Náttúruvernd - 01.06.1932, Blaðsíða 36

Náttúruvernd - 01.06.1932, Blaðsíða 36
I 36 handa þjóðgarðinum. Ríkið veitti féð, og er nú skóginum borgið um aldur og æfi úr klóm gróðabrallaranna. Liklega verður ekki sérlega vinsælt að halda uppi vörn fyrir tilverurétti sumra villtra dýra og jurta í náttúruríki íslands, og ei það undarlegt ef svo yrði. Sami höfundur er þó að öllu sem lifir og hrærist á jörðinni, og allt sem hann skapaði var full- komið og gott, að hans dómi — nerna ef vera skyldi einhver mannskepnan —. það er óeðlilegt að fordæma og uppræta eina tegund dýra jafnframt því sem önnur er ræktuð og tamin. Eða því má ekki dýrategund, sem nú þykir gagnslaus og skaðleg fá að lifa þangað til menn komast á það stig þekkingarinnar, að þeir verði færir um að rækta hana sér til gagns? Með því að út- rýma jurt eða dýri, sem skaðlegu og einskis nýtu, er sama og lcasta burtu nokkrum af verkum skaparans og telja þau gagns- laus. Tilgangur og stefna rits þessa er meðal annars, að taka mál- stað smælingja og olnbogabarna í náttúru Islands, sem hingað til hafa notið lítilsvirðingar og miskunnarleysis hjá almenningi. ]?ess er vænst, að i hverri sveit á Islandi séu til karlar og konur, eldri og yngri, sem hafi áhuga á náttúruvernd og vilji hlynna að henni, með því að kaupa rit þetta og hjálpa til að gera það svo úr garði, að það nái tilgangi sínum. Undir því er komið, hvenær næsta bók kemur út, hvernig þessari verður tckið.

x

Náttúruvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúruvernd
https://timarit.is/publication/1477

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.