Náttúruvernd - 01.06.1932, Blaðsíða 7

Náttúruvernd - 01.06.1932, Blaðsíða 7
7 að til jörðin er orðin algróin sára sinna, og alviða, eins og hún var á blómaöld hollvættanna í landinu. Að hve miklu leyti þetta tekst, er komið undir því, hvort fólkið kýs heldur að ganga í lið með óvættum og meinvættum, sem ræna og rífa niður náttúrugróðurinn, en góðvættunum, sem rækta, byggja upp og vernda náttúruauðinn. Þingvallaland er svipað víðáttumiklum fjallasal. Hraunið er gólfið, með slitinni gróðurábreiðu; fjöll og hæðir, umhverfis eru veggirnir og himinhvelfingin þakið. Sögustaðinn sjálfan, má skoða sem öndveg- ið í þessum víðfeðma sal. Nokkur hluti af gólfinu, við fótskör hollvættanna fornu, er friðlýst með lögum. Verk- efni næstu kynslóðar verður að þræða saman slitrótta skógarfeldinn á hrauninu, og skreyta það öðrum gróðri. Móðir náttúra — drottning góðvættanna — á hér ein að ráða ríkjum. Hver fugl, skógarplanta og blómjurt, eða yfir höfuð allur villigróður, sem náttúran elur og nærir innan salveggjanna, á að geta sagt: Hér er friðað land, hér er heilög jörð, hér er griðastaður og hér er óhult að lifa, aukast og margfaldazt í skjóli mannanna, undir vernd þeirra og varðveizlu. Þegar svo er komið, laðast verndarvættir þjóðarinnar að sínum fornu heimkynnum kringum sögustaðinn. Verði friðhelgin rækt með alúð og samvizkusemi, fer ekki hjá því, að fleiri svæði á íslandi beri þess menjar, næstu 1000 ár, að hollvættir búa í land- inu á meðal þjóðarinnar.

x

Náttúruvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúruvernd
https://timarit.is/publication/1477

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.