Fréttablaðið - 05.09.2020, Page 88

Fréttablaðið - 05.09.2020, Page 88
ÞETTA VAR MJÖG DJÚP TRÚARLEG SANNFÆRING OG MENN TÖLDU AÐ ÞARNA VÆRI Á FERÐ SÖGULEGT LÖGMÁL SEM HLYTI AÐ LEIÐA TIL SIGURS OG VALDATÖKU VERKALÝÐS- STÉTTARINNAR. ÞETTA VAR KANNSKI ALVARLEGASTI FEILLINN HJÁ ÞEIM. Draumar og veruleiki er titill bókar eftir Kjartan Ólafsson en þar fjallar hann um átök og atburði í sögu Kommún- istaflokks Íslands og Sameiningar- flokks alþýðu – Sósíalistaflokksins. Kjartan starfaði í áratugi innan Sósíalistaf lokksins og Alþýðu- bandalagsins, sat á þingi og var um árabil ritstjóri Þjóðviljans. Bókin var átta ár í vinnslu og Kjartan byggir þar á margs konar gögnum. „Það munaði mikið um erlendu söfnin, safn Komintern í Moskvu, safn Kommúnistaflokks Sovétríkjanna og safn í Berlín sem geymir alls kyns gögn er varða Austur-Þýskaland,“ segir Kjartan. „Ég les ekki rússnesku en komst snemma í prýðilegt samband við Jón Ólafsson heimspekiprófessor sem hafði verið við rannsóknir í Moskvu og viðað að sér skjölum. Ég fékk aðgang að þeim en sjálfur var ég í Berlín í einn mánuð árið 2008. Þá var ég ekki að hugsa um að skrifa bók en mér fannst vera skylda mín að ná gögnum frá Berlín hingað heim og ég kom með um 500 skjöl á diski sem ég afhenti Þjóðskjalasafn- inu. Í þessum gögnum er allmikið af bréfum, meðal annars bréf sem ég hafði sjálfur skrifað sem fram- kvæmdastjóri Sósíalistaflokksins.“ Bann Komintern Spurður hvað honum hafi þótt merkilegast í gögnunum sem hann kynnti sér segir Kjartan: „Mér fannst til dæmis ákaflega athyglis- vert að sjá það, sem ég taldi mig þó áður hafa einhverja hugmynd um, hversu strangt bann Komin- tern lagði við því að flokkur á borð við Sameiningarf lokkur alþýðu – Sósíalistaf lokkurinn yrði stofn- aður. Síðasti maður frá Kommún- istaflokknum sem á viðræður við Komintern er Brynjólfur Bjarnason formaður f lokksins og til er plagg sem er frásögn af þessum sam- tölum og niðurstöðunni af þeim. Ýmsir í Kommúnistaf lokknum gátu hugsað sér að mynda nýjan f lokk, Sósíalistaf lokkinn, þótt einungis hluti af Alþýðuflokknum yrði þar með en þar var fremstur í f lokki Héðinn Valdimarsson. Þetta stangaðist algjörlega á við línuna frá Komintern og þar var afstaðan hvað þetta varðar mjög skýr. Brynjólfur kynnti þessa andstöðu Komintern á miðstjórnarfundi í Kommún- istaflokknum en bylgjan var orðin óstöðvandi og að lokum lét Brynj- ólfur sig hafa það að vera með.“ Töluðu kjark í fólk Kjartan segir engan vafa leika á því að stofnun Kommúnistaflokksins og Sósíalistaf lokksins hafi leitt af sér margt gott. „Sérstaklega þegar litið er til verkalýðshreyfingarinnar og krafna hennar um bætt kjör og aukin réttindi. Leiðtogar þessara f lokka voru þar alltaf í einhvers konar fararbroddi og það hafði mikil áhrif innan Alþýðuflokksins. Forystumenn Alþýðuflokksins voru dæmdir til að heyja ákveðið kapp- hlaup við þessa f lokka um fylgi kjósenda. Alþýðuflokkurinn varð fyrir bragðið róttækari en ella hefði verið. Á kreppuárunum varð fólk að berjast fyrir því að eiga til hnífs og skeiðar og það var auðvelt fyrir það að fyllast vonleysi. Forystumenn Kommúnistaflokksins töluðu kjark í þetta fólk. Þeir náðu að hita hugina upp, ekki síst maður eins og Einar Olgeirsson. Fólk fann fyrir samstöð- unni og alltaf var verið að kenna því hvað samstaðan væri mikilvæg.“ Kjartan gekk til liðs við Sósíal- istaf lokkinn og er spurður hver ástæðan fyrir því hafi verið. Hann segir: „Sem unglingur gerði ég mér skýra grein fyrir því að ég ætti tvímælalaust heima í Sósíal- istaf lokknum. Það var með mig eins og f leiri af þeirri kynslóð að ég gekk ekki í hann vegna þess að ég hefði kynnt mér marxisma. Ég gekk í hann í beinum tengslum við 30. mars 1949. Þannig var með fullt af fólki af minni kynslóð í Sósíal- istaflokknum.