Vísbending


Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 25

Vísbending - 20.12.2016, Blaðsíða 25
HVERT LIGGUR ÞIN LEIÐ? Það hefur verið œvintýralegur uppgangur hjá ferðaþjónustunni hér síðustu fimm ár. Nú má cetla að tœplega tvcer milljónir ferðamanna heimsceki okkur í ár. Og við erum líka á faraldsfceti. Aldrei höfum við Islendingar farið eins margar ferðir út í heim eins og á liðnu ári. En hvert fara flestir heimshomaflakkarar? Frakkland trónir á toppnum, en þangað komu 83,7 milljónir ferðamanna i fyrra. Bandaríkin eru númer tvö, en þangað komu sléttar 75 milljónir. Spánn situr í bronssætinu, en þangað komu 65 milljónir manna, tíu milljónum fleiri en sóttu Kína heim. ítalia er í fimmta sæti með 48,5 milljón ferðamenn. Núnier sex er Tyrkland, með 39,8 milljón heimsóknir. Þrjátíu og þijár milljónir ferðamanna heimsóttu Þýskaland, hálfri milljón meira en Stóra-Bretland sem vermir áttunda sætið á heimsvísu. Númer m'u er Rússland, með 32,4 milljónir ferðamanna, og í tíunda sæti, Mexíkó en þangað komu 29,3 milljónir í fyira, iitlu meira en til Hong Kong, sem er sú borg sem flestir ferðamenn heimsóttu, en þangað komu 27,7 milljónir manna í fyrra. London er í öðra sæti með 10 milljónum færri ferðamenn, eða 17,4, aðeins fleiri en Singapúr með sínar sléttu sautján milljónir. Bankok kernur svo í fjórða sæti með 16,2 milljónir, meira en milljón fleiri en komu til Parísar, en þangað komu sléttar fimmtán milljónir í fyrra, eða 41 þúsund manns á dag að meðaltali. 19

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.