Náttúruvernd - 01.06.1932, Blaðsíða 15

Náttúruvernd - 01.06.1932, Blaðsíða 15
15 uðum kassa. Þær eru lagðar niður í hann í þunn lög og rök mold eða blautur mosi haft um ræturnar á milli laga. Vissara er að gróðursetja ungar (2—4 ára) plönt- ur, því að þær heppnast yfirleitt miklu betur en hinar eldri og stærri. Rætur þeirra eru fyrirferðarminni, og því hægara að varðveita þær fyrir skemmdum. Mismunandi er, hve langt bil er haft milli plantn- anna; því styttra sem það er því fleiri plöntur fara í hvern hektar. Ef bilið á milli plantnanna er haft 1,25 m., sem er nær sanni, fara um 6400 plöntur á hektarinn. Ef um margar trjátegundir er að ræða, sem á að gróður- setja, má blanda þeim saman lá gróðursetningarsvæðið — en þó ekki af handahófi heldur eftir ákveðnum regl- um. Gæta verður þess, að gjöra það þannig, að ein tegund kæfi ekki aðra, eða hver dragi úr vexti annarar. Kemur þá til greina vöxtur hinna ýmsu trjátegunda, hvernig rætur þeirra liggja og hversu ljósfrekar þær eru. Greni og furu má gróðursetja saman, sína röðina af hvoru. Fururæturnar sækja næringu sína djúpt í jörð, en greniræturnar nær yfirborðinu. Þar sem jarðvegur er þykkur, kemur hann trjánum að sem mestum notum. Annar aðalkostur þess, að gróðursetja þessar trjátegund- ir saman er sá, að grenið er skugga-tré, en furan ljós- tré. Grenið vex hægara en furan fyrstu 8—10 árin, það nýtur því skugga meðan það er ungt, og þarf hans með. Eftir þann tíma nær grenið furunni, kemst á undan henni og skyggir á hana. Hafa þá sumir þann sið, að höggva smámsaman furuna, eftir því sem grenið vex yfir hana svo að eftir stendur eintómur greniskógur. í fyrsunni er þá furan aðeins gróðursett með greninu í því skvni að

x

Náttúruvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúruvernd
https://timarit.is/publication/1477

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.