Náttúruvernd - 01.06.1932, Blaðsíða 28

Náttúruvernd - 01.06.1932, Blaðsíða 28
28 Bandaríkin. Það hefir rannsakað ítarlega lifnaðarhætti fugla og komizt að þeirri niðurstöðu, að margar fuglateg- undir, sem áður voru ofsóttar og drepnar, sem skaðlegar, gera þjóðinni ómetanlegt gagn með lífi sínu úti í náttúr- unni. Menn gátu t. d. sannað að minnsta kosti 100 kr. gróði var á ári, að hverri lifandi uglu og hauk, sem áður voru talin gera skaða og réttdræp. Fuglar þessir eyða sem sé ótal skordýrategundum skaðlegum fyrir jurta- gróðurinn. Félagið hefir orkað því, að breyta að mun skoðun manna á náttúrunni. Fuglaveiði þykir sumstaðar varla samboðin siðuðum mönnum. Fjöldi manna notar sjón- auka og myndavélar til að afla sér fræðslu um lifnaðar- hætti fugla úti á víðavangi, í staðinn fyrir að skjóta fuglana og nota síðan dauðan skrokkinn, sem fræðsluá- hald í skólunum. Einkunnarorð félagsins eru þessi: „Betri eru tveir fuglar í skógi en einn í hendi“. Félagið hefir beitt sér fyrir endurbótum á fuglafriðunarlöggjöf- inni. Og nú síðasta árið, 1930, var að tilhlutun félagsins lagt frumvarp fyrir Sambandsþingið í Washington um að alfriða Bandaríkja-örninn (Bald Eagle). Ótal margt fleira hefir félagsskapur þessi starfað í þágu fugianna. Þá má nefna annan félagsskap, sem þegar er farinn að ryðja sér til rúms víða um lönd meðal siðaðra þjóða. Það er Alþjóða-fuglaverndarfélag. Það er stofnað í London árið 1922 í því skyni að skapa samvinnu meðal allra þjóða í fuglavernd. Það heldur þing annaðhvort ár. Árið 1930 kom þingið saman í júnímánuði í Amsterdam. Næst á und- an var það háð í Geneva. Á þingum þessum mættu full- trúar frá 20 ríkjum í Evrópu og öðrum heimsálfum. Full- trúar frá öllum Norðurlöndum mæta þar, nema frá Is-

x

Náttúruvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúruvernd
https://timarit.is/publication/1477

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.