Náttúruvernd - 01.06.1932, Blaðsíða 24

Náttúruvernd - 01.06.1932, Blaðsíða 24
<J4 fallið úr hungri, eða hrakist á haf út og farist þann- ig o. s. frv. Annars ber mönnum ekki saman um ástæð- una að fækkun rjúpunnar, og skilja ekkert í, hvernig á henni gat staðið. En í raun og veru er lausn þessa máls ofur einföld og auðskilin. Skulu hér færð rök fyrir því. -— Satt er það að mikið af rjúpu hefir farið af landi burt. En hún hefir ekki flogið til Grænlands eða sokkið í sæ, svo nokkru nemi. En hún hefir verið flutt í umbúðum sem verzlunarvara til útlanda. Hún hefir verið etin af fs- lendingum sjálfum, bæði af þeim, sem undrast yfir hvarfi hennar og öðrum. Og hún hefir dáið úr sárum eftir blý- regn, sem á henni dundi fram að þeim tíma, sem hún, að boði ríkisstjórnarinnar, var alfriðuð. Þá var og töluvert af rjúpu kastað, sem skemmdri og óætri verzlunarvöru, innanlands sem utan. Þetta vita flestir, en eru þó undr- andi yfir hvarfi hennar. Árið 1924 voru fluttar til útlanda rúmlega 200 þús- und rjúpur og 1925 rúmlega 180 þús. Árið 1926 voru flutt- ar út 240071 rjúpur og 1927 jafnmargar. Árið 1928 og framan af árinu 1929 voru fluttar út 30370 rjúpur. Á þessu má sjá, að rjúpu hefir farið stöðugt fækkandi á landinu frá árinu 1924 og þangað til hún var alfriðuð ár- ið 1929. Orsök til þess er engin önnur en gengdarlaust dráp. En hér er ekki nema.hálfsögð saga. Enn er ótalið, sem etið var af rjúpu þessi ár í landinu sjálfu. Gera má ráð fyrir, að það skipti tugum þúsunda. Ekki er heldur innifalið í þessum tölum, það sem ónýtt varð af rjúpu og kastað var og haft sem áburður í túnflög í Reykjavík — en það skipti víst mörgum þúsundum, sem fóru þá leið. Flestir skynbærir menn vita, að sé skotið með hagla- byssu á rjúpnahóp, hljóta margar rjúpur að komast undan

x

Náttúruvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúruvernd
https://timarit.is/publication/1477

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.