Náttúruvernd - 01.06.1932, Blaðsíða 2

Náttúruvernd - 01.06.1932, Blaðsíða 2
Nátíúrumög'ii. (Þingvellir). „Það var upphaf hinna heiðnu laga, að menn skyldu eigi hafa höfuðskip í hafi, en ef þeir hefðu, þ.á skyldu þeir taka höfuðið, áður en þeir kæmu í landssýn, og sigla eigi að landi með gapandi höfðum né gínandi trjónu svo að landvættir fældust við“. Þetta ákvæði mun vera hið elzta, sem til er af íslenzkum lögum. Það sannar eins og raunar margar aðrar heimildir, sem til eru, að Islending- ar trúðu því að í landinu byggju vættir, sem væru hollar og velviljaðar þjóðinni. Flestir kannast við landvættirnar af lýsingu Snorra í Heimskringlu. Hver, sem gerði á hluta hollvættanna fékk að kenna á reiði þeirra. Sá átti ógæf- una vísa í einhverri mynd. Vættirnar vörðu landið og vernduðu þjóðina fyrir ásælni og ofríki erlends valds. Truin á hollvættirnar var sterkust hjá frumbyggj- um íslands og á meðan landið var þrungið af allskonar náttúruauð. En tíminn leið, Landnámsöldinni lauk. Það fór smámsaman. að sneyðast um í forðabúri landsins. Skógurinn minnkaði, dýralíf í ám og vötnum þvarr að mun frá því sem áður var. Hlunnindum landsins var spillt á öllum sviðum. Að því kom, að hollvættirnar snéru baki við þjóðinni, eða réttara sagt, þjóðin hætti að trúa á kraft þeirra. En jafnskjótt og hinar góðu vættir rýmdu

x

Náttúruvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúruvernd
https://timarit.is/publication/1477

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.