Náttúruvernd - 01.06.1932, Blaðsíða 20
20
hún hefir staðið upphaflega. Moldin má ekki ná upp á
bolinn eða greinarnar.
5. Greiða skal vel úr rótunum, en láta þær ekki tvö-
faldar eða í böggli ofan í holuna.
6. Moldinni á að þrýsta vel að rótunum, jafnt efst
sem neðst, svo að plantan fái góða festu. Hvergi má húsa
frá rótunum.
7. Þegar búið er að gróðursetja, má engin hola eða
lægð vera í kringum plöntuna, sem vatn gæti staðið í.
8. Grasrótina skal leggja kringum plöntuna, strax
og gróðursetningu er lokið, eða á haustin áður en frost
og snjóar koma. Ef grasrót er ekki við hendina, er betra
en ekki neitt að láta sand eða smámöl kringum plöntuna,
frostið lyftir henni síður upp úr moldinni.
9. Strax og klaka leysir úr jörð að vorinu þarf að
lagfæra gróðursetning fyrri árs plantna. Rétta við þær,
sem hafa fallið út af og lyftst hafa upp. Og gróðursetja
í staðinn fyrir þær, sem dáið hafa.
10. Volduga og trygga girðingu þarf kringum trjá-
gróðursreit. Komizt nokkrar kindur inn í slíkan reit geta
þær spillt margra ára starfi, þó ekki dvelji þar nema
stutta stund.