Náttúruvernd - 01.06.1932, Blaðsíða 14

Náttúruvernd - 01.06.1932, Blaðsíða 14
14 að bæta það tjón, sem þjóðin hefir orðið fyrir vegna skóg’- arníðslunnar. Gróðursetning. Dæmi eru til, að menn eru hirðulausir að leyfa sól og vindi að leika um trjáplönturæturnar, meðan þeir eru að gróðursetja, og hafa ófullkomnar umbúðir um plönturnar. Ræturnar verða því hálfskorpnar af þurki og óhæfar til að sjúga næringu úr moldinni. Plönturnar eru því vígðar dauðanum, og árangurinn vonbrigði af slíkrí gróðursetningu. Slæmum jarðvegi og óhagstæðri veðr- áttu er oft kennt um dauðsföll plantnanna, en menn finna ekki eða skilja hina réttu orsök. Til leiðbeiningar um með- ferð plantna skal tekinn hér upp stuttur kafli, með nokkr- um viðauka, um gróðursetning, úr Skógræktarriti, sem U. M. F. í. gaf út árið 1912. Yfir höfuð er bezt að gróðursetja að vorinu strax og klaka leysir úr jörðu, og vatn er að mestu sígið úr jarð- veginum. En þegar vorið kemur seint og klaki er lengi fram eftir, má gera tilraun að gróðursetja á haustin. Á hvaða tíma árs, sem gróðursett er, þarf mjög að vanda það verk, því að líf og þroski plantnanna er oft og einatt undir því komið. Að haustinu má gróðursetja frá lauffalli trjánna og þangað til frystir, eða moldin verður of vatns- þrungin af haustrigningum. Þegar gróðursett er að vorinu ætti helzt að velja til þess rigningardaga, ef þess er kostur, er þá vissa fyrir að plönturæturnar þorna ekki meðan á gróðursetningunni stendur. Bezt er að bera plönturnar með sér í trogmynd-

x

Náttúruvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúruvernd
https://timarit.is/publication/1477

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.