndi ég stinga upp á spádómum. Sumir segja að Muggafræði séu mjög auðveld náms grein, en persónulega finnst mér að galdrafólk eigi að reyna að öðlast skilning á galdralausa sam- félaginu, sérstaklega ef það er að hugsa um að vinna í nánu samneyti við Muggana – sjáðu bara föður minn, hann þarf stöðugt að taka á alls konar Muggamálum. Bróðir minn, Charlie, hann hefur alltaf verið meiri útivist- artýpa, þess vegna valdi hann að læra um- önnun galdraskepna. Þetta fer allt eftir því hverjar þínar sterku hliðar eru, Harry.“ En það eina sem Harry fannst hann ráða almennilega við var Quidditch. Að lokum valdi hann sömu greinar og Ron og hugsaði sem svo að ef hann væri lélegur í þeim þá hefði hann í það minnsta vin sinn sér til stuðnings. Næsti Quidditchleikur Gryffindor var á móti Hufflepuff. Oliver krafð ist þess að æft væri á hverju kvöldi eftir kvöldmat sem þýddi að Harry hafði ekki tíma fyrir annað en Quidd- itch og heimaverkefni. En æfingarnar gengu sífellt betur, eða í það minnsta stytti upp og þegar hann fór upp í svefnsalinn með kústinn sinn kvöldið fyrir leikinn hafði hann á tilfinn- ingunni að líkurnar á að Gryffindor ynni Quidditch bikarinn hefðu aldrei verið jafn miklar. En góða skapið entist ekki lengi. Uppi á stigaskörinni mætti hann Neville Longbottom sem var viti sínu fjær. „Harry – ég veit ekki hver gerði þetta – ég var bara að koma –“ Hann fylgdist óttasleginn með Harry og opnaði dyrnar á svefnsalnum upp á gátt. Eigur Harry höfðu verið rifnar upp úr koff- ortinu og þeim fleygt út um allt. Skikkjan hans lá rifin á gólfinu. Rúmfötin höfðu verið tætt af rúminu, skúffan á náttborðinu hans var dregin út og innihaldinu hafði verið dreift yfir dýn- una. Harry gekk opinmynntur að rúminu og steig ofan á nokkrar lausar blaðsíður úr Trítlað með tröllum. Á meðan hann og Neville voru að búa um rúmið á ný komu Ron, Dean og Sea- mus inn. Dean sótbölvaði. „Hvað gerðist, Harry?“ „Hef ekki hugmynd,“ sagði Harry. En Ron skoðaði skikkjuna hans Harrys nánar. Öllum vösunum hafði verið snúið við. „Sá sem gerði þetta hefur verið að leita að einhverju,“ sagði Ron. 47 Borgin og Burkes, virtist þeirra stærst. En beint á móti blasti við viðbjóðslegur búðar-gluggi þar sem uppþornuðum hausum var stillt upp, en tveim húsum neðar í götunni stóð stórt búr iðandi af svörtum risaköngu-lóm. Tveir sóðalegir galdramenn fylgdust með honum úr dimmri dyragætt og hvísluðust eitt-hvað á. Harry lagði hálfskelkaður af stað, reyndi að láta gleraugun tolla á nefinu og telja sér trú um að hann gæti ratað héðan burt.Á gömlu tréskilti, sem hékk yfir sérverslun með eitruð kerti, stóð skrifað: „Hlykkjasund“. Harry hafði aldrei heyrt þeirrar götu getið svo að það kom að litlum notum. Hann hafði sennilega ekki verið nægilega skýrmæltur þegar hann sagði götunafnið með munninn fullan af ösku í eldstæði Weasleyfjölskyld-unnar. Hann reyndi að halda ró sinni og velti fyrir sér hvað hann gæti tekið til bragðs.„Þú ert þó ekki villtur, litli minn?“ sagði rödd í eyrað á honum svo hann hrökk í kút.Öldruð norn stóð fyrir framan hann og hélt á bakka með einhverju sem helst líktist heilum fingurnöglum. Hún glotti svo skein í mosa-vaxnar tennurnar. Harry hörfaði undan.„Nei, það er allt í lagi með mig, þakka þér fyrir,“ sagði hann. „Ég er bara …“ „Harry! Hvað í áranum ertu eiginlega að gera hérna?“ Hjartað í Harry hoppaði og það gerði nornin líka; hrúga af nöglum hrundi niður á fæturna á henni svo hún stóð sótbölvandi þegar Hagrid, skógarvörðurinn í Hogwartskóla, kom stik-andi í öllu sínu veldi og kolsvört augun ofan við mikið og úfið skeggið skutu gneistum. „Hagrid!“ stundi Harry af feginleika. „Ég villtist … flugduftið …“ Hagrid greip í hnakkadrambið á Harry og kippti honum frá norn inni og sló um leið bakkann úr höndunum á henni. Skrækirnir í henni fylgdu þeim alla leið eftir hlykkjóttu strætinu og út í skjannabjart sólskinið. Harry kom auga á kunnuglega, snjóhvíta marmara-byggingu í fjarska – Gringottbankann. Hagrid hafði leitt hann beint inn á Skástræti.„Þú ert drulluskítugur,“ sagði Hagrid höst-uglega og dustaði sótið svo kröftuglega að engu munaði að hann bankaði Harry ofan í tunnu fulla af drekaskít sem stóð fyrir utan apótekið. „Hvað á það að þýða að þvælast um í Hlykkja sundi  … það er vafasamur staður, Harry … þú mátt ekki láta sjá þig þar …“„Ég er búinn að komast að því,“ sagði Harry og skaut sér undan þegar Hagrid gerði sig lík-legan til að halda áfram að berja af honum sótið. „Ég sagði þér að ég hefði villst – hvað varst þú þá að gera þarna?“ „Ég var að leita að fælu fyrir kjötætusnigla,“ drundi í Hagrid. „Þeir eru að eyðileggja allt kálið í matjurtagarðinum. Ertu einn?“„Ég bý hjá Weasleyfjölskyldunni núna, en við urðum viðskila,“ útskýrði Harry. „Ég verð að finna þau …“ Þeir gengu saman af stað niður Skástræti.„Af hverju svaraðirðu aldrei bréfunum frá mér?“ sagði Hagrid við Harry sem skokkaði við hlið hans (Harry tók þrjú skref fyrir hvert risaskref sem Hagrid tók á tröllastígvélunum). Harry sagði honum frá Dobby og Dursley-hjónunum. KOMIN AFTUR VAR UPPSELD TAKMARKAÐ UPPLAG!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.