Náttúruvernd - 01.06.1932, Blaðsíða 9

Náttúruvernd - 01.06.1932, Blaðsíða 9
9 Þannig ganga, að jafnaði, hinir eldri og reyndari á undan með hvatnirigarorð og lögeggjan til fólksins. I mörgum barnaskólum í Bandaríkjunum er annar dagur hátiðlega haldinn, samhliða skógræktardeginum, sem vel mætti nefna fuglaverndardag, því að hann er helgaður fuglunum. En ekki verður minnst hér frekar á hann að sinni, en hinsveg’ar skal hér leitast við að skýra frá, hvernig skógræktardagurinn er gerður hátíðlegur í bamaskólunum. Það er eins og stórhátíð sé í vændum fyrir börnin, þar sem þau eiga von á að fá að taka þátt í skógræktar- deginum. Þau hlakka svo til hans. Enda er allt gert af þeim, sem hlut eiga að máli, tii þess að gera daginn sem hátíðlegastan, bæði fyrir börnin og aðra, sem taka þátt í lionum. Undirbúningur er gerður löngum tíma áður en dagur- inn rennur upp. Börnin útvega sér gróðursetningaráhöld, svo sem haka eða skóflur. Það verða þau að leggja til. Aðrir sjá um úvegun á trjáplöntum og trjáfræi, einnig snúrum, sem þurfa með. Fellur venjulega í hlut búnaðar- félags eða skógræktarfélags að annast þetta. Félög þessi ákveða einnig, hvaða blett skuli velja til skóggræðslunnar. Þegar allt er undirbúið og dagurinn rennur upp, safn- ast börnin, að morgni dags heim að skólanum. f staðinn fyrir námsbækur hafa þau nú með sér nesti til dagsins. Áhöld og plöntur er flutt á undan þeim á gróðursetning- arstað. Börnin eru kölluð inn í stærsta salinn í skólanum. Þar eru þau ávörpuð með stuttri ræðu af kennara eða skógræktarmanni, sem jafnan er sjálfkjörinn að hjálpa til og leiðbeina við gróðursetninguna. Stundum er einhver nemandi látinn búa sig undir að lesa upp eða mæla fram

x

Náttúruvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúruvernd
https://timarit.is/publication/1477

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.