Náttúruvernd - 01.06.1932, Blaðsíða 11
11
setja og hvemig eigi að fara að því. Og þegar verkinu er
lokið er enn talað til barnanna um þýðingu þess starfs,
sem þau hafa leyst af hendi, og eftir á sungin skógræktar-
ljóð. íslendingar eiga ekkert skógræktarljóð, þó að nálega
annar hvor maður á landinu sé skáld. Loksins er sezt að
snæðingi. Börnin fá síðan að leika sér áður en þau leggja
af stað heimleiðis. Þau ganga svo í sömu röð og reglu
heim á skólaleiksvæðið. Þar kveðja skógræktarmenn
börnin með nokkrum orðum. Þá eru sungin ættjarðarljóð.
Skilja börnin síðan og fer hvert heim til sín.
Það er síður en svo, að börnin þurfi endilega að bera
bv'ersdagsklæði sín, eða vinnuföt svokölluð, skógræktar-
daginn. Þeirri skoðun á ekki að koma inn hjá fólki, að
óviðeigandi sé, að aðrir snerti á moldarverkum en þeir,
sem bera vinnuföt eða ganga í lurfum. Fyrir engum í
heiminum ber manni frekar að skarta en gróðurmoldinni,
því að hún framleiðir meiri fegurð og skart með blóm-
skrúða sínum, og öðrum gróðri, en nokkur mannleg sál
getur búið til.
í Bandaríkjunum eru ekki einungis börn í barna-
skólunum, sem gróðursetja tré á opinberum stöðum held-
ur líka nemendur æðri skóla. Jafnvel prófessorar og vís-
indamenn taka sér verkfæri í hönd og gróðursetja trjá-
plöntur á afmælishátíð helztu merkismanna þjóðarinnar,
eins og t. d. Washington, Lincoln o. fl. Trén eru síðan
nefnd eftir afmælisbaminu.
Lengi vel hefir sá siður tíðkast í Reykjavík að leggja
sveig á leiði Jóns Sigurðssonar forseta á afmælisdag hans.
Öllu heldur hefði afmælisbarninu verið þóknanlegra, og
það kosið frekar, ef ráða mætti, að þeir sem fyrir þess-
um fánýta sið standa, gróðursettu, þó ekki væri nema