Náttúruvernd - 01.06.1932, Blaðsíða 13

Náttúruvernd - 01.06.1932, Blaðsíða 13
13 löndum, fyrir eittiivað af því fé, sem veitt er til skóg- ræktar. Verður hægt að stofna skógræktardaga í barnaskól- um, eða öðrum alþýðuskólum hér á landi? Því skal ekki svarað hér, að svo stöddu, en þörfin er auðsæ. Engan skyldi þvinga til að stofna skógræktardag. Þeir ein- ir skyldu stofna til hans, sem vissir eru um að geta efnt til hans árlega. Það er betra að fara hægt á stað og hætta ekki í miðju kafi, svo að allt verði ónýtt. Búnaðarfélög í sveitum, eða annar félagsskapur ætti að taka að sér að annast útvegun á plöntum handa sveitaskólum og öðrum, sem vildu starfa að gróðursetningu. Skólinn ætti að til- kynna slíku félagi um stofnun skógræktardagsins, með árs fyrirvara, svö að undirbúningur yrði gerður nógu snemma. Er hann einkum fólginn í því að útvega afgirt skógræktarland, trjáplöntur, trjáfræ, verkfæri o. fl. Skól- inn á engu til að kosta nema leggja til vinnu við gróður- setninguna. Menn skyldu minnast þess, að nálega við enga ræktun þarf eins mikla þolinmæði og þrautseigju og við skóg- rækt. Skógfura og fjallafura, sem gróðursett var á Þing- völlum fyrir 20—30 árum, óx aðeins 1—3 sm. fyrstu árin, bætir nú við sig á ári 20—30 sm. Má þetta teljast sæmi- legur vöxtur. En um það verður ekki sagt, hvers vænta má af trjám þessum í íramtíðinni. Skógræktartilraun þessi á Þingvöllum sýnir, að vöxt- ur trjánna er hægfara fyrstu árin, en herðir sig er á líður. Með þessu kennir náttúran að hyggilegt sé að fara hægt á stað með skógræktina, gefast ekki upp, þótt vonir manna bregðist fyrst í stað, en herða sóknina með ári hverju. Það gefur fyrirheit um, að takast megi að lokum

x

Náttúruvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúruvernd
https://timarit.is/publication/1477

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.