Náttúruvernd - 01.06.1932, Blaðsíða 22

Náttúruvernd - 01.06.1932, Blaðsíða 22
22 að komast í samband við erlend félög, sem störfuðu á sama grundvelli. Nemendur úr skólum, sem dvelja í sveit að sumrinu, ættu að gera sér að reglu að athuga lifnaðarhætti fugla, jurta og annað, sem snertir náttúru landsins. Miklum fróðleik mætti safna þannig um náttúruna til gagns og gamans. Athuganir ættu ekki eingöngu að miða að þvá að greina sundur ættir, kyn og einkenni hverrar einstakr- ar tegundar. Aðalatriði, hvað t. d. fuglana snertir, er að kynnast kjörum þeirra, lífsskilyrðum og því, hvernig' þeir fara að bjarga sér í baráttunni fyrir lífinu, og gera sér grein fyrir, hvað hægt er að gera fyrir þá, svo að lífið verði þeim léttbærara, — ekki einungis þegar þeir eiga í stríði við hina hvikulu veðráttu landsins, heldur og líka í sambúð þeirra við mannfólkið. IJvað fugla snertir skyldi: 1) gera almenna lýsing á tegundinni, t. d. sköpulag, lit og stærð o. fl. 2) Segja frá hvenær fuglinn sást fyrst að vorinu, ef um farfugl er að ræðar og hvar heyrðist til hans. 8) Um hvert leyti dagsins íuglinn syngur mest, hvernig veður er, þegar hann lætur heyra til sín, og hvort hann syngur á flugi eða situr kyr á meðan. Hvernig söngnum er háttað. (Hvemig hægt er að stafsetja hljóðin). Hvort hljóð fuglsins eru með sorg- arblæ, gleðirödd, viðvörunarraust eða óttablandin o. s. frv. 4) Þá má athuga hvenær fuglinn byrjar að verpa, hvernig hreiðrið er gert og úr hvaða efni. Og hvar fuglinn velur sér hreiðurstað. 5) Hvað eggin eru mörg, litur þeirra, útungun og allt, sem að heimili fuglsins lýtur. 6) Á hverju lifir fuglinn. Hvar finnur hann fæðuna, og hvernig fer hann að ná henni. 7) Hvaða hættur mæta fuglinum. Stafa þær frá náttúrunnar eða mannavöldum. 8) Hvaða nytjar

x

Náttúruvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúruvernd
https://timarit.is/publication/1477

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.