“ Alvarlegasti feillinn Í bók sinni fjallar Kjartan um lykil- persónur í sögu þessara tveggja f lokka. „Helstu hugmyndafræð- ingar Kommúnistaf lokksins eru þrír: Einar Olgeirsson, Brynjólfur Bjarnason og Kristinn Andrésson, sem allir voru á svipuðum aldri. Lífsskoðanir þeirra og afstaða til marxismans er alveg tvímælalaust trúarlegs eðlis. Þetta var mjög djúp trúarleg sannfæring og menn töldu að þarna væri á ferð sögulegt lög- mál sem hlyti að leiða til sigurs og valdatöku verkalýðsstéttarinnar. Þetta var kannski alvarlegasti feill- inn hjá þeim. Þeir gengu svo langt að þeir trúðu því og reyndu að telja öðrum trú um að þetta væru þjóð- félagsvísindi. Kristinn E. Andrésson er átakanlegt dæmi um þetta. Hann hefur engan áhuga á stjórnmálum fyrr en hann er kominn yfir þrítugt og fer að glugga í bækur. Þá verður hann uppnuminn, sér allt í nýju ljósi og minnir á mann sem frelsast á einum degi. Hvorki Magnús Kjartansson né Lúðvík Jósefsson eða Ragnar Arn- alds, helstu forystumenn Alþýðu- bandalagsins á fyrstu árum þess flokks, voru haldnir þessum trúar- brögðum. Lúðvík leit aldrei í þessar bækur eða bæklinga, honum datt það ekki í hug, og Magnús var víðs fjarri því að vera bókstafstrúar- maður.“ Hann var þó undir sterk- um áhrifum frá hugmyndafræði marxismans og hið sama má segja um mig og marga af minni kynslóð. Kjartan segist vera ánægður með að hafa komið verkinu frá sér. „Ég var ekki viss um að ég myndi ljúka því og sá jafnvel fyrir mér að skrifin færu á safn og einhverjir myndu vinna úr þeim seinna.“ Hann segist hafa notið liðsinnis góðra yfirlesara. „Þar nefni ég Jón Ólafsson, sem var ákveðinn hvata- maður að því að ég fór að fást við þetta, og Jón Torfason, sem er líka frábær yfirlesari.“ Þeir náðu að hita hugina upp Í nýrri bók fjallar Kjartan Ólafsson um átök og atburði í sögu Kommúnistaflokks Ís- lands og Sameiningarflokks alþýðu – Sósíalistaflokksins. Bókin var átta ár í vinnslu. Bókin var átta ár í vinnslu og Kjartan byggir þar á margs konar gögnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Fjölskyldustund verður í dag, laugardag, í Menningarhús-unum í Kópavogi frá kl. 13-16. Salurinn býður upp á fjölskyldu- tónleika með Valgerði Guðnadóttur kl. 14.00. Á Bókasafni Kópavogs er boðið upp á fjölda ratleikja og þrautaleikja. Hægt er að kíkja á sýn- ingu á myndum Sigrúnar Eldjárn í tilefni af 40 ára höfundarafmæli hennar, skoða sýningu Sigrúnar Ásu Sigmarsdóttur og myndband- ið Kopavogur Public Library eftir Ther esu Himmer og Arnar Frey Guðmundsson. Á Náttúrufræðistofu er sýningin Heimkynni, sem hefur að geyma hátt í 400 lífverur. Á Gerðarsafni geta gestir skoðað útskriftarsýn- ingu nemenda í hönnun og arki- tektúr árið 2020. Þar verður einnig hægt að nálgast ratleik Menningar- húsanna auk þess sem haustdag- skráin verður kynnt. Fjölskyldustund í Kópavogi í dag Sýning á skemmtilegum myndum Sigrúnar Eldjárn er í bókasafninu. Laufey Sigurðardóttir f lytur Partítu II BWV 1004 fyrir ein-leiksfiðlu eftir J.S. Bach á tón- leikum í Listasafni Einars Jónssonar í dag, laugardaginn 5. september. Aðgangur á tónleikana er ókeypis en gestafjöldi í tónleikasalnum er takmarkaður við 20 gesti. Laufey Sigurðardóttir lauk ein- leikarapróf i frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík árið 1974 undir handleiðslu Björns Ólafssonar og lagði síðar stund á framhaldsnám í Bandaríkjunum og Róm. Laufey hlaut fastráðningu hjá Sinfóníu- hljómsveit Íslands árið 1980. Hún hefur haldið fjölda einleikstónleika og verið virk í f lutningi kammer- tónlistar hér á landi, víða um Evr- ópu og í Bandaríkjunum. Laufey flytur Bach Laufey spilar í Listasafni Einars Jónssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 5 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R48 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.