Náttúruvernd - 01.06.1932, Blaðsíða 30
30
fyrir ógeð manna á fuglavernd gátu þeir ekki komist hjá að
meta fuglana meira en nokkra aðra jarðneska skepnu. þeir
líktu englunum við fugla að því leyti, að menn hugsuðu sér
þá með vængjum og létu þá með fluginu tileinka sér eigin
leika fuglsins.
A málverkum og teikningum eru englarnir ekki sýndir með
klaufir eða hófa, í staðinn fyrir vængi. það er af því að væng-
imir — þessir yfirnáttúrlegu limir fuglanna — minntu menn-
ina á eittlivað æðra og háleitara í tilverunni en hið sýnilega
og jarðbundna. Fuglanir nutu ekki englanna, þeir voru ofsóttir
og drepnir jafnt og þétt, þó að trúin tæki vængi þeirra í þjón-
ustu sina handa sendiboðum skaparans. Kirkjan hefir ekkert
skipt sér af fugladrápi og látið sér alveg á sama standa þó að
fuglar yrðu afmáðir af jörðinni. En henni hefði ekki staðið á
sama ef fólkið hefði tekið vængina af englunum og látið i stað-
inn limi af klaufdýri eða hófdýri.
En trúin hefir gert meira en að taka aðeins vængi fuglanna
í þjónustu sína, hún hefir látið anda drottins verða sýnilegan
í fugls (dúfu) líki. Öllum guðspjöllunum ber saman þetta. Eng-
in dýrategund á jörðu hér hefir öðlast annan eins heiður. í þessu
felist bending til kristinna manna, að meta fuglana meira en
nokkra aðra skepnu.
Vel færi á því, að kirkjan beitti sér fyrir verndun allra
villifugla. Hverskonar vernd, og ekki síst fuglavernd, er menn-
ingar og mannúðarmál, sem kirkjan gæti haft sóma af, að
vera riðin við. Færi vel á því að prestar byrjuðu á að koma
því til leiðar að bannað yrði fugladráp og hverskonar fuglaveiði,
á kirkjujörðum þar sem þeir messa, og á ábúðarjörðum sínum.
Og umfram allt að bannað sé að bera eitur út á víðavang, fugl-
um og öðrum skepnum til kvalar og dauða.
Ég tel víst að margir prestar séu yfirleitt hlynntir fugla-