Vísbending


Vísbending - 20.12.2016, Síða 26

Vísbending - 20.12.2016, Síða 26
JAKOB F. ÁSGEIRSSON, RITHÖFUNDUR OG BÓKAÚTGEFANDI FRJÁLS VERSLUN GEGN HAFTAVERSLUN egar flett er dagblöðum írá fyrstu áratugum tuttugustu aldar vekja athygli líflegar auglýsingar frá kaupmönnum. Þær em til vitnis um fjölbreytt vömúrval í verslunum og þá útsjónarsemi og þjónustukmd sem kaupmenn sýndu. Þeir öfluðu hagkvæmra viðskiptasambanda víða um lönd, buðu upp á vandaðar vörur og kappkostuðu að sinna ýmsum sérþörfum viðskiptavina sinna. Margar verslanir höfðu á sér alþjóðlegan blæ og greinilegt var að þær lögðu sig íram um að sýna nýjustu tísku. Þetta var á þeim árum þegar verslunin var alfrjáls og engin höft - gjaldeyris-, innflutnings- eða verðlagshöft - settu kaupmönnum og viðskiptum þeirra skorður. Verslun á íslandi var, sem kunnugt er, gefm frjáls árið 1855. Það var þó ekki fýrr en undir lok 19. aldar og á upphafsárum 20. aldar sem almenningur gat farið að njóta góðs af því. Með auknum fiskveiðum og vélvæðingu fiskiskipaflotans sköpuðust skilyrði fyrir þéttbýlismyndun og fjölbreytni atvinnulífsins jókst. Fjármagnsflutningar vom fijálsir og erlent áhættufjármagn leitaði til landsins í margvíslega atvinnuuppbyggingu. Allt hafði þetta í för með sér stóraukna verkaskiptingu sem skapaði nýjar þarfrr. Það endurspeglaðist síðan í vömúrvali verslananna, fjölbreytni þeirra og síauknum fjölda. Margar sérverslanir spmttu upp í samkeppni við stóm vöruhúsin sem settu svip sinn á Reykjavík á upphafsárum 20. aldar, svo sem Thomsens-verslun, Edinborg, Th. Thorsteinsson og Bryde-verslun. Með símasambandi við útlönd (1906) færðist heildverslunin smám saman inn í landið. Það gerði smærri verslunum auðveldara um vik að bjóða upp á gott vömúrval. Fjölgaði þeim ört í kjölfarið. Undir lok þriðja áratugar 20. aldar vom verslanir orðnar svo margar í Reykjavík að ýmsum þótti nóg um. Arið 1930 vom rúmlega 470 verslanir í bænum en íbúar hans vom þá um 28 þúsund - eða ein verslun á hvetja 60 íbúa! Ekki nóg með það heldur fóm erlendir vörulistar líka manna á milli og fólk pantaði frá útlöndum það sem hugurinn gimtist og ekki fékkst í búðunum innanlands. Heimsstyrjöldin fyrri (1914—1918) setti strik í reikninginn á Islandi sem annars staðar. Flutningaleiðir lokuðust tímabundið og viðskiptasambönd rofhuðu. Vegna yfirvofandi vömskorts var hin ríkisrekna Landsverslun sett á fót. Reyndist þrautin þyngri að leggja hana niður að styijöldinni lokinni. I kreppu eftirstríðsáranna vom háværar raddir um gjaldeyrishömlur, innflutningsbönn, ríkiseinkasölur og vemdartolla. En undir miðjan þriðja áratuginn færðist verslunin að mestu í fyrra horf og var hún með blómlegasta móti næstu árin. * í upphafi fjórða áratugar 20. aldar var verslunin hneppt í svo harða fj ötra að hún losnaði ekki úr þeim fýrr en þrj átíu árum síðar. Þetta vom haftaárin svokölluðu, 1930-1960. Þá einkenndust verslunarhættir ekki af fjölbreyttu vömúrvali heldur af einsleitni, vömskorti, biðröðum, leyfafargani, ríkiseinkasölum og svartamarkaði. Á mestu skömmtunarárunum var Kristján L. Gestsson, sem var lengi verslunarstjóri í hinni vinsælu Haraldarbúð í Reykjavík, spurður um helsta muninn á jólaversluninni í Reykjavík þá og á frelsisárunum 20-30 árum fýrr. Kristján svaraði: Munurinn er mikill að einu leyti og það er hve vöruúrval er margfalt minna nú en jyrir aldarjjórðungi. Þá fékkst hér allskonar vamingur frá flestum helstu menningarlöndum. ... Mest af vörum verslunarinnar voru fluttar frá Englandi og talsvertfrá Þýskalandi. En eigandi verslunarinnar, Haraldur 26 | VÍSBENDING

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.