Náttúruvernd - 01.06.1932, Blaðsíða 29

Náttúruvernd - 01.06.1932, Blaðsíða 29
29 landi, enda er hér ekkert starfandi fuglaverndarfélag. Al- heimsfélag þetta undanskilur ekki friðun ránfuglanna. Flestir farfuglar eru alheimsborgarar. Þeir eru ekki bundnir við eitt land frekar en annað. Ein þjóð getur því varla staðið sig við að ófriða fugla, sem önnur þjóð verndar með lögum. Það, sem hér er sagt, er lítið sýnishorn af starfi menningarþjóðanna í þágu fuglanna. Þúsundir manna starfa í fuglaverndarfélögum, bæði heima fyrir í sínu eigin landi og í alþjóðafélagi. Það er unnið að friðun fugla hjá öllum þjóðum, en á meðan eru sumir Islendingar að bollaleggja um það, hvort ekki muni vera rétt að nema úr gildi lög um suma friðlýsta fugla, svo að almenningur geti farið að hafa ánægju af að drepa þá. Um víða vegu. Kirkjan og friðun fugla. þess er hvergi dæmi, að fuglar eða aðrar villtar skepnur hafi átt friðland á nokkrum sérstökum bletti héi á landi fyr en helgistaðurinn var stofnaður á þingvöllum, með lögum frá 1928. það hefir yfirleitt verið álitið að hinir svonefndu nytja- fuglar, væru eins og aðrar villtar skepnur, skapaðir lianda manninum til þess að drepa þá sér til matar, eða sér til skemmt- unar, meðan náttúran entist til að halda þeim við. En þrátt

x

Náttúruvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúruvernd
https://timarit.is/publication/1477

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.