Náttúruvernd - 01.06.1932, Blaðsíða 19
19
inn, og hann lagður niður í hana. Verði bil á milli hnauss-
ins og holubarmsins, skal fylla það mold og þrýsta henni
vel niður kringum hnausinn. Þegar búið er að að gróður-
setja er grasrótin skorin ofan af hnausnum kringum
plöntuna — að eins þunnt lag. Það er gert til þess, að
gras vaxi ekki kringum hana og dragi frá henni of
mikla næringu.
Það sem hér er sagt er aðallega átt við gróðursetn-
ingu 2—4 ára plantna. Ef um eldri plöntur er að ræða,
og sem eru ef til vill allt að meter að hæð, gilda aðrar
gróðursetningarreglur. Plöntuholurnar ætti lielzt undan-
tekningarlaust að grafa að haustinu, og hafa þær nógu
víðar og djúpar. Allri moldinni er mokað upp úr holunni,
þegar gróðursett er, en laus mold er þó höfð í botni hol-
unnar, sem hafður er dálítið hærri í miðjunni. Plöntunni
er stungið ofan í miðja holuna, og ræturnar greiddar út
í moldina jafnóðum og henni er mokað kringum þær.
Reynt er að hagræða rótunum í líkar stellingar og þær
hafa áður verið í og þjappa moldinni sem bezt að þeim.
Ef moldin er þur, er gott að hella vatni kringum plöntuna
áður en við hana er skilið.
Að lokum skulu hér teknar fram helztu reglur um
gróðursetningu trjáplantna, sem hver maður skyldi hafa
í huga, sem fæst við það starf:
1. Ef þess er kostur, skal grafa holurnar haustið áð-
ur en gróðursett er.
2. Veljið ungar plöntur til gróðursetningar.
3. Gæta skal þess að ræturnar séu ávalt nógu rakar,
áður en gróðursett er. Sól og vindur má ekki leika um
þær.
4. Plöntuna má ekki setja lengra ofan í moldina en