Náttúruvernd - 01.06.1932, Blaðsíða 5
5
tók moldin sig upp líka og flutti sig í burtu. Skógur og
mold á þessum stað gátu hvorugt án annars verið. Sköll-
óttir hraunhólar skutu upp kollinum, þeir báru vitni um
starf meinvættanna. Sumstaðar breiddi grámosinn sig yf-
ir hraunskallana, lyngið læddist eftir honum og birkiræt-
ur teygðu sig undir hann og skutu upp plöntum hér og
hvar, en urðu að niðurbældum og kræklóttum runnum.
Lengra komst ekki starf náttúrnunar. Góðvættirnir
megnuðu ekki, vegna rántekjunnar, að hefja skóginn til
þroska, sem honum var eðlilegur.
Á seinni tímum hefir verið reynt að starfa á Þing-
völlum í anda hollvætta landsins. Árangur þeirrar starf-
semi eru friðunarlögin frá árinu 1928. Með þeim lögum
er illvættunum sagt stríð á hendur. Það er gert ráð fyrir
að hollvættimar ráði þar ríkjum í næstu 1000 ár.
Friðhelgi Þingv'alla á að skapa þar grið öllum villi-
gróðri og villtu dýralífi. En því aðeins getur þetta orðið,
að náttúran fái að njóta þar fulkominnar verndar. En
hversvegna er verið að stofna til þessarar friðunar, munu
margur spyrja. Er það ekki gagnstætt lögum náttúrunn-
ar, að bægja þar húsdýrunum frá skóginum og öðrum
gróðri, eða banna skógarhögg, fuglaveiði, eggjatekju og
annað hlunnindarán ? Eiga ekki mennirnir að lifa á því,
sem náttúran framleiðir á Þingvallalandi, sem annars-
staðar? Handa hverjum ætti hún annars að framleiða
grös og skóga ef ekki handa mönnum og húsdýrum
þeirra?
Vitanlega er mönnum skylt að færa sér í nyt gæði
lands og lagar, en það er ekki þar með sagt, að þeir hafi
heimild til að ræna þeim eftir vild eða uppræta þau ef
verkast vill. Það er sitthvað: rán eða ræktun. Hlunnindi