Náttúruvernd - 01.06.1932, Blaðsíða 3

Náttúruvernd - 01.06.1932, Blaðsíða 3
3 í burtu, tóku illvættir bústað í hugum manna, og af þeim stafaði býsn og böl fyrir þjóðina. Á niðurlægingar- tímabili þjóðarinnar réðu þær lögum og lofum. Kornrækt- in var t. d. lögð niður, og menn urðu að neyðast til að lifa eingöngu á ránsfeng, sem þeir gátu klófest í náttúru- ríki landsins, en hjátrú og hindurvitni óx og dafnaði hjá fólkinu. Hollar vættir voru ekki nefndar á nafn eða neitt í sambandi við þær. En þegar kemur fram á 19. öld hjaðnar hjátrú og hindurvitni fyrir ljósi þekkingarinnar. Þá er farið að viðurkenna þann sannleika, að þjóðinni beri að framfleyta sér á ræktuðum afurðum, en ekki ein- göngu á ránsfeng úr skauti lands og lagar. Þessi skiln- ingur á atvinnulífi þjóðarinnar hefir í för með sér að trúin á hollvættirnar glæðist aftur, en meinvætta-trúin dofnar. Á 1000 ára afmæli fslands byggðar 1874 er komið svo langt, að táknmyndir eru gerðar í fyrsta sinn, — og gefnar út, — af hollvættum íslands. Og þegar Al- þingishúsið var reist 1881, voru þær greiptar í framhlið þess. Síðar voru hollvættirnar teknar í skjaldarmerki ís- lands, og að lokum prýddir með þeim ýmsir hátíðamunir 1980. Trúin, á hinar góðu vættir landsins, hefir því ætíð lifað sem falinn neisti hjá þjóðinni, þrátt fyrir völd ill- vættanna, á niðurlægingartímabili sögunnar. Verndarvættir íslands, sem einnig eru nefndar góð- vættir og hollvættir, má skoða sem ímynd hins óspilta náttúrugróðurs. Þær eru hinn frjóvgandi kraftur jarðar- innar, er glæðir hjá mönnum gróðurhug og ræktarsemi til landsins, og allra hlunninda þess. Því betra sem landið er, því meiri velmegun landsmanna og þess betur standa þeir að vígi að varðveita manndóm sinn og frelsi. Holl- 1*

x

Náttúruvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúruvernd
https://timarit.is/publication/1477

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.