Náttúruvernd - 01.06.1932, Blaðsíða 10

Náttúruvernd - 01.06.1932, Blaðsíða 10
10 nokkur orð. Ættjarðarljóð eru sungin eða önnur ljóð, sem ort eru við þetta tækifæri. Að þessu loknu fara börnin út á skólaleiksvæðið. Þau raða sér þar og hefja síðan skrúð- göngu út á skógræktarsvæðið, með söng og hljóðfæra- slætti. Hljóðfærasveit er oft fengin til að spila meðan á skrúðgöngunni stendur. Hún gengur þá í broddi fylkingar, og þar næst efsti bekkur skólans undir þjóðfánan- um. Skógræktarmenn og kennarar stjórna skrúðgöngunni. Numið er staðar út á skógræktarsvæðinu. Börnunum er skipt í flokka. Kennarar og skógræktannenn eru flokks- foringjar. Snæri, eitt eða fleiri, er strengt þvert yfir blettinn, sem á að planta í. Börnunum er nú afhent verk- færi til að gera holur í jarðveginn. Þau eru síðan látin raða sér meðfram snúrunni. Venjulega eru nokkrir dreng- ir látnir byrja á því að grafa holurnar. Koma þá hin börnin á eftir, tvö og tvö saman með plöntur og gróður- setja. Venjulega er hafður, 1,25—1,50 m. milli plantanna. Annað barnið tekur plöntu og stingur henni ofan í hol- una, álíka djúpt og hún hefir staðið áður, heldur henni beint upp og greiðir úr rótunum. Hitt barnið sópar mold- inni ofan á rætumar og þjappar henni saman og fyllir holuna kringum plöntuna.. Þegar búið er að gróðursetja meðfram snúrunni, er hún færð um jafnlangt bil og á að vera milli plantnanna. Venjulega eru ekki börnin látin vinna lengur en 3—4 klukkutíma, eða jafnvel skemur. Á þeim tíma ættu 30—40 börn að gróðursetja minnst 2000 —3000 plöntur. Bömin eru látin skiptast á um handtök við gróðursetninguna. Hvert barn fær æfingu í að gera holur, gróðursetja, lagfæra eldri gróðursetningu, sá trjá- fræi ef um það er að ræða, o. s. frv. Áður en byrjað er að starfa er rifjað upp fyrir börnunum hvað eigi að gróður-

x

Náttúruvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúruvernd
https://timarit.is/publication/1477

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.