Náttúruvernd - 01.06.1932, Blaðsíða 35

Náttúruvernd - 01.06.1932, Blaðsíða 35
35 og varnarlausan fugl úti á víðavangi. Ef óviðeigandi þykir að slátra sauðfé á helgum dögum, þá ætti ekki síður að þykja víta- vert að drepa fugla. Fyrir réttum 50 árum síðan flutti blaðið Isafold þessa þörfu athugasemd: „það er bæði ljótt og leitt, að sjá hvernig útlendir menn vaða um allt og drepa aumingja fuglana, bæði af eggjum og frá ungum kornsmáum. Hvergi nokkursstaðar í víðri veröld liðist slikt meðal menntaðra þjóða. Eg vil skora á Islendinga, að þeir taki sig nú til og leggi algjört bann við þessu". Vafalaust gcra útlendingar ekki mikið að því nú á dögum að drepa fugla hér á landi sámanborið við það, sem áður var. En varast skyldi ríkisstjórnin að veita erlendum mönnum und- anþágu frá friðunarlögunum til fugladráps eins og oft hefir borið við áður, þó að látið sé heita að gert sé í þarfir vísindanna. þegar Yosemite þjóðgarðurinn var stofnaður í Bandaríkjun- um varð skógi vaxið landflæmi utan takmarka hans. það lenti í eign einstakra gróðafélags. Hafði félgið hugsð sér að fella skóginn og græða á timbrinu. Mörgum þjóðgarðsvinum sárnaði að einstakt félag skyldi háfa rétt til að gera slíkt gróðurspell fast við takmörk friðhelga landsins. Margar tilraunir vorú gerð- ar til að fá þing Bandaríkjanna að leggja fram fé til skógar- kaupanna svo að skógurinn yrði lagður við þjóðgarðinri og frið- aður. En félagið aftur á móti liélt skóginum í geypiverði. Hann átti að kosta 15 miljónir króna eða hálft á við það, sem Alaska kostaði á sínum tima um 30 þúsund sinnum stærra land og með 6—70000 ibúum. þjóðgarðsvinir fengu þ\'i áorkað, nývcrið, áð einn úr þeirra hóp lagði fram helmlng kaupverðsins gegn því að ríkið legði fram hinn helminginn til þess að kaupa skóginn 3*

x

Náttúruvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúruvernd
https://timarit.is/publication/1477

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.