Náttúruvernd - 01.06.1932, Blaðsíða 12
12
eitt tré á ári hverju þennan dag, sem helgað væri minn-
ingu forsetans. Ef lánið væri með, gæti vaxið upp allfögur
skógartré, er stæðu um aldur og æfi, helguð forsetanum,
þar sem sveigur ár dauðum eða lifandi blómum eyðist af
vindi og vatni og er horfinn eftir nokkra daga.
Hver sveit og kaupstaður á landinu ætti að eiga af-
girtan blett á vel völdum stað, þar sem bæði ungir menn
og gamlir ættu kost á að gróðursetja trjáplöntur og
hlynna að þeim meðan þær eru á æskuskeiði. Blettur sá
skyldi vera það stór, að hvert heimili hefði sinn afmark-
aða reit til gróðursetningar. Með réttu lagi ætti ekkert
barn að útskrifast úr skóla, eða ferma, sem ekki væri búið
að gróðursetja, innan 14 ára aldurs, minnsta kosti 100
trjáplöntur.
Ef embættismenn og aðrir menntamenn í landinu
tækju sér fyrir hendur að gróðursetja árlega fáeinar trjá-
plöntur, yrðu margir til að feta í fótspor þeirra, og þætti
þá engum, þó að í skarlatsklæðum væri, minkun að því
að lúta móðurmoldinni. Og vel sómdi það Höskuldi Hvíta-
nesgoða að bera skarlatsskikkju, er hann sáði korni í
akur sinn.
Margur mun spyrja: Hvaðan eiga plöntur að koma?
Hver útvegar þær? Og hvaða trjátegundir á að gróður-
setja? Tii skógræktar er árlega veittar úr ríkissjóði ná-
lega kr. 30000,00. Fyrir eitthvað af þessu fé mætti útvega
innlendar og erlendar trjáplöntur. Ríkið ætti að sjá um að
skógverðir útveguðu að minnsta kosti 10—15 þús. íslenzk-
ar birkiplöntur, handa skólum, bæja- og sveitafélögum.
Erlent trjáfræ og plöntur, t. d. fjallafuru, skógfuru og
barrfellir, mætti kaupa frá Noregi eða öðrum norðlægum